Vegan borgarar Aktu taktu aftur orðnir vegan Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2023 13:17 Það voru egg í vegan borgurum Aktu taktu og voru þeir því ekki vegan í raun. Aktu taktu/Facebook Vegan borgari Aktu taktu var um tíma ekki vegan eftir að staðnum barst vitlaus sending. Áhyggjufullur viðskiptavinur vakti athygli á málinu og voru vegan borgararnir teknir úr sölu. Framkvæmdastjóri Aktu taktu segir að búið sé að kippa málinu í lag. Elín Auðbjörg Pétursdóttir vakti athygli á því í gærkvöldi í Facebook-hópnum Vegan Ísland að vegan borgararnir á Aktu taktu væru ekki vegan þar sem þeir innihéldu egg. Samt væru þeir seldir sem vegan borgarar. Meðlimir Vegan Ísland voru ekki sáttir með vinnubrögð Aktu taktu.Facebook Færslan vakti þó nokkur viðbrögð meðal meðlima Vegan Íslands og benti fólk sérstaklega á að fólk með ofnæmi fyrir eggjum væri í hættu þar sem það pantaði sér gjarnan eggjalausa vegan borgara. Í innihaldslýsingu borgaranna á Aktu taktu voru meðal annars egg sem eru ekki vegan. Vitlaus sending María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Gleðipinna, svaraði færslu Elínar og sagði að vitlaus sending hefði valdið klúðrinu en að búið væri að bæta úr því. „Við fengum vitlausa sendingu í síðustu viku,“ sagði María Rún í viðtali við Vísi um málið. María Rún Hafliðadóttir er framkvæmdastjóri Gleðipinna sem eiga Hamborgarafabrikkuna, American Style og Aktu taktu.Hamborgarafabrikkan „Þessu var bara kippt út um leið. Þetta fór ekki einu sinni á alla staðina. Þetta var á Skúlagötu og í Stekkjarbakka,“ sagði hún „Þetta eru samt grænmetisborgarar. Það stendur á þessu vegetarian á pakkningunni. Þetta var vitlaus afhending og starfsmaðurinn okkar hefur bara séð að þetta væri grænmetis.“ María segir að Aktu taktu hafi fengið ábendingu frá viðskiptavini um að borgararnir væru ekki vegan. „Þá fórum við strax í að fá aðra sendingu og henda út því sem var,“ sagði hún. „Þetta var því nýkomið inn og strax farið út. Og nýja sendingin er komin.“ Matur Vegan Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Elín Auðbjörg Pétursdóttir vakti athygli á því í gærkvöldi í Facebook-hópnum Vegan Ísland að vegan borgararnir á Aktu taktu væru ekki vegan þar sem þeir innihéldu egg. Samt væru þeir seldir sem vegan borgarar. Meðlimir Vegan Ísland voru ekki sáttir með vinnubrögð Aktu taktu.Facebook Færslan vakti þó nokkur viðbrögð meðal meðlima Vegan Íslands og benti fólk sérstaklega á að fólk með ofnæmi fyrir eggjum væri í hættu þar sem það pantaði sér gjarnan eggjalausa vegan borgara. Í innihaldslýsingu borgaranna á Aktu taktu voru meðal annars egg sem eru ekki vegan. Vitlaus sending María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Gleðipinna, svaraði færslu Elínar og sagði að vitlaus sending hefði valdið klúðrinu en að búið væri að bæta úr því. „Við fengum vitlausa sendingu í síðustu viku,“ sagði María Rún í viðtali við Vísi um málið. María Rún Hafliðadóttir er framkvæmdastjóri Gleðipinna sem eiga Hamborgarafabrikkuna, American Style og Aktu taktu.Hamborgarafabrikkan „Þessu var bara kippt út um leið. Þetta fór ekki einu sinni á alla staðina. Þetta var á Skúlagötu og í Stekkjarbakka,“ sagði hún „Þetta eru samt grænmetisborgarar. Það stendur á þessu vegetarian á pakkningunni. Þetta var vitlaus afhending og starfsmaðurinn okkar hefur bara séð að þetta væri grænmetis.“ María segir að Aktu taktu hafi fengið ábendingu frá viðskiptavini um að borgararnir væru ekki vegan. „Þá fórum við strax í að fá aðra sendingu og henda út því sem var,“ sagði hún. „Þetta var því nýkomið inn og strax farið út. Og nýja sendingin er komin.“
Matur Vegan Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira