Óttast ekki að fleiri fái óverðskuldaðar gráður Bjarki Sigurðsson skrifar 18. september 2023 19:04 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Arnar Nýtt fyrirkomulag við fjármögnun háskólanna var kynnt í dag. Gert er ráð fyrir að það skili auknum gæðum í íslensku háskólanámi. Forseti landssamtaka íslenskra stúdenta óttast að það verði til þess að færri komist í háskóla en fyrir breytingu. Kerfisbreytingin var kynnt í Grósku í dag og voru þar helstu toppar háskólasamfélagsins mættir að fylgjast með. Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem fjármögnunarkerfinu er breytt. Mikil aukning á fjárveitingum vegna útskriftarnema Fyrir breytingu fá skólarnir mest fjármagn fyrir þá nemendur sem skráðir eru í skólann, sama hvort þeir standi sig eða ekki. Í nýja kerfinu fá skólarnir fjármagn fyrir hverja einingu sem nemandi líkur. Í staðinn fyrir að skólarnir fái 350 þúsund krónur fyrir að útskrifa nemanda úr grunnnámi munu þeir fá eina komma eina milljón króna. Þá fer greiðsla fyrir útskrift úr meistaranámi úr 355 þúsund krónum í tvær komma tvær milljónir króna. Ráðherra segist ekki óttast að háskólarnir keyri nemendur í gegnum námið sem eiga það ekki endilega skilið að útskrifast. „Gæðakerfi háskólanna er mjög umfangsmikið. Bæði innra og ytra, svo er það líka alþjóðlegt og hingað koma alþjóðlegir sérfræðingar og taka út gæðakerfi íslenskra háskóla. Þetta á því alls ekki að minnka gæðin heldur þvert á móti auka þau eins og við höfum séð gerast með svona breytingum á Norðurlöndunum,“ segir Áslaug. Vill sjá skólana á heimsmælikvarða Hún kveðst hafa aukið fjármagn til háskólanna og vonast eftir því að skólarnir hér á landi verði á heimsmælikvarða á næstu árum. „Við eigum ekki háskóla í topp 100 í heiminum á meðan Norðurlöndin hafa öll átt háskóla þar. Þannig við þurfum að sækja fram. Þess vegna er í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 6 milljarða króna aukning til háskólastigsins og 3,5 milljarðar sem koma strax á næsta ári,“ segir Áslaug. Óttast að færri komist inn Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segist vera ánægð með margt í nýja kerfinu. Hún óttast þó að erfiðara verði fyrir nemendur að komast inn í skólana. „Það sem við höfum áhyggjur af er að þetta geti leitt til þess að háskólarnir þurfi að vera aðeins selektívari á því hvaða nemendum þeir hleypa inn, með öðrum orðum að það geti leitt til aukinnar aðgangsstýringar. Það getur verið mjög alvarlegt og heft aðgengi ýmissa hópa að námi,“ segir Alexandra. Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Kerfisbreytingin var kynnt í Grósku í dag og voru þar helstu toppar háskólasamfélagsins mættir að fylgjast með. Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem fjármögnunarkerfinu er breytt. Mikil aukning á fjárveitingum vegna útskriftarnema Fyrir breytingu fá skólarnir mest fjármagn fyrir þá nemendur sem skráðir eru í skólann, sama hvort þeir standi sig eða ekki. Í nýja kerfinu fá skólarnir fjármagn fyrir hverja einingu sem nemandi líkur. Í staðinn fyrir að skólarnir fái 350 þúsund krónur fyrir að útskrifa nemanda úr grunnnámi munu þeir fá eina komma eina milljón króna. Þá fer greiðsla fyrir útskrift úr meistaranámi úr 355 þúsund krónum í tvær komma tvær milljónir króna. Ráðherra segist ekki óttast að háskólarnir keyri nemendur í gegnum námið sem eiga það ekki endilega skilið að útskrifast. „Gæðakerfi háskólanna er mjög umfangsmikið. Bæði innra og ytra, svo er það líka alþjóðlegt og hingað koma alþjóðlegir sérfræðingar og taka út gæðakerfi íslenskra háskóla. Þetta á því alls ekki að minnka gæðin heldur þvert á móti auka þau eins og við höfum séð gerast með svona breytingum á Norðurlöndunum,“ segir Áslaug. Vill sjá skólana á heimsmælikvarða Hún kveðst hafa aukið fjármagn til háskólanna og vonast eftir því að skólarnir hér á landi verði á heimsmælikvarða á næstu árum. „Við eigum ekki háskóla í topp 100 í heiminum á meðan Norðurlöndin hafa öll átt háskóla þar. Þannig við þurfum að sækja fram. Þess vegna er í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 6 milljarða króna aukning til háskólastigsins og 3,5 milljarðar sem koma strax á næsta ári,“ segir Áslaug. Óttast að færri komist inn Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segist vera ánægð með margt í nýja kerfinu. Hún óttast þó að erfiðara verði fyrir nemendur að komast inn í skólana. „Það sem við höfum áhyggjur af er að þetta geti leitt til þess að háskólarnir þurfi að vera aðeins selektívari á því hvaða nemendum þeir hleypa inn, með öðrum orðum að það geti leitt til aukinnar aðgangsstýringar. Það getur verið mjög alvarlegt og heft aðgengi ýmissa hópa að námi,“ segir Alexandra.
Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira