Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. september 2023 21:45 Sætavísir leikhússins vísaði Lauren Boebert og Quinn Gallagher úr leikhúsinu vegna ósæmilegrar hegðunar. Vísir Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. Í tilkynningu frá leikhúsinu sagði að tveimur gestum hafi verið vísað á dyr eftir ítrekaðar kvartanir frá öðrum leikhúsgestum. Á öryggismyndavélum má sjá Boebert í símanum og blása frá sér rafsígarettureyk. Parið sést einnig þukla hvort á öðru á myndbandsupptökum. Hin 36 ára Boebert sem er þingmaður Repúblikana baðst afsökunar á hegðun sinni á föstudag en virtist í viðtali í dag firra sig ábyrgð. „Ég var aðeins of sérviskuleg. Ég er þekkt fyrir að vera með mjög fjörlegan persónuleika. Kannski aðeins og fjörlegan,“ sagði Boebert í viðtali við fréttastofu One America News Network í dag. Boebert on OAN on getting kicked out of Beetlejuice: "I was a little too eccentric ... I'm on the edge of a lot of things." pic.twitter.com/nU8d8QgvvF— Aaron Rupar (@atrupar) September 17, 2023 „Ég var hlæjandi, syngjandi og að skemmta mér konunglega. Mér var sagt að róa mig aðeins niður, sem ég og gerði en næstu mistök mín voru að taka mynd,“ sagði Boebert við OAN. Þá neitaði hún að hafa haft í hótunum við sætavísi á meðan verið var að fylgja parinu út úr salnum. Fjöldi kvartana yfir parinu Í tilkynningu frá leikhúsinu er haft eftir sætavísi að hann hafi varað Boebert og félaga hennar við í hléi að þeim yrði vísað á dyr, létu þau ekki af háttsemi sinni, eftir að hafa fengið fjölda kvartana frá leikhúsgestum. Þau hafi þó haldið áfram uppteknum hætti eftir hlé og hann því vísað þeim á dyr en þau setið sem fastast. Þá hafi hann sagst ætla að hringja til lögreglu og Boebert hvatt hann til þess. Á meðan þau voru leidd út úr leikhúsinu hafi Boebort sagt hluti á borð við „veistu ekki hver ég er?“, „ég sit í stjórninni [leikhússins] og „ég hef samband við borgarstjórann.“ Boebert hefur neitað þessu og segist ekki sitja í neinni stjórn. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið úr myndbandsupptökum: Klippa: Þingmanni sparkað úr leikhúsi Bandaríkin Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Í tilkynningu frá leikhúsinu sagði að tveimur gestum hafi verið vísað á dyr eftir ítrekaðar kvartanir frá öðrum leikhúsgestum. Á öryggismyndavélum má sjá Boebert í símanum og blása frá sér rafsígarettureyk. Parið sést einnig þukla hvort á öðru á myndbandsupptökum. Hin 36 ára Boebert sem er þingmaður Repúblikana baðst afsökunar á hegðun sinni á föstudag en virtist í viðtali í dag firra sig ábyrgð. „Ég var aðeins of sérviskuleg. Ég er þekkt fyrir að vera með mjög fjörlegan persónuleika. Kannski aðeins og fjörlegan,“ sagði Boebert í viðtali við fréttastofu One America News Network í dag. Boebert on OAN on getting kicked out of Beetlejuice: "I was a little too eccentric ... I'm on the edge of a lot of things." pic.twitter.com/nU8d8QgvvF— Aaron Rupar (@atrupar) September 17, 2023 „Ég var hlæjandi, syngjandi og að skemmta mér konunglega. Mér var sagt að róa mig aðeins niður, sem ég og gerði en næstu mistök mín voru að taka mynd,“ sagði Boebert við OAN. Þá neitaði hún að hafa haft í hótunum við sætavísi á meðan verið var að fylgja parinu út úr salnum. Fjöldi kvartana yfir parinu Í tilkynningu frá leikhúsinu er haft eftir sætavísi að hann hafi varað Boebert og félaga hennar við í hléi að þeim yrði vísað á dyr, létu þau ekki af háttsemi sinni, eftir að hafa fengið fjölda kvartana frá leikhúsgestum. Þau hafi þó haldið áfram uppteknum hætti eftir hlé og hann því vísað þeim á dyr en þau setið sem fastast. Þá hafi hann sagst ætla að hringja til lögreglu og Boebert hvatt hann til þess. Á meðan þau voru leidd út úr leikhúsinu hafi Boebort sagt hluti á borð við „veistu ekki hver ég er?“, „ég sit í stjórninni [leikhússins] og „ég hef samband við borgarstjórann.“ Boebert hefur neitað þessu og segist ekki sitja í neinni stjórn. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið úr myndbandsupptökum: Klippa: Þingmanni sparkað úr leikhúsi
Bandaríkin Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira