Vísitala íbúðaverðs lækkar áfram og kaupsamningum fækkar Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. ágúst 2023 11:37 Kaupsamningum Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8 prósent milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölu hefur ekki mælst jafn lítil síðan 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í júní voru sautján prósentum færri en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðu Landsbankans undir liðnum efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi vísitala íbúðaverðs lækkað um 0,8 prósent milli mánaða í júlí og lækkað um 1,1 prósent í júní. Fyrir það hafi hún hækkað á milli mánaða fjóra mánuði í röð. Sérbýlishluti vísitölunnar lækkaði um 2,8 prósent, mun meira en fjölbýlishlutinn sem lækkaði um 0,2 prósent. Árshækkun vísitölunnar fór úr 2,7 prósentum niður í 0,8 prósent og hefur hún ekki verið svo lítil síðan í janúar 2011. Árshækkunin náði hámarki í júní í fyrra þegar hún mældist 25,5 prósent. Þessi mikla lækkun á tólf mánaða breytingunni er tilkomin vegna þess að vísitalan lækkaði milli mánaða og vegna þess að mælingin frá í júlí 2022 datt út úr ársbreytingunni. Ólíklegt að markaðurinn komist á skrið Á vef Landsbankans kemur einnig fram að 514 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í júní, samkvæmt tölum HMS. Um sautján prósentum færri en í júní í fyrra. Síðustu 23 mánuði hafa kaupsamningar verið færri en í sama mánuði árið á undan. Þeim fækkaði þó minna milli ára í júní heldur en í maí og apríl, þegar þeim fækkaði um 35 prósent og 26 prósent milli ára. Landsbankinn segir að vaxtahækkanir hafi komið skýrast fram á íbúðamarkaði og að markaðurinn fari enn kólnandi þó viðskipti séu langt frá því að stöðvast. Enn séu í gildi reglur um þrengri lánþegaskilyrði sem styðji við áhrif vaxtahækkana og torvelda ekki síst nýjum kaupendum að koma inn á markaðinn. Þá segir að frá því að fasteignamarkaðurinn fór að róast um mitt síðasta ár hafi mánaðarbreyting vísitölu verið breytileg og óútreiknanleg. Því sé ekki útséð um að íbúðaverð geti hækkað aftur lítillega á næstu mánuðum. Ólíklegt sé að markaðurinn komist á mikið skrið á meðan vextir eru eins háir og nú. Verðþróun velti því að miklu leyti á því hvenær verðbólgan hjaðnar nógu mikið til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferli. Verðbólgan skrifist nú að litlu leyti á íbúðamarkað og þessar nýju tölur gefi frekari ástæðu til að telja að peningastefnunefnd taki mun minna skref í næstu viku en á síðustu fundum. Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Þetta kemur fram á vefsíðu Landsbankans undir liðnum efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi vísitala íbúðaverðs lækkað um 0,8 prósent milli mánaða í júlí og lækkað um 1,1 prósent í júní. Fyrir það hafi hún hækkað á milli mánaða fjóra mánuði í röð. Sérbýlishluti vísitölunnar lækkaði um 2,8 prósent, mun meira en fjölbýlishlutinn sem lækkaði um 0,2 prósent. Árshækkun vísitölunnar fór úr 2,7 prósentum niður í 0,8 prósent og hefur hún ekki verið svo lítil síðan í janúar 2011. Árshækkunin náði hámarki í júní í fyrra þegar hún mældist 25,5 prósent. Þessi mikla lækkun á tólf mánaða breytingunni er tilkomin vegna þess að vísitalan lækkaði milli mánaða og vegna þess að mælingin frá í júlí 2022 datt út úr ársbreytingunni. Ólíklegt að markaðurinn komist á skrið Á vef Landsbankans kemur einnig fram að 514 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í júní, samkvæmt tölum HMS. Um sautján prósentum færri en í júní í fyrra. Síðustu 23 mánuði hafa kaupsamningar verið færri en í sama mánuði árið á undan. Þeim fækkaði þó minna milli ára í júní heldur en í maí og apríl, þegar þeim fækkaði um 35 prósent og 26 prósent milli ára. Landsbankinn segir að vaxtahækkanir hafi komið skýrast fram á íbúðamarkaði og að markaðurinn fari enn kólnandi þó viðskipti séu langt frá því að stöðvast. Enn séu í gildi reglur um þrengri lánþegaskilyrði sem styðji við áhrif vaxtahækkana og torvelda ekki síst nýjum kaupendum að koma inn á markaðinn. Þá segir að frá því að fasteignamarkaðurinn fór að róast um mitt síðasta ár hafi mánaðarbreyting vísitölu verið breytileg og óútreiknanleg. Því sé ekki útséð um að íbúðaverð geti hækkað aftur lítillega á næstu mánuðum. Ólíklegt sé að markaðurinn komist á mikið skrið á meðan vextir eru eins háir og nú. Verðþróun velti því að miklu leyti á því hvenær verðbólgan hjaðnar nógu mikið til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferli. Verðbólgan skrifist nú að litlu leyti á íbúðamarkað og þessar nýju tölur gefi frekari ástæðu til að telja að peningastefnunefnd taki mun minna skref í næstu viku en á síðustu fundum.
Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira