Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2023 09:35 Teikning af fjarreikistjörnunni K2-18b. Hún gæti verið svonefnd hafvetnisreikistjarna með yfirborði fljótandi vatns. NASA, CSA, ESA, J. Olmsted (STScI), Science: N. Madhusudhan (Cam Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. K2-18b er reikistjarna, um 8,6 sinnum massameiri en jörðin og fimm sinnum stærri að þvermáli, í lífbelti rauðrar dvergstjörnu í 120 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu ljóninu. Tilgátur hafa verið um að hún kunni að vera svonefnd hafvetnisreikistjarna, reikistjarna með vetnisríkt andrúmslof og vatnshaf, frá því að hún fannst árið 2015. Nýlegar athuganir James Webb-geimsjónaukans á K2-18b benda til þess að í andrúmslofti hennar sé að finna bæði metan og koldíoxíð. Lítið reyndist hins vegar af ammoníaki, sem leysist greiðlega upp í vatni. Þetta er talið styrkja þá trú vísindamanna að undir andrúmsloftinu leynist fljótandi vatnshaf, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um uppgötvunina. Þrátt fyrir að K2-18b sé töluvert frábrugðin jörðinni og beri að mörgu leyti meiri líkindi við Neptúnus telja sumir stjörnufræðingar að hafvetnisreikistjörnur geti verið lífvænlegar. Því þykja vísindamönnunum sem gerðu rannsóknina nú það spennandi tíðindi að Webb hafi fundið merki um sameindina dímetýlsúlfíð. Á jörðinni eru það eingöngu lífverur sem framleiða hana, fyrst og fremst ljóstillífandi bláþörungar í sjónum. Niðurstöður Webb um dímetýlsúlfíð eru þó ekki staðfestar en til stendur að rannsaka reikistjörnuna frekar til þess fá betur úr því skorið hvort að sameindin sé raunverulega til staðar þar. Efnasamsetning lofthjúps K2-18b. Webb-sjónaukinn nam ljós sem skein í gegnum lofthjúpinn þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna frá jörðinni séð. Efni í lofthjúpnum skilja eftir sig verksummerki í ljósinu sem gera vísindamönnum kleift að efnagreina hann.Illustration: NASA, CSA, ESA, R. Crawford (STScI), J. Olmsted (S Hafið gæti verið of heitt fyrir líf Fleiri varnagla um mögulegan lífvænleika K2-18b þarf að slá. Þó að hún sé í lífbelti móðurstjörnu sinnar, þar sem hitinn er hvorki of mikill eða lítill til að vatn geti verið á fljótandi formi, er margt á huldu um hafvetnisreikistjörnur. Þó að þær séu algengustu fjarreikistjörnurnar sem menn hafa fundið til þessa í Vetrarbrautinni er enga slíka að finna í sólkerfinu okkar. Stærð reikistjörnunnar gæti þýtt að innviðum hennar svipi frekar til Neptúnusar en bergreikistjarna eins og jarðarinnar. Líklegt er þannig að undir niðri sé að finna stóran möttul úr ís undir miklum þrýstingi. Yfirborðið gæti verið úr fljótandi vatni með þunnum vetnislofthjúp, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Allt eins líklegt er þó talið að hafið væri of heitt til þess að líf gæti þrifist í því eða að vatn gæti hreinlega ekki verið á fljótandi formi á reikistjörnum af þessu tagi. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Webb mældi hitastig á innstu reikistjörnu Trappist Hitastigið á dagshlið fjarreikistjörnunnar Trappist-1 b nær um 230 gráðum og gefur það til kynna að ekkert andrúmsloft sé þar að finna. Þetta segja meðlimir alþjóðlegs teymis vísindamanna sem beindu öflugum linsum James Webb geimsjónaukans (JWST) að fjarreikistjörnunni. 28. mars 2023 10:24 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi. 22. nóvember 2022 17:04 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira
K2-18b er reikistjarna, um 8,6 sinnum massameiri en jörðin og fimm sinnum stærri að þvermáli, í lífbelti rauðrar dvergstjörnu í 120 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu ljóninu. Tilgátur hafa verið um að hún kunni að vera svonefnd hafvetnisreikistjarna, reikistjarna með vetnisríkt andrúmslof og vatnshaf, frá því að hún fannst árið 2015. Nýlegar athuganir James Webb-geimsjónaukans á K2-18b benda til þess að í andrúmslofti hennar sé að finna bæði metan og koldíoxíð. Lítið reyndist hins vegar af ammoníaki, sem leysist greiðlega upp í vatni. Þetta er talið styrkja þá trú vísindamanna að undir andrúmsloftinu leynist fljótandi vatnshaf, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um uppgötvunina. Þrátt fyrir að K2-18b sé töluvert frábrugðin jörðinni og beri að mörgu leyti meiri líkindi við Neptúnus telja sumir stjörnufræðingar að hafvetnisreikistjörnur geti verið lífvænlegar. Því þykja vísindamönnunum sem gerðu rannsóknina nú það spennandi tíðindi að Webb hafi fundið merki um sameindina dímetýlsúlfíð. Á jörðinni eru það eingöngu lífverur sem framleiða hana, fyrst og fremst ljóstillífandi bláþörungar í sjónum. Niðurstöður Webb um dímetýlsúlfíð eru þó ekki staðfestar en til stendur að rannsaka reikistjörnuna frekar til þess fá betur úr því skorið hvort að sameindin sé raunverulega til staðar þar. Efnasamsetning lofthjúps K2-18b. Webb-sjónaukinn nam ljós sem skein í gegnum lofthjúpinn þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna frá jörðinni séð. Efni í lofthjúpnum skilja eftir sig verksummerki í ljósinu sem gera vísindamönnum kleift að efnagreina hann.Illustration: NASA, CSA, ESA, R. Crawford (STScI), J. Olmsted (S Hafið gæti verið of heitt fyrir líf Fleiri varnagla um mögulegan lífvænleika K2-18b þarf að slá. Þó að hún sé í lífbelti móðurstjörnu sinnar, þar sem hitinn er hvorki of mikill eða lítill til að vatn geti verið á fljótandi formi, er margt á huldu um hafvetnisreikistjörnur. Þó að þær séu algengustu fjarreikistjörnurnar sem menn hafa fundið til þessa í Vetrarbrautinni er enga slíka að finna í sólkerfinu okkar. Stærð reikistjörnunnar gæti þýtt að innviðum hennar svipi frekar til Neptúnusar en bergreikistjarna eins og jarðarinnar. Líklegt er þannig að undir niðri sé að finna stóran möttul úr ís undir miklum þrýstingi. Yfirborðið gæti verið úr fljótandi vatni með þunnum vetnislofthjúp, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Allt eins líklegt er þó talið að hafið væri of heitt til þess að líf gæti þrifist í því eða að vatn gæti hreinlega ekki verið á fljótandi formi á reikistjörnum af þessu tagi.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Webb mældi hitastig á innstu reikistjörnu Trappist Hitastigið á dagshlið fjarreikistjörnunnar Trappist-1 b nær um 230 gráðum og gefur það til kynna að ekkert andrúmsloft sé þar að finna. Þetta segja meðlimir alþjóðlegs teymis vísindamanna sem beindu öflugum linsum James Webb geimsjónaukans (JWST) að fjarreikistjörnunni. 28. mars 2023 10:24 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi. 22. nóvember 2022 17:04 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira
Webb mældi hitastig á innstu reikistjörnu Trappist Hitastigið á dagshlið fjarreikistjörnunnar Trappist-1 b nær um 230 gráðum og gefur það til kynna að ekkert andrúmsloft sé þar að finna. Þetta segja meðlimir alþjóðlegs teymis vísindamanna sem beindu öflugum linsum James Webb geimsjónaukans (JWST) að fjarreikistjörnunni. 28. mars 2023 10:24
Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53
Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi. 22. nóvember 2022 17:04