Börnum bjargað úr kláfi sem festist í þrjú hundruð metra hæð Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2023 18:27 Pakistanska þjóðin hefur fylgst náið með björgunaraðgerðum í dag. AP/K.M. Chaudary Pakistanskir sérsveitarhermenn og aðrir björgunaraðilar hafa bjargað sex börnum og tveimur kennurum úr kláfi sem hangir í um þrjú hundruð metra hæð. Fólkið festist í kláfinum þegar einn kaplanna sem heldur honum uppi slitnaði en hermennirnir björguðu þeim úr þyrlu í mjög erfiðri björgunaraðgerð. Erfitt hefur verið að komast að kláfinum á þyrlunum og hefur þurft margar tilraunir til að bjarga börnunum. Undir kvöld, þegar birtan minnkaði var brugðið á það ráð að tengja nokkurs konar aparólu við kláfinn og virðist sem hinum hafi varið bjargað þannig. Það var gert með því að senda menn á litlum kláf eftir kaplinum sem slitnaði ekki og setja upp aparóluna. Hún var svo notuð til að bjarga börnunum og kennurunum. Umræddur kláfur er í stjrálbýlum norðurhluta Pakistan en samkvæmt frétt BBC má finna heimagerða kláfa víða á svæðinu. Þeir eru oft gerðir úr brotajárni og notaðir til að flytja fólk yfir ár og gljúfur, þar sem aðrar samgönguleiðir eru ekki til staðar. Slys og dauðsföll sem snúa að kláfum sem þessum eru tíð í Pakistan. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Annað sýnir björgun barns með þyrlu í dag og hitt sýnir hvernig einum var bjargað úr kláfinu með aparólunni. Anwaar ul Haq Kakar er starfandi forsætisráðherra Pakistan. Hann segir sér létt eftir að fólkinu var bjargað og hrósar björgunaraðilum fyrir afrekið. Relieved to know that Alhamdolillah all the kids have been successfully and safely rescued. Great team work by the military, rescue departments, district administration as well as the local people. https://t.co/2gPq2Q51Xi— Anwaar ul Haq Kakar (@anwaar_kakar) August 22, 2023 Pakistan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Erfitt hefur verið að komast að kláfinum á þyrlunum og hefur þurft margar tilraunir til að bjarga börnunum. Undir kvöld, þegar birtan minnkaði var brugðið á það ráð að tengja nokkurs konar aparólu við kláfinn og virðist sem hinum hafi varið bjargað þannig. Það var gert með því að senda menn á litlum kláf eftir kaplinum sem slitnaði ekki og setja upp aparóluna. Hún var svo notuð til að bjarga börnunum og kennurunum. Umræddur kláfur er í stjrálbýlum norðurhluta Pakistan en samkvæmt frétt BBC má finna heimagerða kláfa víða á svæðinu. Þeir eru oft gerðir úr brotajárni og notaðir til að flytja fólk yfir ár og gljúfur, þar sem aðrar samgönguleiðir eru ekki til staðar. Slys og dauðsföll sem snúa að kláfum sem þessum eru tíð í Pakistan. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Annað sýnir björgun barns með þyrlu í dag og hitt sýnir hvernig einum var bjargað úr kláfinu með aparólunni. Anwaar ul Haq Kakar er starfandi forsætisráðherra Pakistan. Hann segir sér létt eftir að fólkinu var bjargað og hrósar björgunaraðilum fyrir afrekið. Relieved to know that Alhamdolillah all the kids have been successfully and safely rescued. Great team work by the military, rescue departments, district administration as well as the local people. https://t.co/2gPq2Q51Xi— Anwaar ul Haq Kakar (@anwaar_kakar) August 22, 2023
Pakistan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira