Skoðun

Rafskaut minnka ekki þjáningu dýra

Henry Alexander Henrysson skrifar

Í fyrradag fengum við skýrslu frá starfshópi ráðherra þar sem verið var að skoða ýmsar mögulegar umbætur í veiðiaðferðum á stórhvelum.

Að mínum dómi er ekkert nýtt í þessari skýrslu, hún vissulega segir að það sé hægt að bæta veiðiaðferðir að einhverju marki.

En reyndar lokar skýrslan sem betur fer endanlega að mínu mati á þessar hugmyndir um að nota rafmagn við veiðarnar, það held ég að sé alveg stórhættuleg hugmynd og ég veit ekki til þess að það sé nokkur vísindamaður í heiminum sem styður þær tillögur eða hugmyndir.

En fyrir mér þá svarar þessi skýrsla ekki aðal spurningunni, spurningunni sem við vorum að reyna að svara í byrjun júní hvort það væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela við veiðarnar.

Þessi skýrsla sem kom út í gær svarar þeirri spurningu ekki á nokkurn hátt enda reyna þau ekki einu sinni að svara henni.

Eftir að þessi skýrsla kemur út og í dag sé ég ekki hvernig ráðherra getur tekið aðra ákvörðun heldur en hún tók fyrr í sumar.

Við höfum engar nýjar upplýsingar um að það sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela, það er ekkert í þessari nýju skýrslu sem gefur það í skyn.

Þó að skýrslan gefi í skyn að það sé hægt að bæta veiðarnar eitthvað þá þýðir það ekki að það sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun hvalanna við veiðarnar.

Hugmyndin með að nota rafmagn við veiðarnar hefur ekkert að gera með að hafa þær mannúðlegri og láta hvali drepast fyrr.

Rafmagnið mun bara deyfa dýrið og láta það líta út fyrir að vera minna lifandi en það er og hreyfingarlausara á meðan því blæðir út og þar af leiðandi mun það koma miklu betur út á myndbandsupptöku.

Höfundur er heimspekingur.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×