Milli sex og átta milljarðar tapist í þjófnaði brotahópa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júlí 2023 17:51 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir stærstan hluta þjófnaða í verslunum vera af völdum erlendra brotahópa. Hann segir lögreglu ekki nægilega tæknivædda til að taka á vandanum og bindur því vonir við að nýr þjófavarnarbúnaður, sem nýtir myndgreiningu í samráði við lögreglu, taki á vandanum. „Þetta er sama mynstur og hefur verið árum saman,“ sagði Andrés í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, spurður út í meinta þjófnaðarhrinu. Samtökin gera ráð fyrir að sex til átta milljarðar króna tapist árlega vegna þjófnaðar í verslunum. „Meirihluti þessara þjófnaðarbrota er af völdum skipulagðra gengja sem senda hingað fólk í þeim eina tilgangi að fremja hér brot af þessu tagi. Við og lögreglan þekkjum þetta mynstur upp á hár. Vandinn er að lögreglan er ekki nægilega tæknivædd til að bregðast við þessum vanda með viðeigandi hætti.“ Hann segir samtökin hafa verið í samráði við lögregluna í um þrjú ár til að þróa fyrrnefndan þjófavarnarbúnað. „Hann gengur út á það að hægt verði að senda myndir og upplýsingar úr öryggiskerfum verslana inn á gagnagrunn lögreglunnar. Þau geti þá fylgst með því sem er að gerast og brugðist mun hraðar við. Sent þann bíl sem er næstur á staðinn og svo framvegis,“ segir Andrés. Vandinn hingað til hafi verið að lögregla hafi ekki brugðist nægilega hratt við en búnaðurinn á að bæta úr því. Andrés segir verslanir verja miklum fjármunum til þess að verja sig frá þjófnaði. „Gallinn er bara sá að þeir sem stunda þessa iðju eru atvinnumenn í því fagi. Það koma alltaf nýjar aðferðir og leiðir, það er gömul saga og ný,“ segir Andrés og heldur áfram: „Þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt að við sjáum fyrir endann á þróun á þessum búnaði sem við erum sátt við, bransinn, lögreglan og eftir því sem ég best veit hefur Persónuvernd samþykkt að notaður verði í þessum tilgangi.“ Verslun Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
„Þetta er sama mynstur og hefur verið árum saman,“ sagði Andrés í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, spurður út í meinta þjófnaðarhrinu. Samtökin gera ráð fyrir að sex til átta milljarðar króna tapist árlega vegna þjófnaðar í verslunum. „Meirihluti þessara þjófnaðarbrota er af völdum skipulagðra gengja sem senda hingað fólk í þeim eina tilgangi að fremja hér brot af þessu tagi. Við og lögreglan þekkjum þetta mynstur upp á hár. Vandinn er að lögreglan er ekki nægilega tæknivædd til að bregðast við þessum vanda með viðeigandi hætti.“ Hann segir samtökin hafa verið í samráði við lögregluna í um þrjú ár til að þróa fyrrnefndan þjófavarnarbúnað. „Hann gengur út á það að hægt verði að senda myndir og upplýsingar úr öryggiskerfum verslana inn á gagnagrunn lögreglunnar. Þau geti þá fylgst með því sem er að gerast og brugðist mun hraðar við. Sent þann bíl sem er næstur á staðinn og svo framvegis,“ segir Andrés. Vandinn hingað til hafi verið að lögregla hafi ekki brugðist nægilega hratt við en búnaðurinn á að bæta úr því. Andrés segir verslanir verja miklum fjármunum til þess að verja sig frá þjófnaði. „Gallinn er bara sá að þeir sem stunda þessa iðju eru atvinnumenn í því fagi. Það koma alltaf nýjar aðferðir og leiðir, það er gömul saga og ný,“ segir Andrés og heldur áfram: „Þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt að við sjáum fyrir endann á þróun á þessum búnaði sem við erum sátt við, bransinn, lögreglan og eftir því sem ég best veit hefur Persónuvernd samþykkt að notaður verði í þessum tilgangi.“
Verslun Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent