Norðmaðurinn dæmdur fyrir ósæmilega meðferð á líki Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2023 13:47 Frystikistan sem maðurinn geymdi konuna í. Åklagarmyndigheten Norskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar í Svíþjóð. Hann geymdi lík sambýliskonu sinnar í frysti á sveitabæ sínum í fimm ár. Norskur karlmaður hefur verið dæmdur í 3,5 hálfs árs fangelsi fyrir að vanhelga líkamsleifar, að brjóta á reglum um greftrun, skjalafals og fjársvik. Maðurinn geymdi lík látinnar sambýliskonu sinnar í frystikistu á sveitabæ sínum í Svíþjóð í um fimm ár, færði ýmsar eignir hennar yfir á sig og innheimti bætur í hennar nafni í fimm ár. Auk þess að sitja í fangelsi hefur honum því verið gert að greiða NAV, sem er norska velferðar- og vinnumálastofnunin, 1,5 milljón norskra króna til baka. Það samsvara um tæpum 19 milljónum íslenskum króna. Maðurinn var upprunalega kærður fyrir manndráp en nákvæm dánarorsök fannst ekki við krufningu og var sú kæra því látin falla niður. Í ágúst var hann svo fundinn sakhæfur og í kjölfarið dæmdur til fangelsisvistar. Við yfirheyrslu sagði maðurinn að hann hefði lofað konunni sinni að jarða hana á sama stað og hundurinn þeirra, Loki, var jarðaður. Hann hafi þannig ætlað að geyma hana í frystinum þar til að vori en að hann svo aldrei lokið verkinu vegna ýmissa vandamála, tengdum geðheilsu hans og misnotkun á áfengi. „Ég missti stjórnina og hugsaði bara um hana. Ég jarðaði hana aldrei og hún var bara áfram í frystinum,“ sagði maðurinn. Haft er eftir lögmanni mannsins í frétt VG að hann telji refsinguna of háa, en ekki er ljóst hvort hann ætli að áfrýja. Maðurinn á að baki langan sakaferil og hefur áður hlotið dóm fyrir tvær nauðganir. Hann hefur alltaf neitað því að hafa myrt konuna. Noregur Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar konu í frysti Lögreglan í Vermalandi í Svíþjóð fann hluta af líki konu í frystikistu á sveitabæ í fyrradag. Talið er að líkið hafi verið í frystinum í fjölda ára og karlmaður er sagður hafa játað að hafa myrt konuna. 18. mars 2023 13:32 Játar að hafa sett konuna í frystinn og er með nauðgunardóma á bakinu Norskur karlmaður, sem var handtekinn á fimmtudag eftir að lík sambýliskonu hans fannst í frystikistu á sveitabæ hans í Vermalandi í Svíþjóð, hefur játað að hafa vanvirt lík konunnar en neitar að hafa myrt hana. Hann á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir tvær nauðganir. 20. mars 2023 23:46 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Norskur karlmaður hefur verið dæmdur í 3,5 hálfs árs fangelsi fyrir að vanhelga líkamsleifar, að brjóta á reglum um greftrun, skjalafals og fjársvik. Maðurinn geymdi lík látinnar sambýliskonu sinnar í frystikistu á sveitabæ sínum í Svíþjóð í um fimm ár, færði ýmsar eignir hennar yfir á sig og innheimti bætur í hennar nafni í fimm ár. Auk þess að sitja í fangelsi hefur honum því verið gert að greiða NAV, sem er norska velferðar- og vinnumálastofnunin, 1,5 milljón norskra króna til baka. Það samsvara um tæpum 19 milljónum íslenskum króna. Maðurinn var upprunalega kærður fyrir manndráp en nákvæm dánarorsök fannst ekki við krufningu og var sú kæra því látin falla niður. Í ágúst var hann svo fundinn sakhæfur og í kjölfarið dæmdur til fangelsisvistar. Við yfirheyrslu sagði maðurinn að hann hefði lofað konunni sinni að jarða hana á sama stað og hundurinn þeirra, Loki, var jarðaður. Hann hafi þannig ætlað að geyma hana í frystinum þar til að vori en að hann svo aldrei lokið verkinu vegna ýmissa vandamála, tengdum geðheilsu hans og misnotkun á áfengi. „Ég missti stjórnina og hugsaði bara um hana. Ég jarðaði hana aldrei og hún var bara áfram í frystinum,“ sagði maðurinn. Haft er eftir lögmanni mannsins í frétt VG að hann telji refsinguna of háa, en ekki er ljóst hvort hann ætli að áfrýja. Maðurinn á að baki langan sakaferil og hefur áður hlotið dóm fyrir tvær nauðganir. Hann hefur alltaf neitað því að hafa myrt konuna.
Noregur Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar konu í frysti Lögreglan í Vermalandi í Svíþjóð fann hluta af líki konu í frystikistu á sveitabæ í fyrradag. Talið er að líkið hafi verið í frystinum í fjölda ára og karlmaður er sagður hafa játað að hafa myrt konuna. 18. mars 2023 13:32 Játar að hafa sett konuna í frystinn og er með nauðgunardóma á bakinu Norskur karlmaður, sem var handtekinn á fimmtudag eftir að lík sambýliskonu hans fannst í frystikistu á sveitabæ hans í Vermalandi í Svíþjóð, hefur játað að hafa vanvirt lík konunnar en neitar að hafa myrt hana. Hann á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir tvær nauðganir. 20. mars 2023 23:46 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Fundu líkamsleifar konu í frysti Lögreglan í Vermalandi í Svíþjóð fann hluta af líki konu í frystikistu á sveitabæ í fyrradag. Talið er að líkið hafi verið í frystinum í fjölda ára og karlmaður er sagður hafa játað að hafa myrt konuna. 18. mars 2023 13:32
Játar að hafa sett konuna í frystinn og er með nauðgunardóma á bakinu Norskur karlmaður, sem var handtekinn á fimmtudag eftir að lík sambýliskonu hans fannst í frystikistu á sveitabæ hans í Vermalandi í Svíþjóð, hefur játað að hafa vanvirt lík konunnar en neitar að hafa myrt hana. Hann á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir tvær nauðganir. 20. mars 2023 23:46