Melsungen vann Stuttgart með átta marka mun í kvöld, lokatölur 35-27. Elvar Örn skoraði fimm mörk og gaf tvær stoðsendingar á meðan Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk af línunni. Sigurinn lyftir Melsungen á toppinn með fullt hús stiga.
Þá skoraði Daníel Þór Ingason eitt mark þegar Balingen-Weilstetten gerði jafntefli, 28-28, við Eisenach á útivelli. Daníel Þór og félagar eru með fjögur stig að loknum fjórum leikjum.
Í Danmörku tapaði Ribe-Esbjerg með tveggja marka mun gegn SAH á heimavelli, lokatölur 20-22. Ágúst Elí Björgvinsson varði sex skot í liði Ribe-Esbjerg og Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark. Ribe-Esbjerg með fjögur stig að loknum fjórum leikjum.