Bandaríkjamenn þurfa að greiða gjald áður en komið er til Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 31. júlí 2023 07:54 Mikill fjöldi ferðamanna kemur til Íslands frá Bandaríkjunum á hverju ári og mynda Bandaríkjamenn gjarnan einn stærsta einstaka hóp ferðalanga. Vísir/Vilhelm Til stendur að taka upp nýtt ETIAS-ferðaheimildakerfi á Schengen-svæðinu sem gerir það að verkum að handhafar vegabréfa sem þurftu áður ekki vegabréfsáritun munu þurfa að sækja um ferðaheimild áður en lagt er af stað til Íslands. Mun þetta meðal annars hafa áhrif á handhafa bandarískra og breskra vegabréfa sem mynda tvö stærstu þjóðerni erlendra ferðamanna hér á landi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu voru tæplega 41 prósent erlendra farþega sem fóru frá Keflavíkurflugvelli síðasta árið ýmist með bandarískt eða breskt ríkisfang. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra telja ekki að nýja ferðaheimildakerfið muni hamla för bandarískra ferðamanna til Íslands. Áætlað er að ETIAS komi í gagnið á næsta ári eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frestaði innleiðingu nýja kerfisins. Svipað og bandaríska ESTA-fyrirkomulagið Með tilkomu ETIAS mun fólk þurfa að sækja um ferðaheimild á netinu, framvísa þar vegabréfi og greiða umsóknargjald sem nemur rúmum þúsund krónum, áður en lagt er af stað til Schengen-ríkis. Ef ferðaheimildin er samþykkt gildir hún í þrjú ár eða þar til vegabréfið rennur út. „Ég held að þetta eigi ekki að hafa hamlandi áhrif á ferðalög Bandaríkjamanna til Evrópu, ekkert frekar en ESTA-kerfið hefur hamlandi áhrif á ferðalög Evrópumanna til Bandaríkjanna,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Morgunblaðið og vísar þar til svipaðs kerfis sem hefur lengi verið við lýði í Bandaríkjunum. Hann telur að ferðalangar verði fljótir að venjast kerfinu ef það virki sem skyldi en mikilvægt sé að kynna breytingarnar vel. Jóhannes Þór hefur ekki trú á því að breytingarnar komi til með að draga úr komum bandarískra ferðamanna til Íslands. Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
Mun þetta meðal annars hafa áhrif á handhafa bandarískra og breskra vegabréfa sem mynda tvö stærstu þjóðerni erlendra ferðamanna hér á landi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu voru tæplega 41 prósent erlendra farþega sem fóru frá Keflavíkurflugvelli síðasta árið ýmist með bandarískt eða breskt ríkisfang. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra telja ekki að nýja ferðaheimildakerfið muni hamla för bandarískra ferðamanna til Íslands. Áætlað er að ETIAS komi í gagnið á næsta ári eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frestaði innleiðingu nýja kerfisins. Svipað og bandaríska ESTA-fyrirkomulagið Með tilkomu ETIAS mun fólk þurfa að sækja um ferðaheimild á netinu, framvísa þar vegabréfi og greiða umsóknargjald sem nemur rúmum þúsund krónum, áður en lagt er af stað til Schengen-ríkis. Ef ferðaheimildin er samþykkt gildir hún í þrjú ár eða þar til vegabréfið rennur út. „Ég held að þetta eigi ekki að hafa hamlandi áhrif á ferðalög Bandaríkjamanna til Evrópu, ekkert frekar en ESTA-kerfið hefur hamlandi áhrif á ferðalög Evrópumanna til Bandaríkjanna,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Morgunblaðið og vísar þar til svipaðs kerfis sem hefur lengi verið við lýði í Bandaríkjunum. Hann telur að ferðalangar verði fljótir að venjast kerfinu ef það virki sem skyldi en mikilvægt sé að kynna breytingarnar vel. Jóhannes Þór hefur ekki trú á því að breytingarnar komi til með að draga úr komum bandarískra ferðamanna til Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira