Vonaðist til að verða ekki spurð hvernig faðir sinn hefði dáið Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2023 23:31 Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, segir fordóma um sjálfsvíg enn vera til staðar. Bylgjan Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, ræddi um sjálfsvíg föður síns í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann féll frá árið 2001 þegar Arna var einungis sextán ára gömul. Tilefni viðtalsins er átakið gulur september, en markmið þess er að vekja athygli á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. „Það er nógu og erfitt fyrir unglingsstúlku að segja að pabbi hennar hafi dáið. Það eitt er mjög erfitt eitt og sér, en það sem fylgdi alltaf á eftir þegar maður er umvafinn sextán ára krökkum: „Hvernig dó hann?“ Sú spurning var alltaf erfiðari,“ segir Arna sem bætir við að hún hafi alltaf vonast til að hún þyrfti ekki að svara umræddri spurningu. Hún segir jafnframt að skiptar skoðanir hafi verið innan fjölskyldunnar um það hvernig skyldi ræða andlátið. Sumir hafi hreinlega viljað ræða um það sem slys, því sjálfsvíg væri svo neikvætt. „Þetta var ekki eins og andlát eftir veikindi, sem sjálfsvíg er. Heldur var þetta eitthvað sem átti að skammast sín fyrir. Og þegar staðan er sú, að einhver eigi að skammast sín þá verður niðurstaðan sú að einhver beri ábyrgð á því.“ Arna var hins vegar á annari skoðun. Henni fannst mikilvægt að það væri ekki leyndarmál hvernig faðir hennar dó. Þegar hún ritaði um hann minningargrein sextán ára gömul, þá lagði hún sig fram við að taka dánarorsökina fram. Að sögn Örnu hefur mjög margt breyst á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá andlátinu. Fólk sé tilbúnara að ræða um sjálfsvíg í dag. Henni þykir mikilvægt að sú þróun haldi áfram og að umræðan verði eðlileg. Að þessu leiti líkir hún sjálfsvígsandlátum við andlát af völdum krabbameins. Til séu alls konar tegundir af krabbameini sem beri að með mismundandi hætti. Það sama megi segja um sjálfsvíg. „En það er eitthvað við sjálfsvíg sem fær fólk til að geta í einhverjar eyður og það fer að spyrja: „Nú ég hélt að það hefði verið allt í lagi þarna?“ Geðheilbrigðismál eru þannig að fólk fer að greina og hafa einhverja skoðun, en geðheilbrigðismál eru bara heilbrigðismál,“ segir Arna, sem tekur fram að fordómar um sjálfsvíg séu enn til staðar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Það er nógu og erfitt fyrir unglingsstúlku að segja að pabbi hennar hafi dáið. Það eitt er mjög erfitt eitt og sér, en það sem fylgdi alltaf á eftir þegar maður er umvafinn sextán ára krökkum: „Hvernig dó hann?“ Sú spurning var alltaf erfiðari,“ segir Arna sem bætir við að hún hafi alltaf vonast til að hún þyrfti ekki að svara umræddri spurningu. Hún segir jafnframt að skiptar skoðanir hafi verið innan fjölskyldunnar um það hvernig skyldi ræða andlátið. Sumir hafi hreinlega viljað ræða um það sem slys, því sjálfsvíg væri svo neikvætt. „Þetta var ekki eins og andlát eftir veikindi, sem sjálfsvíg er. Heldur var þetta eitthvað sem átti að skammast sín fyrir. Og þegar staðan er sú, að einhver eigi að skammast sín þá verður niðurstaðan sú að einhver beri ábyrgð á því.“ Arna var hins vegar á annari skoðun. Henni fannst mikilvægt að það væri ekki leyndarmál hvernig faðir hennar dó. Þegar hún ritaði um hann minningargrein sextán ára gömul, þá lagði hún sig fram við að taka dánarorsökina fram. Að sögn Örnu hefur mjög margt breyst á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá andlátinu. Fólk sé tilbúnara að ræða um sjálfsvíg í dag. Henni þykir mikilvægt að sú þróun haldi áfram og að umræðan verði eðlileg. Að þessu leiti líkir hún sjálfsvígsandlátum við andlát af völdum krabbameins. Til séu alls konar tegundir af krabbameini sem beri að með mismundandi hætti. Það sama megi segja um sjálfsvíg. „En það er eitthvað við sjálfsvíg sem fær fólk til að geta í einhverjar eyður og það fer að spyrja: „Nú ég hélt að það hefði verið allt í lagi þarna?“ Geðheilbrigðismál eru þannig að fólk fer að greina og hafa einhverja skoðun, en geðheilbrigðismál eru bara heilbrigðismál,“ segir Arna, sem tekur fram að fordómar um sjálfsvíg séu enn til staðar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira