Það þarf ekki að sækja tekjur þar sem svigrúm er Kristófer Már Maronsson skrifar 25. ágúst 2023 14:01 Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Í öðru lagi spila aðilar vinnumarkaðarins enn stærra hlutverk en ríkisstjórnin og það sér það hver maður að verkalýðshreyfingin er ekki að tala fyrir því að samið verði um hóflegar launahækkanir. Slíkt birtist augljóslega í verðbólguvæntingum. Kristrún veit það vel að stýrivaxtahækkunin byggir ekki á því að almenningur hafi ekki trú á ríkisstjórninni. Hver er þróunin í helstu undirliðum verðbólgunnar? Húsnæðisliðurinn og alþjóðlegar verðhækkanir hafa minnkað frá síðustu vaxtaákvörðun og gengi krónunnar hækkað, sem ætti að gefa tilefni til þess að verð geti lækkað innanlands að öðru óbreyttu. Annað helst þó ekki óbreytt, heldur hafa laun hækkað um 10% undanfarið ár. Þá lentu mörg fyrirtæki í því að greiða afturvirkt laun eftir kjarasamninga í vor, en vörur og þjónusta höfðu verið seld á verði sem reiknað er út með þeim launum sem voru í gildi á hverjum tíma. Fyrirtæki þurftu að bregðast við með meiri hækkunum en ella til þess að fjármagna afturvirknina. Af hverju hækkuðu þá stýrivextir? Peningastefnunefnd, eins og markaðsaðilar og almenningur veit að fram undan er harður vetur. Kjarasamningar losna og samið verður um laun hjá flestum aðilum samfélagsins. Framleiðniaukning í landinu ber fyrrgreindar launahækkanir engan veginn. Það þýðir að verðmætasköpunin sem er að verða til í samfélaginu er minni en launahækkanirnar. Launahækkanir eru innistæðulausar til meðallangs tíma ef verðmætasköpun stendur ekki undir þeim. Það er eins og að hækka heimildina á kreditkortinu, á endanum kemur að skuldadögum og greiða þarf vexti af kreditkortaskuldinni. Í tilfelli óábyrgra launahækkana birtast skuldadagar sem verðbólga og við greiðum skuldina saman. Á hverjum bitnar verðbólgan verst? Verðbólgan bitnar verst á þeim sem lítið hafa á milli handanna. Þeir verkalýðsforkólfar sem hæst hrópa um kjör hinna verst stöddu þurfa að skoða samhengi hlutanna ef þeim er virkilega annt um þá sem verst hafa kjörin. Launahækkanir umfram framleiðniaukningu er einfaldasta uppskriftin að verðbólgu. Er aðilum vinnumarkaðarins einum um að kenna? Nei. Getur ríkisstjórnin gert betur? Já. Það þurfa allir að gera betur, ekki bara ríkisstjórnin og ekki bara aðilar vinnumarkaðarins. Það þarf samspil peningastefnu, ríkisfjármála og aðila vinnumarkaðarins auk stöðugleika í helstu viðskiptalöndum okkar til að halda stöðugu verðlagi á Íslandi. Að sækja tekjur í bankana Samfylkingin vill hækka bankaskattinn aftur til að fjármagna svokallaðan kjarapakka. Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar nauðsynlegur vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður. Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Kristrún vill gera eitthvað fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu sem eru með lán þá ætti hún að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra vöruverði. Það er alvöru aðgerð gegn verðbólgu. Hvað þarf þá að gera? Það er alveg á hreinu að það er engin þörf á því að sækja tekjur þar sem svigrúm er. Verðbólgan er sameiginlegur óvinur ríkisins, atvinnulífs og borgara. Samningsaðilar þessara aðila þurfa að koma sér saman um að lækka ríkisútgjöld og semja um launahækkanir til langs tíma sem taka fyrst og fremst mið af framleiðniaukningu. Þá þarf að einfalda regluverk og lækka sértæka skatta sem skuldsett heimili borga með hærri vöxtum og hærra verðlagi. Þá lækka verðbólga og vextir í kjölfarið. Það er besta kjaraaðgerð sem hægt er að fara í fyrir íslenskan almenning í vetur, sérstaklega þá sem minnst hafa á milli handanna. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Í öðru lagi spila aðilar vinnumarkaðarins enn stærra hlutverk en ríkisstjórnin og það sér það hver maður að verkalýðshreyfingin er ekki að tala fyrir því að samið verði um hóflegar launahækkanir. Slíkt birtist augljóslega í verðbólguvæntingum. Kristrún veit það vel að stýrivaxtahækkunin byggir ekki á því að almenningur hafi ekki trú á ríkisstjórninni. Hver er þróunin í helstu undirliðum verðbólgunnar? Húsnæðisliðurinn og alþjóðlegar verðhækkanir hafa minnkað frá síðustu vaxtaákvörðun og gengi krónunnar hækkað, sem ætti að gefa tilefni til þess að verð geti lækkað innanlands að öðru óbreyttu. Annað helst þó ekki óbreytt, heldur hafa laun hækkað um 10% undanfarið ár. Þá lentu mörg fyrirtæki í því að greiða afturvirkt laun eftir kjarasamninga í vor, en vörur og þjónusta höfðu verið seld á verði sem reiknað er út með þeim launum sem voru í gildi á hverjum tíma. Fyrirtæki þurftu að bregðast við með meiri hækkunum en ella til þess að fjármagna afturvirknina. Af hverju hækkuðu þá stýrivextir? Peningastefnunefnd, eins og markaðsaðilar og almenningur veit að fram undan er harður vetur. Kjarasamningar losna og samið verður um laun hjá flestum aðilum samfélagsins. Framleiðniaukning í landinu ber fyrrgreindar launahækkanir engan veginn. Það þýðir að verðmætasköpunin sem er að verða til í samfélaginu er minni en launahækkanirnar. Launahækkanir eru innistæðulausar til meðallangs tíma ef verðmætasköpun stendur ekki undir þeim. Það er eins og að hækka heimildina á kreditkortinu, á endanum kemur að skuldadögum og greiða þarf vexti af kreditkortaskuldinni. Í tilfelli óábyrgra launahækkana birtast skuldadagar sem verðbólga og við greiðum skuldina saman. Á hverjum bitnar verðbólgan verst? Verðbólgan bitnar verst á þeim sem lítið hafa á milli handanna. Þeir verkalýðsforkólfar sem hæst hrópa um kjör hinna verst stöddu þurfa að skoða samhengi hlutanna ef þeim er virkilega annt um þá sem verst hafa kjörin. Launahækkanir umfram framleiðniaukningu er einfaldasta uppskriftin að verðbólgu. Er aðilum vinnumarkaðarins einum um að kenna? Nei. Getur ríkisstjórnin gert betur? Já. Það þurfa allir að gera betur, ekki bara ríkisstjórnin og ekki bara aðilar vinnumarkaðarins. Það þarf samspil peningastefnu, ríkisfjármála og aðila vinnumarkaðarins auk stöðugleika í helstu viðskiptalöndum okkar til að halda stöðugu verðlagi á Íslandi. Að sækja tekjur í bankana Samfylkingin vill hækka bankaskattinn aftur til að fjármagna svokallaðan kjarapakka. Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar nauðsynlegur vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður. Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Kristrún vill gera eitthvað fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu sem eru með lán þá ætti hún að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra vöruverði. Það er alvöru aðgerð gegn verðbólgu. Hvað þarf þá að gera? Það er alveg á hreinu að það er engin þörf á því að sækja tekjur þar sem svigrúm er. Verðbólgan er sameiginlegur óvinur ríkisins, atvinnulífs og borgara. Samningsaðilar þessara aðila þurfa að koma sér saman um að lækka ríkisútgjöld og semja um launahækkanir til langs tíma sem taka fyrst og fremst mið af framleiðniaukningu. Þá þarf að einfalda regluverk og lækka sértæka skatta sem skuldsett heimili borga með hærri vöxtum og hærra verðlagi. Þá lækka verðbólga og vextir í kjölfarið. Það er besta kjaraaðgerð sem hægt er að fara í fyrir íslenskan almenning í vetur, sérstaklega þá sem minnst hafa á milli handanna. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun