„Mér finnst þetta algjörlega fjarstæðukennt“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. september 2023 23:42 Halla Helgadóttir er íbúi í hverfinu og segir hugmyndir sendiráðsins fjarstæðukenndar. Vísir/Einar Nágrannar sendiherrabústaðar Bandaríkjanna við Sólvallagötu eru uggandi yfir hugmyndum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Íbúi í hverfinu segir hugmyndirnar fráleitar. Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Íbúar hverfisins virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu. „Mér finnst þessar hugmyndir um að setja háar girðingar og varðmann í byggingu sem er svona áberandi eins og þessi bara mjög ámælisvert,“ segir Halla Helgadóttir íbúi í hverfinu. Hverfið sé friðsælt íbúðahverfi þar sem börn séu á leik og fjölskyldur búi og telji sig vera fullkomlega öruggar. „Mér finnst þetta algjörlega fjarstæðukennt,“ segir Halla um hugmyndirnar. Það að þörf sé á slíkum öryggisvörnum sé ákveðin ógn við hverfið. „Ef að fólk eins og sendiherra telur sér ógnað þá finnst mér bara kurteisislegt og rétt að það finni sér húsnæði sem er einhvers staðar í jaðri þar sem fólk sér ekki þessar varnir sem viðkomandi telur sig þurfa að hafa. Ég meina forseti Íslands er með skrifstofu hérna rétt hjá en ekki eru neinar varnir það og engar á Bessastöðum. Það er engin hefð fyrir neinu svona hér,“ segir Halla jafnframt. Íbúar hverfisins séu mótfallnir hugmyndunum og að það yrði áfall ef leyfi fyrir framkvæmdunum yrði veitt. Samkvæmt skriflegum svörum Reykjavíkurborgar sendi sendiráðið borginni fyrirspurn og teikningar vegna fyrirhugaðra breytinga í tvígang í fyrra. Í fyrstu hafnaði borgin sendiráðinu og í það síðara var niðurstaða skipulagsfulltrúa sú að vegna sérstakra aðstæðna yrði ekki gert skipulagsleg athugasemd við að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn um girðingu, vakthús og viðbyggingu þegar eða ef hún bærist. Nýjasta beiðni sendiráðsins verður tekin fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa á morgun og vísað til verkefnastjóra til frekari skoðunar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um grenndarkynningu vegna málsins. Bandaríkin Reykjavík Öryggis- og varnarmál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Íbúar hverfisins virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu. „Mér finnst þessar hugmyndir um að setja háar girðingar og varðmann í byggingu sem er svona áberandi eins og þessi bara mjög ámælisvert,“ segir Halla Helgadóttir íbúi í hverfinu. Hverfið sé friðsælt íbúðahverfi þar sem börn séu á leik og fjölskyldur búi og telji sig vera fullkomlega öruggar. „Mér finnst þetta algjörlega fjarstæðukennt,“ segir Halla um hugmyndirnar. Það að þörf sé á slíkum öryggisvörnum sé ákveðin ógn við hverfið. „Ef að fólk eins og sendiherra telur sér ógnað þá finnst mér bara kurteisislegt og rétt að það finni sér húsnæði sem er einhvers staðar í jaðri þar sem fólk sér ekki þessar varnir sem viðkomandi telur sig þurfa að hafa. Ég meina forseti Íslands er með skrifstofu hérna rétt hjá en ekki eru neinar varnir það og engar á Bessastöðum. Það er engin hefð fyrir neinu svona hér,“ segir Halla jafnframt. Íbúar hverfisins séu mótfallnir hugmyndunum og að það yrði áfall ef leyfi fyrir framkvæmdunum yrði veitt. Samkvæmt skriflegum svörum Reykjavíkurborgar sendi sendiráðið borginni fyrirspurn og teikningar vegna fyrirhugaðra breytinga í tvígang í fyrra. Í fyrstu hafnaði borgin sendiráðinu og í það síðara var niðurstaða skipulagsfulltrúa sú að vegna sérstakra aðstæðna yrði ekki gert skipulagsleg athugasemd við að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn um girðingu, vakthús og viðbyggingu þegar eða ef hún bærist. Nýjasta beiðni sendiráðsins verður tekin fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa á morgun og vísað til verkefnastjóra til frekari skoðunar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um grenndarkynningu vegna málsins.
Bandaríkin Reykjavík Öryggis- og varnarmál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira