Twitter sektað fyrir að afhenda ekki gögn um Trump tímanlega Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2023 11:40 Leitarheimildin um aðgang Trump barst Twitter nokkrum mánuðum eftir að Elon Musk keypti fyrirtækið og sagði upp stórum hluta starfsliðsins. Vísir/AP Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump. Þegar embætti Jacks Smith, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, birti Twitter leitarheimildina fyrr á þessu ári settu lögmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins ekki upp á móti henni en mótmæltu tilskipun um að þeir mættu ekki upplýsa Trump um hana. Vildu þeir ekki afhenda gögnin fyrr en dómstóll hefði skorið úr um hvort þeir yrðu að hlýta tilskipuninni. Umdæmisdómari dæmdi sérstaka rannsakandanum í vil í 7. febrúar og taldi Twitter hafa óhlýðnast lögmætri tilskipun dómstóls með því að afhenda ekki gögnin strax. Twitter fékk skamman frest til þess að verða við leitarheimildinni, annars ætti fyrirtækið yfir höfði sér dagsektir. Þremur dögum síðar lét Twitter Smith gögnin í té. Dómarinn gerði fyrirtækinu að greiða 350.000 dollara í dagsektir fyrir dráttinn í mars, jafnvirði um 46 milljóna íslenskra króna. Áfrýjunardómstóll staðfesti þá niðurstöðu í júlí. Ekki er ljóst hvaða gögn embætti Smith fékk í hendur. Washington Post segir að af stefnu að dæma gæti það hafa verið drög að tístum, bein skilaboð og upplýsingar um hver hafði aðgang að Twitter-reikningi Trump. Í ákæru Smith á hendur Trump fyrir samsæri um að halda í völdin eftir að hann tapaði kosningunum er meðal annars rakið hvernig fráfarandi forsetinn notaði Twitter til þess að dreifa lygum um kosningar, beita embættismenn og kjörna fulltrúa þrýstingi og hvetja stuðningsmenn sína til þess að fjölmenna til Washington-borgar daginn sem múgur þeirra réðst á þinghúsið í janúar 2021. Trump neitar sök í málinu. Jack Smith, sérstaki rannsakandinn, fékk leitarheimildina í tengslum við rannsókn á tilraunum Trump til að halda í völdin vegna gruns um að skoðun á Twitter-aðganginum gæti leitt í ljós vísbendingar um glæpi.AP/J. Scott Applewhite Talinn geta reynt að hindra rannsóknina fengi hann að vita af leitinni Upplýsingarnar um leitarheimildina og sektina sem Twitter var dæmt til að greiða koma fram í dómskjölum sem leynd var létt af í gær. Þar kemur einnig fram að umdæmisdómari hafi talið ástæðu til að ætla að Trump gæti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar eða komast undan saksókn ef hann yrði látinn vita af leitarheimildinni fyrir Twitter-gögnin. Twitter setti Trump í bann eftir árásina á þinghúsið 6. janúar 2021 en Elon Musk hleypti honum aftur á miðilinn eftir að hann keypti hann í fyrra. Trump hefur þó ekki látið sjá sig þar aftur. Trump sakaði dómsmálaráðuneytið um að „ráðast á“ Twitter-aðgang sinn á laun í færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær. Fullyrti hann að rannsóknin á valdaránstilraun hans væri tilraun til þess að reyna að leggja stein í götu forsetaframboðs hans á næsta ári. Auk kosningamálsins ákærði Smith fyrrverandi forsetann fyrir misferli með hundruð leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að skila þrátt fyrir umleitanir alríkisstofnana. Twitter Samfélagsmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Trump lýsir yfir sakleysi sínu Donald Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru á hendur honum vegna meintra tilrauna hans til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum 2020. Fyrirtaka í máli hans fór fram í Washington D.C í kvöld. 3. ágúst 2023 21:04 Farið yfir ákæruna gegn Trump: „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær ákærður fyrir viðleitni hans og tilraunir til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði fyrir Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. 2. ágúst 2023 09:27 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Þegar embætti Jacks Smith, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, birti Twitter leitarheimildina fyrr á þessu ári settu lögmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins ekki upp á móti henni en mótmæltu tilskipun um að þeir mættu ekki upplýsa Trump um hana. Vildu þeir ekki afhenda gögnin fyrr en dómstóll hefði skorið úr um hvort þeir yrðu að hlýta tilskipuninni. Umdæmisdómari dæmdi sérstaka rannsakandanum í vil í 7. febrúar og taldi Twitter hafa óhlýðnast lögmætri tilskipun dómstóls með því að afhenda ekki gögnin strax. Twitter fékk skamman frest til þess að verða við leitarheimildinni, annars ætti fyrirtækið yfir höfði sér dagsektir. Þremur dögum síðar lét Twitter Smith gögnin í té. Dómarinn gerði fyrirtækinu að greiða 350.000 dollara í dagsektir fyrir dráttinn í mars, jafnvirði um 46 milljóna íslenskra króna. Áfrýjunardómstóll staðfesti þá niðurstöðu í júlí. Ekki er ljóst hvaða gögn embætti Smith fékk í hendur. Washington Post segir að af stefnu að dæma gæti það hafa verið drög að tístum, bein skilaboð og upplýsingar um hver hafði aðgang að Twitter-reikningi Trump. Í ákæru Smith á hendur Trump fyrir samsæri um að halda í völdin eftir að hann tapaði kosningunum er meðal annars rakið hvernig fráfarandi forsetinn notaði Twitter til þess að dreifa lygum um kosningar, beita embættismenn og kjörna fulltrúa þrýstingi og hvetja stuðningsmenn sína til þess að fjölmenna til Washington-borgar daginn sem múgur þeirra réðst á þinghúsið í janúar 2021. Trump neitar sök í málinu. Jack Smith, sérstaki rannsakandinn, fékk leitarheimildina í tengslum við rannsókn á tilraunum Trump til að halda í völdin vegna gruns um að skoðun á Twitter-aðganginum gæti leitt í ljós vísbendingar um glæpi.AP/J. Scott Applewhite Talinn geta reynt að hindra rannsóknina fengi hann að vita af leitinni Upplýsingarnar um leitarheimildina og sektina sem Twitter var dæmt til að greiða koma fram í dómskjölum sem leynd var létt af í gær. Þar kemur einnig fram að umdæmisdómari hafi talið ástæðu til að ætla að Trump gæti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar eða komast undan saksókn ef hann yrði látinn vita af leitarheimildinni fyrir Twitter-gögnin. Twitter setti Trump í bann eftir árásina á þinghúsið 6. janúar 2021 en Elon Musk hleypti honum aftur á miðilinn eftir að hann keypti hann í fyrra. Trump hefur þó ekki látið sjá sig þar aftur. Trump sakaði dómsmálaráðuneytið um að „ráðast á“ Twitter-aðgang sinn á laun í færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær. Fullyrti hann að rannsóknin á valdaránstilraun hans væri tilraun til þess að reyna að leggja stein í götu forsetaframboðs hans á næsta ári. Auk kosningamálsins ákærði Smith fyrrverandi forsetann fyrir misferli með hundruð leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að skila þrátt fyrir umleitanir alríkisstofnana.
Twitter Samfélagsmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Trump lýsir yfir sakleysi sínu Donald Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru á hendur honum vegna meintra tilrauna hans til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum 2020. Fyrirtaka í máli hans fór fram í Washington D.C í kvöld. 3. ágúst 2023 21:04 Farið yfir ákæruna gegn Trump: „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær ákærður fyrir viðleitni hans og tilraunir til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði fyrir Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. 2. ágúst 2023 09:27 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01
Trump lýsir yfir sakleysi sínu Donald Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru á hendur honum vegna meintra tilrauna hans til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum 2020. Fyrirtaka í máli hans fór fram í Washington D.C í kvöld. 3. ágúst 2023 21:04
Farið yfir ákæruna gegn Trump: „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær ákærður fyrir viðleitni hans og tilraunir til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði fyrir Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. 2. ágúst 2023 09:27