Þingmanni sparkað úr leikhúsi: „Veistu ekki hver ég er?“ Árni Sæberg skrifar 15. september 2023 08:36 Lauren Boebert er öldungardeildarþingmaður Repúblikana. Patrick Semansky/AP Lauren Boebert, fulltrúadeildarþingmanni í Bandaríkjunum, var sparkað úr leikhúsi í Denver í gærkvöldi fyrir að hafa reykt rafsígarettu, verið í símanum og með háreysti. Þetta segir í frétt The Denver Post um atvikið. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að tveimur gestum hafi verið vísað á dyr eftir ítrekaðar kvartanir frá öðrum leikhúsgestum. Í tilkynningu er Boebert ekki nafngreind, en í upptökum úr öryggismyndavélum sést greinilega að um þingmanninn er að ræða. Samanklippt myndskeið frá AP fréttaveitunni má sjá hér að neðan: Aðstoðarmaðurinn staðfestir atvikið Blaðamaður Denver Post hafði samband við Drew Sexton, aðstoðarmann Boebert, sem staðfesti að um hana hafi verið að ræða í leikhúsinu. „Ég get staðfest ótrúlegan og hneykslanlegan orðróm um að Boebert þingkona sé stuðningsmaður sviðslistanna í frítíma sínum og, örfáum til armæðu, að hún hafi notið sýningarinnar Beetlejuice ákaft um helgina.“ Beetlejuice er Broadway-söngleikur eftir samnefndri kvikmynd Tims Burton, sem er nú á ferðalagi um Bandaríkin. Sexton þvertekur fyrir það að Boebert hafi reykt rafsígarettu og segir að hún hafi aðeins verið að skemmta sér. Þá hvetur hann alla til þess að fara á leiksýninguna en einnig til þess að skilja símann eftir heima til öryggis. Hringdu á lögreglu Í tilkynningu frá leikhúsinu er haft eftir sætavísi að hann hafi varað Boebert og félaga hennar við í hléi að þeim yrði vísað á dyr, létu þau ekki af háttsemi sinni, eftir að hafa fengið fjölda kvartana frá leikhúsgestum. Þau hafi þó haldið áfram uppteknum hætti eftir hlé og hann því vísað þeim á dyr en þau setið sem fastast. Þá hafi hann sagst ætla að hringja til lögreglu og Boebert hvatt hann til þess. Á meðan þau voru leidd út úr leikhúsinu hafi Boebort sagt hluti á borð við „veistu ekki hver ég er?“, „ég sit í stjórninni [leikhússins] og „ég hef samband við borgarstjórann.“ Bandaríkin Leikhús Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Þetta segir í frétt The Denver Post um atvikið. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að tveimur gestum hafi verið vísað á dyr eftir ítrekaðar kvartanir frá öðrum leikhúsgestum. Í tilkynningu er Boebert ekki nafngreind, en í upptökum úr öryggismyndavélum sést greinilega að um þingmanninn er að ræða. Samanklippt myndskeið frá AP fréttaveitunni má sjá hér að neðan: Aðstoðarmaðurinn staðfestir atvikið Blaðamaður Denver Post hafði samband við Drew Sexton, aðstoðarmann Boebert, sem staðfesti að um hana hafi verið að ræða í leikhúsinu. „Ég get staðfest ótrúlegan og hneykslanlegan orðróm um að Boebert þingkona sé stuðningsmaður sviðslistanna í frítíma sínum og, örfáum til armæðu, að hún hafi notið sýningarinnar Beetlejuice ákaft um helgina.“ Beetlejuice er Broadway-söngleikur eftir samnefndri kvikmynd Tims Burton, sem er nú á ferðalagi um Bandaríkin. Sexton þvertekur fyrir það að Boebert hafi reykt rafsígarettu og segir að hún hafi aðeins verið að skemmta sér. Þá hvetur hann alla til þess að fara á leiksýninguna en einnig til þess að skilja símann eftir heima til öryggis. Hringdu á lögreglu Í tilkynningu frá leikhúsinu er haft eftir sætavísi að hann hafi varað Boebert og félaga hennar við í hléi að þeim yrði vísað á dyr, létu þau ekki af háttsemi sinni, eftir að hafa fengið fjölda kvartana frá leikhúsgestum. Þau hafi þó haldið áfram uppteknum hætti eftir hlé og hann því vísað þeim á dyr en þau setið sem fastast. Þá hafi hann sagst ætla að hringja til lögreglu og Boebert hvatt hann til þess. Á meðan þau voru leidd út úr leikhúsinu hafi Boebort sagt hluti á borð við „veistu ekki hver ég er?“, „ég sit í stjórninni [leikhússins] og „ég hef samband við borgarstjórann.“
Bandaríkin Leikhús Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira