Reyna að stöðva leiðangur að flaki Títaniks Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 14:04 Títanik leggur upp í örlagaríka jómfrúarferð sína frá Southampton á Englandi 10. apríl árið 1912. Skipið sökk í Norður-Atlantshafið tveimur dögum síðar. AP Bandarísk stjórnvöld reyna nú að koma í veg fyrir fyrirhugaðan leiðangur sem er ætlað að safna munum úr flaki Títaniks á botni Norður-Atlantshafsins. Þau telja að skilgreina skuli flakið sem helgan grafreit. Fyrirtækið RMST í Georgíu í Bandaríkjunum sem á rétt að bjargmunum úr flaki Títaniks stefnir að því að senda fjarstýrðan kafbát að því í maí á næsta ári. Hann á að taka myndir af flakinu, þar á meðal inni í því þar sem göt hafa myndast á skrokk skipsins. Til stendur að safna munum úr braki í kringum flakið og mögulega lausa muni innan úr því, að sögn AP-fréttastofunnar. Þessu mótmælir bandaríska alríkisstjórnin fyrir dómstóli í Virginíu. Hún segir að alríkislög og samkomulag sem bandarísk og bresk stjórnvöld gerðu sín á milli um að líta á flakið sem grafreit banni að farið sé inn í skipsskrokkinn eða hreyft við munum þar. RMST segist ekki hafa áform um að opna skipsskrokkinn eða fjarlægja nokkurn hluta flaksins að svo stöddu. Fyrirtækið ætli að hafa samráð við Haf- og loftslagsststofnun Bandaríkjanna (NOAA) en telji sig ekki þurfa að sækja um leyfi. Fyrirtækið hefur nú þegar safnað og varðveitt þúsundir muna úr flaki Títaniks, að eigin sögn. Fyrir þremur árum ætlaði sama fyrirtæki sér að skera gat á flakið til þess að ná í talstöð skipsins sem var notuð til þess að senda út örvæntingarfull neyðarköll. Þau áform fóru út um þúfur vegna kórónuveirufaraldursins og sambærilegt dómsmál þess og alríkisstjórnarinnar dagaði uppi. Fleiri en 1.500 manns fórust þegar Títanik rakst á ísjaka og sökk árið 1912. Skipið var þá stærsta skip sem smíðað hafði verið og var talið ósökkvandi. Það sökk í jómfrúarferð sinni frá Southampton á Englandi til New York í Bandaríkjunum. Bandaríkin Titanic Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Fyrirtækið RMST í Georgíu í Bandaríkjunum sem á rétt að bjargmunum úr flaki Títaniks stefnir að því að senda fjarstýrðan kafbát að því í maí á næsta ári. Hann á að taka myndir af flakinu, þar á meðal inni í því þar sem göt hafa myndast á skrokk skipsins. Til stendur að safna munum úr braki í kringum flakið og mögulega lausa muni innan úr því, að sögn AP-fréttastofunnar. Þessu mótmælir bandaríska alríkisstjórnin fyrir dómstóli í Virginíu. Hún segir að alríkislög og samkomulag sem bandarísk og bresk stjórnvöld gerðu sín á milli um að líta á flakið sem grafreit banni að farið sé inn í skipsskrokkinn eða hreyft við munum þar. RMST segist ekki hafa áform um að opna skipsskrokkinn eða fjarlægja nokkurn hluta flaksins að svo stöddu. Fyrirtækið ætli að hafa samráð við Haf- og loftslagsststofnun Bandaríkjanna (NOAA) en telji sig ekki þurfa að sækja um leyfi. Fyrirtækið hefur nú þegar safnað og varðveitt þúsundir muna úr flaki Títaniks, að eigin sögn. Fyrir þremur árum ætlaði sama fyrirtæki sér að skera gat á flakið til þess að ná í talstöð skipsins sem var notuð til þess að senda út örvæntingarfull neyðarköll. Þau áform fóru út um þúfur vegna kórónuveirufaraldursins og sambærilegt dómsmál þess og alríkisstjórnarinnar dagaði uppi. Fleiri en 1.500 manns fórust þegar Títanik rakst á ísjaka og sökk árið 1912. Skipið var þá stærsta skip sem smíðað hafði verið og var talið ósökkvandi. Það sökk í jómfrúarferð sinni frá Southampton á Englandi til New York í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Titanic Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira