Mygla og uppsöfnuð viðhaldsþörf hafi verileg áhrif á hjúkrunarheimili Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júlí 2023 17:23 Teitur Guðmundsson læknir er forstjóri Heilsuverndar. Bylgjan Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar hjúkrunarheimila, segir að seinagangur sé á ríkinu þegar kemur að viðgerðum á fasteignum Heilsuverndar á Akureyri. Hann segir ljóst hvar ábyrgðin á vandamálunum í húsnæðinu liggur. „Þetta er eitt stærsta hjúkrunarheimili landsins og þetta hefur auðvitað veruleg áhrif,“ segir Teitur í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Í færslunni vakti Teitur athygli á slæmu ástandi fasteignanna og hversu erfiðlega gengur að láta gera við það sem er að. Til að mynda sé myglað ónýtt þak enn ekki komið í útboð. Ljóst sé að það eigi því eftir að frestast inn í haustið eða veturinn. Teitur segir í viðtalinu á Bylgjunni að það hafi þurft að loka rýmum hjá Heilsuvernd vegna myglu. Það komi niður á þjónustu við aldraða á svæðinu. „Þetta er bara stórmál. Við bara skiljum ekki hvað það er sem veldur því að fólk geti ekki bara komið þessum málum í verk af því þau fara ekki neitt. Uppsöfnuð viðhaldsþörf og vandamál húsnæðis hverfa ekki þó svo að maður sleppir því að hugsa um það eða ýtir þeim til hliðar.“ „Gerið það sem þið eigið að gera“ Að mati Teits liggur ábyrgðin alfarið hjá eigendum fasteignanna sem þarf að laga, ríkinu og sveitarfélaginu. „Það er alveg kýrskýrt í mínum huga að ábyrgð á húsnæði sem okkur er afhent til rekstrar getur ekki legið hjá okkur,“ segir hann. Þá bendir Teitur á að í samningi Heilsuverndar við hið opinbera hafi verið samið um lagfæringar. Enn séu þær ekki komnar í farveg framkvæmda. „Við erum meðvituð um ástandið, við ýtum því úr vör að það sé lagað, við stöndum vörð um hag íbúa, starfsfólks og okkar aðila. Við kvikum ekki frá því, við gefumst ekki upp og við vitum allan tímann að við erum í rétti. Þess vegna er auðvitað mjög auðvelt fyrir mig að sitja hér og segja: Gerið það sem þið eigið að gera, við erum að gera það sem við eigum að gera.“ Reyndu að kaupa húsnæðið Teitur segir að Heilsuvernd hafi boðist til þess að kaupa húsnæðið. Akureyrarbær hafi fengið formlegt tilboð sem rann út. „Ég hugsa að það hefði verið besta leiðin. Við værum löngu búin að gera þetta sjálf ef við hefðum haft möguleika á því, ef við hefðum mátt gera það.“ Á meðan fasteignirnar séu í eigu hins opinbera megi Heilsuvernd ekki fara í framkvæmdir til að laga húsið. Teitur segir að Heilsuvernd hafi þó boðist til að sjá um framkvæmdirnar og endurrukka en að það sé óheimilt. „Ég minni á það, ég má ekki gera þetta, ég má ekki fara í þakið, ég má ekki rífa veggi, ég má ekki breyta skipulagi. Ég hef ekki yfirráð yfir húsinu.“ Hjúkrunarheimili Akureyri Rekstur hins opinbera Eldri borgarar Mygla Sprengisandur Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
„Þetta er eitt stærsta hjúkrunarheimili landsins og þetta hefur auðvitað veruleg áhrif,“ segir Teitur í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Í færslunni vakti Teitur athygli á slæmu ástandi fasteignanna og hversu erfiðlega gengur að láta gera við það sem er að. Til að mynda sé myglað ónýtt þak enn ekki komið í útboð. Ljóst sé að það eigi því eftir að frestast inn í haustið eða veturinn. Teitur segir í viðtalinu á Bylgjunni að það hafi þurft að loka rýmum hjá Heilsuvernd vegna myglu. Það komi niður á þjónustu við aldraða á svæðinu. „Þetta er bara stórmál. Við bara skiljum ekki hvað það er sem veldur því að fólk geti ekki bara komið þessum málum í verk af því þau fara ekki neitt. Uppsöfnuð viðhaldsþörf og vandamál húsnæðis hverfa ekki þó svo að maður sleppir því að hugsa um það eða ýtir þeim til hliðar.“ „Gerið það sem þið eigið að gera“ Að mati Teits liggur ábyrgðin alfarið hjá eigendum fasteignanna sem þarf að laga, ríkinu og sveitarfélaginu. „Það er alveg kýrskýrt í mínum huga að ábyrgð á húsnæði sem okkur er afhent til rekstrar getur ekki legið hjá okkur,“ segir hann. Þá bendir Teitur á að í samningi Heilsuverndar við hið opinbera hafi verið samið um lagfæringar. Enn séu þær ekki komnar í farveg framkvæmda. „Við erum meðvituð um ástandið, við ýtum því úr vör að það sé lagað, við stöndum vörð um hag íbúa, starfsfólks og okkar aðila. Við kvikum ekki frá því, við gefumst ekki upp og við vitum allan tímann að við erum í rétti. Þess vegna er auðvitað mjög auðvelt fyrir mig að sitja hér og segja: Gerið það sem þið eigið að gera, við erum að gera það sem við eigum að gera.“ Reyndu að kaupa húsnæðið Teitur segir að Heilsuvernd hafi boðist til þess að kaupa húsnæðið. Akureyrarbær hafi fengið formlegt tilboð sem rann út. „Ég hugsa að það hefði verið besta leiðin. Við værum löngu búin að gera þetta sjálf ef við hefðum haft möguleika á því, ef við hefðum mátt gera það.“ Á meðan fasteignirnar séu í eigu hins opinbera megi Heilsuvernd ekki fara í framkvæmdir til að laga húsið. Teitur segir að Heilsuvernd hafi þó boðist til að sjá um framkvæmdirnar og endurrukka en að það sé óheimilt. „Ég minni á það, ég má ekki gera þetta, ég má ekki fara í þakið, ég má ekki rífa veggi, ég má ekki breyta skipulagi. Ég hef ekki yfirráð yfir húsinu.“
Hjúkrunarheimili Akureyri Rekstur hins opinbera Eldri borgarar Mygla Sprengisandur Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent