Öllum vegum við hátíðarsvæðið hefur verið lokað og hefur ekki verið hægt að tæma klósett á hátíðarsvæðinu um helgina. Von er á enn meiri rigningu í dag en hátíðinni líkur formlega á morgun og er áætlað að um 73 þúsund manns séu á hátíðarsvæðinu.
Í frétt AP fréttaveitunnar segir að enn sé ekki ljóst hvenær hátíðargestir munu geta yfirgefið svæðið. Héraðsmiðillinn Reno Gazette Journal segir þó að einhverjir hafi gengið rúma átta kílómetra í gegnum leðjuna til að komast af svæðinu. Í frétt RGJ segir að gífurlega erfitt sé að ganga í leðjunni.
Fógetinn í Washoe-sýslu, þar sem hátíðin er haldin, hefur beðið gesti um að reyna ekki að keyra af hátíðarsvæðinu eða inn á það. Fólk hefur líka verið beðið um að hætta að hringja í Neyðarlínuna til að fá almennar upplýsingar en forsvarsmenn hátíðarinnar hafa sett upp vefsíðu þar sem gestir eiga að geta nálgast helstu upplýsingar.
Due to flooding, the Nevada Department of Transportation has announced the closure of all travel lanes at Nevada State Route 447 near W Pyramid Lake Rd.
— Washoe Sheriff (@WashoeSheriff) September 2, 2023
Ákveðið var að fresta því að halda hina frægu brennu, sem hátíðin fær nafn sitt frá, en það átti að gerast í gærkvöldi. Óttast var að fólk myndi reyna að yfirgefa svæðið í massavís eftir brennuna.