Bretar banna banvæna hundategund Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2023 18:08 Hunda af tegundinni American bully XL geta orðið allt að sextíu kílógrömm. Getty Forsætisráðherra Bretlands hefur greint frá því að hundategundin American bully XL verði bönnuð í landinu í lok árs. Skyndileg aukning dauðsfalla í kjölfar árása hunda af tegundinni hefur orðið síðustu tvö ár. Síðastliðna viku hafa tvær alvarlegar árasir hunda af tegundinni American bully XL orðið í Bretlandi. Í gær varð einn slíkur karlmanni að bana í bænum Walsall. Á laugardag réðst hundur af sömu tegund á ellefu ára stúlku auk tveggja karlmanna í bænum Bordesley Green. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur nú sagt að hundategundin verði endanlega bönnuð í landinu við lok þessa árs, samkvæmt frétt BBC. Þá segir að eigendur séu mótfallnir banninu og segi að þrátt fyrir ógnvekjandi útlit hundanna séu þeir hin vænstu gæludýr. Hundategundin American Bully XL er sögð hafa orðið til undir lok níunda áratugar síðustu aldar þegar ræktendur blönduðu hundategundunum American pit bull terrier og American staffordshire saman. Hundar af tegundinni geta vegið allt að sextíu kílóum og orðið nógu sterkir til þess að tækla fullorðinn mann. Tíu dauðsföll í fyrra Auk þeirra tveggja árása sem orðið hafa síðastliðna viku hefur orðið mikil aukning í árásum tegundarinnar síðustu tvö ár. Í apríl urðu tveir hundar af tegundinni 65 ára gamalli konu að bana þegar hún reyndi að stía í sundur hundana sína tvo er þeir slógust. Í fyrra lést sautján mánaða barn eftir að fjölskylduhundurinn, sem var af tegundinni American bully XL, réðst á það. Þá lést tíu ára barn í Caerphilly árið 2021 eftir að slíkur hundur veittist að því. Í tímaritinu Public Health journal segir að skyndileg aukning hafi orðið í dauðsföllum tengdum árásum hunda á árinu 2022, þau hafi verið tíu talsins það ár í Englandi og Wales. Talið er að heildarfjöldi dauðsfalla vegna slíkra árása frá árinu 2021 sé fjórtán. Hundar Bretland Dýr England Tengdar fréttir Lést af sárum sínum eftir árás hunds Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi. 23. apríl 2023 19:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Síðastliðna viku hafa tvær alvarlegar árasir hunda af tegundinni American bully XL orðið í Bretlandi. Í gær varð einn slíkur karlmanni að bana í bænum Walsall. Á laugardag réðst hundur af sömu tegund á ellefu ára stúlku auk tveggja karlmanna í bænum Bordesley Green. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur nú sagt að hundategundin verði endanlega bönnuð í landinu við lok þessa árs, samkvæmt frétt BBC. Þá segir að eigendur séu mótfallnir banninu og segi að þrátt fyrir ógnvekjandi útlit hundanna séu þeir hin vænstu gæludýr. Hundategundin American Bully XL er sögð hafa orðið til undir lok níunda áratugar síðustu aldar þegar ræktendur blönduðu hundategundunum American pit bull terrier og American staffordshire saman. Hundar af tegundinni geta vegið allt að sextíu kílóum og orðið nógu sterkir til þess að tækla fullorðinn mann. Tíu dauðsföll í fyrra Auk þeirra tveggja árása sem orðið hafa síðastliðna viku hefur orðið mikil aukning í árásum tegundarinnar síðustu tvö ár. Í apríl urðu tveir hundar af tegundinni 65 ára gamalli konu að bana þegar hún reyndi að stía í sundur hundana sína tvo er þeir slógust. Í fyrra lést sautján mánaða barn eftir að fjölskylduhundurinn, sem var af tegundinni American bully XL, réðst á það. Þá lést tíu ára barn í Caerphilly árið 2021 eftir að slíkur hundur veittist að því. Í tímaritinu Public Health journal segir að skyndileg aukning hafi orðið í dauðsföllum tengdum árásum hunda á árinu 2022, þau hafi verið tíu talsins það ár í Englandi og Wales. Talið er að heildarfjöldi dauðsfalla vegna slíkra árása frá árinu 2021 sé fjórtán.
Hundar Bretland Dýr England Tengdar fréttir Lést af sárum sínum eftir árás hunds Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi. 23. apríl 2023 19:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Lést af sárum sínum eftir árás hunds Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi. 23. apríl 2023 19:25