„Mér finnst þetta algjörlega fjarstæðukennt“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. september 2023 23:42 Halla Helgadóttir er íbúi í hverfinu og segir hugmyndir sendiráðsins fjarstæðukenndar. Vísir/Einar Nágrannar sendiherrabústaðar Bandaríkjanna við Sólvallagötu eru uggandi yfir hugmyndum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Íbúi í hverfinu segir hugmyndirnar fráleitar. Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Íbúar hverfisins virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu. „Mér finnst þessar hugmyndir um að setja háar girðingar og varðmann í byggingu sem er svona áberandi eins og þessi bara mjög ámælisvert,“ segir Halla Helgadóttir íbúi í hverfinu. Hverfið sé friðsælt íbúðahverfi þar sem börn séu á leik og fjölskyldur búi og telji sig vera fullkomlega öruggar. „Mér finnst þetta algjörlega fjarstæðukennt,“ segir Halla um hugmyndirnar. Það að þörf sé á slíkum öryggisvörnum sé ákveðin ógn við hverfið. „Ef að fólk eins og sendiherra telur sér ógnað þá finnst mér bara kurteisislegt og rétt að það finni sér húsnæði sem er einhvers staðar í jaðri þar sem fólk sér ekki þessar varnir sem viðkomandi telur sig þurfa að hafa. Ég meina forseti Íslands er með skrifstofu hérna rétt hjá en ekki eru neinar varnir það og engar á Bessastöðum. Það er engin hefð fyrir neinu svona hér,“ segir Halla jafnframt. Íbúar hverfisins séu mótfallnir hugmyndunum og að það yrði áfall ef leyfi fyrir framkvæmdunum yrði veitt. Samkvæmt skriflegum svörum Reykjavíkurborgar sendi sendiráðið borginni fyrirspurn og teikningar vegna fyrirhugaðra breytinga í tvígang í fyrra. Í fyrstu hafnaði borgin sendiráðinu og í það síðara var niðurstaða skipulagsfulltrúa sú að vegna sérstakra aðstæðna yrði ekki gert skipulagsleg athugasemd við að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn um girðingu, vakthús og viðbyggingu þegar eða ef hún bærist. Nýjasta beiðni sendiráðsins verður tekin fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa á morgun og vísað til verkefnastjóra til frekari skoðunar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um grenndarkynningu vegna málsins. Bandaríkin Reykjavík Öryggis- og varnarmál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júnî „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Íbúar hverfisins virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu. „Mér finnst þessar hugmyndir um að setja háar girðingar og varðmann í byggingu sem er svona áberandi eins og þessi bara mjög ámælisvert,“ segir Halla Helgadóttir íbúi í hverfinu. Hverfið sé friðsælt íbúðahverfi þar sem börn séu á leik og fjölskyldur búi og telji sig vera fullkomlega öruggar. „Mér finnst þetta algjörlega fjarstæðukennt,“ segir Halla um hugmyndirnar. Það að þörf sé á slíkum öryggisvörnum sé ákveðin ógn við hverfið. „Ef að fólk eins og sendiherra telur sér ógnað þá finnst mér bara kurteisislegt og rétt að það finni sér húsnæði sem er einhvers staðar í jaðri þar sem fólk sér ekki þessar varnir sem viðkomandi telur sig þurfa að hafa. Ég meina forseti Íslands er með skrifstofu hérna rétt hjá en ekki eru neinar varnir það og engar á Bessastöðum. Það er engin hefð fyrir neinu svona hér,“ segir Halla jafnframt. Íbúar hverfisins séu mótfallnir hugmyndunum og að það yrði áfall ef leyfi fyrir framkvæmdunum yrði veitt. Samkvæmt skriflegum svörum Reykjavíkurborgar sendi sendiráðið borginni fyrirspurn og teikningar vegna fyrirhugaðra breytinga í tvígang í fyrra. Í fyrstu hafnaði borgin sendiráðinu og í það síðara var niðurstaða skipulagsfulltrúa sú að vegna sérstakra aðstæðna yrði ekki gert skipulagsleg athugasemd við að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn um girðingu, vakthús og viðbyggingu þegar eða ef hún bærist. Nýjasta beiðni sendiráðsins verður tekin fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa á morgun og vísað til verkefnastjóra til frekari skoðunar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um grenndarkynningu vegna málsins.
Bandaríkin Reykjavík Öryggis- og varnarmál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júnî „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira