Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. september 2023 21:47 Eftirlit hefur verið hert verulega um allt land. MET/AP Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. Maðurinn heitir Daniel Abed Khalife og er 21 árs. Hann var handtekinn þegar hann gegndi herþjónustu, sakaður um að hafa komið gervisprengjum fyrir á herstöð sinni í janúar á þessu ári. Khalife er einnig grunaður um landráð, með því hafa reynt að njósna fyrir annað ríki, sem talið er vera Íran. Khalife var að sinna eldhússtörfum í fangelsinu þegar hann er talinn hafa sloppið út. Hann á að hafa bundið sig undir sendiferðarbíl og sloppið þannig í gegnum varnir fangelsisins. Lögregla telur sig nú hafa fundið vitni, sem kveðst hafa séð Khalife koma undan sendiferðarbílnum, á Trinity Road. Hann er talinn hafa farið fótgangandi að Wandsworth verslunarmiðstöðinni í Lundúnum. Eins og fyrr segir stendur mikil leit yfir. 150 lögregluþjónar hafa tekið þátt í leitinni og umfangsmesta leitin hefur farið fram í Lundúnum. Lögreglan útilokar þó ekki að Khalife hafi komist út úr borginni og kannar því alla möguleika. „Ég vil að almenningur viti að lögreglumenn vinni að baki brotnu við að ná strokufanganum. Þetta er gríðarstórt aðgerð og við munum finna hann,“ sagði Dominic Murphy sem leiðir lögregluaðgerðirnar við Breska ríkisútvarpið. Hann hvatti Khalife sömuleiðis til að stíga fram. Almenningur hefur verið duglegur að hjálpa til við leitina og allir sem kunna að hafa séð Khalife eru beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu. Khalife er ekki talinn hættulegur en fólk er beðið um að nálgast hann ekki. Bretland England Erlend sakamál Tengdar fréttir Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Maðurinn heitir Daniel Abed Khalife og er 21 árs. Hann var handtekinn þegar hann gegndi herþjónustu, sakaður um að hafa komið gervisprengjum fyrir á herstöð sinni í janúar á þessu ári. Khalife er einnig grunaður um landráð, með því hafa reynt að njósna fyrir annað ríki, sem talið er vera Íran. Khalife var að sinna eldhússtörfum í fangelsinu þegar hann er talinn hafa sloppið út. Hann á að hafa bundið sig undir sendiferðarbíl og sloppið þannig í gegnum varnir fangelsisins. Lögregla telur sig nú hafa fundið vitni, sem kveðst hafa séð Khalife koma undan sendiferðarbílnum, á Trinity Road. Hann er talinn hafa farið fótgangandi að Wandsworth verslunarmiðstöðinni í Lundúnum. Eins og fyrr segir stendur mikil leit yfir. 150 lögregluþjónar hafa tekið þátt í leitinni og umfangsmesta leitin hefur farið fram í Lundúnum. Lögreglan útilokar þó ekki að Khalife hafi komist út úr borginni og kannar því alla möguleika. „Ég vil að almenningur viti að lögreglumenn vinni að baki brotnu við að ná strokufanganum. Þetta er gríðarstórt aðgerð og við munum finna hann,“ sagði Dominic Murphy sem leiðir lögregluaðgerðirnar við Breska ríkisútvarpið. Hann hvatti Khalife sömuleiðis til að stíga fram. Almenningur hefur verið duglegur að hjálpa til við leitina og allir sem kunna að hafa séð Khalife eru beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu. Khalife er ekki talinn hættulegur en fólk er beðið um að nálgast hann ekki.
Bretland England Erlend sakamál Tengdar fréttir Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40