Kemur að lokuðum dyrum hjá Menntasjóði og útskriftin í hættu Máni Snær Þorláksson skrifar 25. júlí 2023 13:48 Útskrift Guðrúnar Helgu er nú í hættu þar sem hún fær ekki lán frá Menntasjóði námsmanna fyrir síðasta árinu í skólanum. Aðsend Guðrún Helga Ástudóttir, sem stundar háskólanám við sviðstjórn í Bretlandi, fær ekki námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir síðasta árinu í draumanáminu. Útskriftin er því í hættu en Guðrún segist ekki fá mikla hjálp frá stofnuninni. Fyrir tveimur árum síðan sótti Guðrún um námslán í gegnum Menntasjóð námsmanna. Hún segir að þá hafi sjóðurinn sagt við sig að hún geti fengið lán fyrir öllum skólagjöldunum. Það hafi svo komið í ljós fyrir nokkrum vikum síðan að hún er búin með kvótann sinn. Hún fái því ekki lán fyrir síðasta árinu í skólanum. „Ef ég borga ekki það ár þá get ég ekki útskrifast,“ segir Guðrún í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en DV vakti athygli á máli hennar á dögunum. Guðrún segist hafa sent alls konar spurningar á Menntasjóð til að finna út úr því hvernig hún geti greitt fyrir síðasta árið, hvort hún geti fengið styrk eða eitthvað slíkt. „Vegna þess að námið mitt er ekki kennt á Íslandi og í raun engin leið til að stunda það öðruvísi en að fara til Bretlands eða Bandaríkjanna.“ Hún kom þó að lokuðum dyrum hjá stofnuninni. „Það kemur ekki til greina, það er ekkert í boði fyrir nám sem er ekki kennt á Íslandi. Ekki styrkir og í rauninni engar útskýringar heldur.“ Fleiri hafi verið í sömu stöðu Guðrún segir að Menntasjóður námsmanna láni námsmönnum sem stunda nám erlendis í mesta lagi sex milljónir og þrjú hundruð þúsund krónur. Námið hennar sé dýrara en það en hún hafi sagt sjóðnum það þegar hún sótti um að fá lánið. „Þau samþykktu það í byrjun,“ segir Guðrún en nú sé það komið upp á daginn að kvótinn sé búinn. Guðrún er ekki sú eina sem hefur verið í þessari stöðu. „Það er ein stelpa sem hafði samband við mig og hún lenti í þessu nákvæmlega sama fyrir sex árum síðan. Mér finnst alveg ótrúlegt að eftir sex ár er þetta alveg eins og ekkert búið að breytast,“ segir hún. „Fólk er endalaust að lenda í þessu.“ Þá segir Guðrún að upphæðin sem hún sótti um að fá sé einungis fyrir skólagjöldunum. „Ég fæ ekkert til að borga leigu, mat eða neitt,“ segir hún. „Það er bara þannig, ég veit það alveg og er að vinna í því. En ef þau gætu bara borgað skólagjöldin, það er það eina sem ég bið um.“ Þar sem Guðrún fær ekki lán fyrir skólagjöldunum þarf hún að safna sjálf fyrir kostnaðinum við síðasta árið. Hún hefur sett af stað söfnun á hópfjármögnunarsíðunni GoFundMe til þess. Skóla - og menntamál Bretland Íslendingar erlendis Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Fyrir tveimur árum síðan sótti Guðrún um námslán í gegnum Menntasjóð námsmanna. Hún segir að þá hafi sjóðurinn sagt við sig að hún geti fengið lán fyrir öllum skólagjöldunum. Það hafi svo komið í ljós fyrir nokkrum vikum síðan að hún er búin með kvótann sinn. Hún fái því ekki lán fyrir síðasta árinu í skólanum. „Ef ég borga ekki það ár þá get ég ekki útskrifast,“ segir Guðrún í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en DV vakti athygli á máli hennar á dögunum. Guðrún segist hafa sent alls konar spurningar á Menntasjóð til að finna út úr því hvernig hún geti greitt fyrir síðasta árið, hvort hún geti fengið styrk eða eitthvað slíkt. „Vegna þess að námið mitt er ekki kennt á Íslandi og í raun engin leið til að stunda það öðruvísi en að fara til Bretlands eða Bandaríkjanna.“ Hún kom þó að lokuðum dyrum hjá stofnuninni. „Það kemur ekki til greina, það er ekkert í boði fyrir nám sem er ekki kennt á Íslandi. Ekki styrkir og í rauninni engar útskýringar heldur.“ Fleiri hafi verið í sömu stöðu Guðrún segir að Menntasjóður námsmanna láni námsmönnum sem stunda nám erlendis í mesta lagi sex milljónir og þrjú hundruð þúsund krónur. Námið hennar sé dýrara en það en hún hafi sagt sjóðnum það þegar hún sótti um að fá lánið. „Þau samþykktu það í byrjun,“ segir Guðrún en nú sé það komið upp á daginn að kvótinn sé búinn. Guðrún er ekki sú eina sem hefur verið í þessari stöðu. „Það er ein stelpa sem hafði samband við mig og hún lenti í þessu nákvæmlega sama fyrir sex árum síðan. Mér finnst alveg ótrúlegt að eftir sex ár er þetta alveg eins og ekkert búið að breytast,“ segir hún. „Fólk er endalaust að lenda í þessu.“ Þá segir Guðrún að upphæðin sem hún sótti um að fá sé einungis fyrir skólagjöldunum. „Ég fæ ekkert til að borga leigu, mat eða neitt,“ segir hún. „Það er bara þannig, ég veit það alveg og er að vinna í því. En ef þau gætu bara borgað skólagjöldin, það er það eina sem ég bið um.“ Þar sem Guðrún fær ekki lán fyrir skólagjöldunum þarf hún að safna sjálf fyrir kostnaðinum við síðasta árið. Hún hefur sett af stað söfnun á hópfjármögnunarsíðunni GoFundMe til þess.
Skóla - og menntamál Bretland Íslendingar erlendis Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira