Það þarf ekki að sækja tekjur þar sem svigrúm er Kristófer Már Maronsson skrifar 25. ágúst 2023 14:01 Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Í öðru lagi spila aðilar vinnumarkaðarins enn stærra hlutverk en ríkisstjórnin og það sér það hver maður að verkalýðshreyfingin er ekki að tala fyrir því að samið verði um hóflegar launahækkanir. Slíkt birtist augljóslega í verðbólguvæntingum. Kristrún veit það vel að stýrivaxtahækkunin byggir ekki á því að almenningur hafi ekki trú á ríkisstjórninni. Hver er þróunin í helstu undirliðum verðbólgunnar? Húsnæðisliðurinn og alþjóðlegar verðhækkanir hafa minnkað frá síðustu vaxtaákvörðun og gengi krónunnar hækkað, sem ætti að gefa tilefni til þess að verð geti lækkað innanlands að öðru óbreyttu. Annað helst þó ekki óbreytt, heldur hafa laun hækkað um 10% undanfarið ár. Þá lentu mörg fyrirtæki í því að greiða afturvirkt laun eftir kjarasamninga í vor, en vörur og þjónusta höfðu verið seld á verði sem reiknað er út með þeim launum sem voru í gildi á hverjum tíma. Fyrirtæki þurftu að bregðast við með meiri hækkunum en ella til þess að fjármagna afturvirknina. Af hverju hækkuðu þá stýrivextir? Peningastefnunefnd, eins og markaðsaðilar og almenningur veit að fram undan er harður vetur. Kjarasamningar losna og samið verður um laun hjá flestum aðilum samfélagsins. Framleiðniaukning í landinu ber fyrrgreindar launahækkanir engan veginn. Það þýðir að verðmætasköpunin sem er að verða til í samfélaginu er minni en launahækkanirnar. Launahækkanir eru innistæðulausar til meðallangs tíma ef verðmætasköpun stendur ekki undir þeim. Það er eins og að hækka heimildina á kreditkortinu, á endanum kemur að skuldadögum og greiða þarf vexti af kreditkortaskuldinni. Í tilfelli óábyrgra launahækkana birtast skuldadagar sem verðbólga og við greiðum skuldina saman. Á hverjum bitnar verðbólgan verst? Verðbólgan bitnar verst á þeim sem lítið hafa á milli handanna. Þeir verkalýðsforkólfar sem hæst hrópa um kjör hinna verst stöddu þurfa að skoða samhengi hlutanna ef þeim er virkilega annt um þá sem verst hafa kjörin. Launahækkanir umfram framleiðniaukningu er einfaldasta uppskriftin að verðbólgu. Er aðilum vinnumarkaðarins einum um að kenna? Nei. Getur ríkisstjórnin gert betur? Já. Það þurfa allir að gera betur, ekki bara ríkisstjórnin og ekki bara aðilar vinnumarkaðarins. Það þarf samspil peningastefnu, ríkisfjármála og aðila vinnumarkaðarins auk stöðugleika í helstu viðskiptalöndum okkar til að halda stöðugu verðlagi á Íslandi. Að sækja tekjur í bankana Samfylkingin vill hækka bankaskattinn aftur til að fjármagna svokallaðan kjarapakka. Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar nauðsynlegur vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður. Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Kristrún vill gera eitthvað fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu sem eru með lán þá ætti hún að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra vöruverði. Það er alvöru aðgerð gegn verðbólgu. Hvað þarf þá að gera? Það er alveg á hreinu að það er engin þörf á því að sækja tekjur þar sem svigrúm er. Verðbólgan er sameiginlegur óvinur ríkisins, atvinnulífs og borgara. Samningsaðilar þessara aðila þurfa að koma sér saman um að lækka ríkisútgjöld og semja um launahækkanir til langs tíma sem taka fyrst og fremst mið af framleiðniaukningu. Þá þarf að einfalda regluverk og lækka sértæka skatta sem skuldsett heimili borga með hærri vöxtum og hærra verðlagi. Þá lækka verðbólga og vextir í kjölfarið. Það er besta kjaraaðgerð sem hægt er að fara í fyrir íslenskan almenning í vetur, sérstaklega þá sem minnst hafa á milli handanna. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Í öðru lagi spila aðilar vinnumarkaðarins enn stærra hlutverk en ríkisstjórnin og það sér það hver maður að verkalýðshreyfingin er ekki að tala fyrir því að samið verði um hóflegar launahækkanir. Slíkt birtist augljóslega í verðbólguvæntingum. Kristrún veit það vel að stýrivaxtahækkunin byggir ekki á því að almenningur hafi ekki trú á ríkisstjórninni. Hver er þróunin í helstu undirliðum verðbólgunnar? Húsnæðisliðurinn og alþjóðlegar verðhækkanir hafa minnkað frá síðustu vaxtaákvörðun og gengi krónunnar hækkað, sem ætti að gefa tilefni til þess að verð geti lækkað innanlands að öðru óbreyttu. Annað helst þó ekki óbreytt, heldur hafa laun hækkað um 10% undanfarið ár. Þá lentu mörg fyrirtæki í því að greiða afturvirkt laun eftir kjarasamninga í vor, en vörur og þjónusta höfðu verið seld á verði sem reiknað er út með þeim launum sem voru í gildi á hverjum tíma. Fyrirtæki þurftu að bregðast við með meiri hækkunum en ella til þess að fjármagna afturvirknina. Af hverju hækkuðu þá stýrivextir? Peningastefnunefnd, eins og markaðsaðilar og almenningur veit að fram undan er harður vetur. Kjarasamningar losna og samið verður um laun hjá flestum aðilum samfélagsins. Framleiðniaukning í landinu ber fyrrgreindar launahækkanir engan veginn. Það þýðir að verðmætasköpunin sem er að verða til í samfélaginu er minni en launahækkanirnar. Launahækkanir eru innistæðulausar til meðallangs tíma ef verðmætasköpun stendur ekki undir þeim. Það er eins og að hækka heimildina á kreditkortinu, á endanum kemur að skuldadögum og greiða þarf vexti af kreditkortaskuldinni. Í tilfelli óábyrgra launahækkana birtast skuldadagar sem verðbólga og við greiðum skuldina saman. Á hverjum bitnar verðbólgan verst? Verðbólgan bitnar verst á þeim sem lítið hafa á milli handanna. Þeir verkalýðsforkólfar sem hæst hrópa um kjör hinna verst stöddu þurfa að skoða samhengi hlutanna ef þeim er virkilega annt um þá sem verst hafa kjörin. Launahækkanir umfram framleiðniaukningu er einfaldasta uppskriftin að verðbólgu. Er aðilum vinnumarkaðarins einum um að kenna? Nei. Getur ríkisstjórnin gert betur? Já. Það þurfa allir að gera betur, ekki bara ríkisstjórnin og ekki bara aðilar vinnumarkaðarins. Það þarf samspil peningastefnu, ríkisfjármála og aðila vinnumarkaðarins auk stöðugleika í helstu viðskiptalöndum okkar til að halda stöðugu verðlagi á Íslandi. Að sækja tekjur í bankana Samfylkingin vill hækka bankaskattinn aftur til að fjármagna svokallaðan kjarapakka. Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar nauðsynlegur vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður. Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Kristrún vill gera eitthvað fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu sem eru með lán þá ætti hún að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra vöruverði. Það er alvöru aðgerð gegn verðbólgu. Hvað þarf þá að gera? Það er alveg á hreinu að það er engin þörf á því að sækja tekjur þar sem svigrúm er. Verðbólgan er sameiginlegur óvinur ríkisins, atvinnulífs og borgara. Samningsaðilar þessara aðila þurfa að koma sér saman um að lækka ríkisútgjöld og semja um launahækkanir til langs tíma sem taka fyrst og fremst mið af framleiðniaukningu. Þá þarf að einfalda regluverk og lækka sértæka skatta sem skuldsett heimili borga með hærri vöxtum og hærra verðlagi. Þá lækka verðbólga og vextir í kjölfarið. Það er besta kjaraaðgerð sem hægt er að fara í fyrir íslenskan almenning í vetur, sérstaklega þá sem minnst hafa á milli handanna. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar