Komu að hústökumanni sem hafði lagt íbúðina í rúst Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. ágúst 2023 21:01 Íbúðin var gjörsamlega í rúst þegar parið opnaði hurðina. Erlent par sem leigir stúdentaíbúð hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) kom að hústökumanni þegar það opnaði íbúðina í fyrsta sinn. Maðurinn tók á rás en skildi eftir sig eiturlyf og íbúðina í rúst. Parið deildi sögu sinni á samfélagsmiðlum en það leigði íbúð FS í Skjólgarði við Brautarholt 7 til 9 í Reykjavík. Parið hafði íbúðina á leigu frá júní en kom ekki til landsins fyrr en nýlega og fengu lyklana afhenta. „Þegar við komum og opnuðum hurðina fundum við mann sem hafði augljóslega dvalið í íbúðinni í þó nokkurn tíma,“ segir í færslunni. „Maðurinn tók á rás út úr íbúðinni og hljóp niður stigann.“ Íbúðin var algjörlega í rúst vegna skemmdarverka. En í flýti sínum skildi maðurinn ýmsar eigur sínar eftir, einkum fíkniefni. „Einhverra hluta vegna hafði þessi maður aðgang að byggingunni og íbúðinni,“ segir í færslunni. Parið segist hafa látið háskólann vita og að þeim hafi verið hjálpað. Þau séu þó í miklu uppnámi eftir þessa uppákomu. Þá hafi þau einnig heyrt af fleiri sambærilegum tilfellum, þar sem hústökufólk hafi komið sér fyrir í tómum stúdentaíbúðum. Annað húsnæði samdægurs Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri hjá FS, segir að málið hafi verið leyst farsællega samdægurs. Annað húsnæði hafi verið fundið handa fólkinu. Að öðru leyti geti hún ekki tjáð sig um mál þessa fólks. Aðspurð um hvort að FS sé með einhvers konar öryggiskerfi eða húsverði á stúdentagörðum segir Heiður að í flestum húsum séu svokallaðir garðprófastar. Það eru nokkurs konar húsverðir sem sjá um að allt sé í röð og reglu. Engin mönnuð gæsla sé hins vegar á svæðinu. Þá segir Heiður að myndavélar séu í sameiginlegum rýmum á görðunum, þar á meðal í Skjólgarði. Einnig óskar FS eftir því að leigjendur láti stofnunina vita ef þeir eru fjarverandi í meira en tíu daga svo hægt sé að hafa auga með íbúðum. Reykjavík Hagsmunir stúdenta Háskólar Húsnæðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Parið deildi sögu sinni á samfélagsmiðlum en það leigði íbúð FS í Skjólgarði við Brautarholt 7 til 9 í Reykjavík. Parið hafði íbúðina á leigu frá júní en kom ekki til landsins fyrr en nýlega og fengu lyklana afhenta. „Þegar við komum og opnuðum hurðina fundum við mann sem hafði augljóslega dvalið í íbúðinni í þó nokkurn tíma,“ segir í færslunni. „Maðurinn tók á rás út úr íbúðinni og hljóp niður stigann.“ Íbúðin var algjörlega í rúst vegna skemmdarverka. En í flýti sínum skildi maðurinn ýmsar eigur sínar eftir, einkum fíkniefni. „Einhverra hluta vegna hafði þessi maður aðgang að byggingunni og íbúðinni,“ segir í færslunni. Parið segist hafa látið háskólann vita og að þeim hafi verið hjálpað. Þau séu þó í miklu uppnámi eftir þessa uppákomu. Þá hafi þau einnig heyrt af fleiri sambærilegum tilfellum, þar sem hústökufólk hafi komið sér fyrir í tómum stúdentaíbúðum. Annað húsnæði samdægurs Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri hjá FS, segir að málið hafi verið leyst farsællega samdægurs. Annað húsnæði hafi verið fundið handa fólkinu. Að öðru leyti geti hún ekki tjáð sig um mál þessa fólks. Aðspurð um hvort að FS sé með einhvers konar öryggiskerfi eða húsverði á stúdentagörðum segir Heiður að í flestum húsum séu svokallaðir garðprófastar. Það eru nokkurs konar húsverðir sem sjá um að allt sé í röð og reglu. Engin mönnuð gæsla sé hins vegar á svæðinu. Þá segir Heiður að myndavélar séu í sameiginlegum rýmum á görðunum, þar á meðal í Skjólgarði. Einnig óskar FS eftir því að leigjendur láti stofnunina vita ef þeir eru fjarverandi í meira en tíu daga svo hægt sé að hafa auga með íbúðum.
Reykjavík Hagsmunir stúdenta Háskólar Húsnæðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira