Átta sentímetra ormur úr pýtonslöngu fjarlægður úr heila konu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2023 07:15 Ormurinn sem fjarlægður var úr heila konunnar. AP/Canberra Health Services Taugaskurðlækninum Hari Priya Bandi brá heldur betur í brún þegar hún fann átta sentímetra langan hringorm í framheila konu á sjúkrahúsi í Canberra í Ástralíu. Konan var fyrst lögð inn í janúar árið 2021 eftir að hafa þjáðst af kviðverkjum og niðurgangi, hósta, hita og nætursvita. Þegar leið á árið 2022 höfðu gleymska og þunglyndi bæst við einkennin og segulómum sýndi eitthvað óeðlilegt í framheilanum. „Guð minn góður, þú trúir því ekki hvað ég fann í heilanum á þessari konu... og það er lifandi og hreyfir sig,“ sagði taugaskurðlæknirinn við kollega sinn, smitsjúkdómalækninn Sanjaya Senanayake, þegar hún hringdi til að spyrja ráða um næstu skref. Teymi var sett saman til að bera kennsl á orminn og ákveða framhaldsmeðferð konunnar en utanaðkomandi sérfræðingur bar að lokum kennsl á kvikindið, sem reyndist vera hringormur sem hefur hingað til fundist í pýtonslöngum. Þetta er í fyrsta sinn sem sníkjudýrið finnst í manneskju og sérfræðingar segja tilfellið áminningu um þá hættu sem steðjar að manninum vegna sníkjudýra og sjúkdóma úr dýrum. Konan býr nærri vatni þar sem finna má pýtonslöngur og jafnvel þótt hún hafi ekki komist í snertingu við slöngurnar telja sérfræðingar að grös sem hún safnaði til átu hafi verið menguð slöngusaur. Gefa þurfti konunni lyf til að drepa mögulegar lirfur í öðrum líffærum líkamans en fara þurfti að öllu með gát í lyfjagjöfinni, þar sem líkaminn getur brugðist illa við þegar lirfurnar deyja. „Greyið sjúklingurinn, hún var svo hugrökk og dásamleg,“ segir Senanayake. „Þú vilt ekki vera fyrsti sjúklingurinn í heiminum með hringorm úr pýtonslöngu og við tökum hattin ofan fyrir henni. Hún er búin að vera dásamleg.“ Senanayake segir að jafnvel þótt umræddur ormur berist ekki á milli manna sé tilvikið þörf áminning. Bæði vegna þess að um 75 prósent nýrra smitsjúkdóma meðal manna megi rekja til dýra og vegna þess að sumir sjúkdómar af völdum dýrasmita greinist aldrei vegna þess hversu fágætir þeir eru. Vísindi Ástralía Dýr Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Konan var fyrst lögð inn í janúar árið 2021 eftir að hafa þjáðst af kviðverkjum og niðurgangi, hósta, hita og nætursvita. Þegar leið á árið 2022 höfðu gleymska og þunglyndi bæst við einkennin og segulómum sýndi eitthvað óeðlilegt í framheilanum. „Guð minn góður, þú trúir því ekki hvað ég fann í heilanum á þessari konu... og það er lifandi og hreyfir sig,“ sagði taugaskurðlæknirinn við kollega sinn, smitsjúkdómalækninn Sanjaya Senanayake, þegar hún hringdi til að spyrja ráða um næstu skref. Teymi var sett saman til að bera kennsl á orminn og ákveða framhaldsmeðferð konunnar en utanaðkomandi sérfræðingur bar að lokum kennsl á kvikindið, sem reyndist vera hringormur sem hefur hingað til fundist í pýtonslöngum. Þetta er í fyrsta sinn sem sníkjudýrið finnst í manneskju og sérfræðingar segja tilfellið áminningu um þá hættu sem steðjar að manninum vegna sníkjudýra og sjúkdóma úr dýrum. Konan býr nærri vatni þar sem finna má pýtonslöngur og jafnvel þótt hún hafi ekki komist í snertingu við slöngurnar telja sérfræðingar að grös sem hún safnaði til átu hafi verið menguð slöngusaur. Gefa þurfti konunni lyf til að drepa mögulegar lirfur í öðrum líffærum líkamans en fara þurfti að öllu með gát í lyfjagjöfinni, þar sem líkaminn getur brugðist illa við þegar lirfurnar deyja. „Greyið sjúklingurinn, hún var svo hugrökk og dásamleg,“ segir Senanayake. „Þú vilt ekki vera fyrsti sjúklingurinn í heiminum með hringorm úr pýtonslöngu og við tökum hattin ofan fyrir henni. Hún er búin að vera dásamleg.“ Senanayake segir að jafnvel þótt umræddur ormur berist ekki á milli manna sé tilvikið þörf áminning. Bæði vegna þess að um 75 prósent nýrra smitsjúkdóma meðal manna megi rekja til dýra og vegna þess að sumir sjúkdómar af völdum dýrasmita greinist aldrei vegna þess hversu fágætir þeir eru.
Vísindi Ástralía Dýr Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira