Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 11:25 Frá mótmælum nærri Knesset, ísraelska þinginu, þar sem vatnbyssum hefur verið beitt gegn mótmælendum. AP/Mahmoud Illean Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans hafa um nokkuð skeið reynt að gera umfangsmiklar og verulega umdeildar breytingar á dómstólum Ísraels. Frumvarpið felur í stuttu máli sagt í sér að ríkisstjórnin fengi frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstaréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Benjamín Netanjahú á þingi í morgun. Fyrr í morgun var hann á sjúkrahúsi eftir aðgerð þar sem gangþráður var settur í hann.AP/Maya Alleruzzo Þessum ætlunum hefur verið mótmælt víða í Ísrael og í mjög umfangsmiklum mótmælum frá því í vetur. Hundruð þúsunda hafa mótmælt frumvarpinu og margir hermenn og varaliðshermenn hafa gert það einnig. Netanjahú frestaði atkvæðagreiðslu um frumvarpið fyrr á árinu, vegna mikilla mótmæla. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur í morgun fyrir að ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu, þó hann segi það ógna öryggi landsins. Þá hafa erlendir þjóðhöfðingjar, eins og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gagnrýnt frumvarpið. Viðræðum milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um málamiðlun var slitið nýverið. Netanjahú, sem er 73 ára gamall og stendur frammi fyrir ýmsum ákærum og rannsóknum, fékk nýverið gangþráð en hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í morgun, eftir skurðaðgerð, svo hann gæti tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Búist er við því að atkvæðagreiðslan muni taka um þrjá tíma en hún hófst um klukkan ellefu. Í vakt Times of Israel segir að meðlimir ríkisstjórnarflokkanna séu þó enn að deila sín á milli og leita að einhvers konar samkomulagi um framhaldið, þó að atkvæðagreiðslan sé hafin. Ísrael Tengdar fréttir Níu bornir til grafar í Jenin eftir innrás Ísraelsmanna Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenin á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu báru þá sem féllu í innrás Ísraelshers á búðirnar til grafar í dag. 5. júlí 2023 20:01 Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. 5. júlí 2023 07:30 Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. 4. júlí 2023 19:21 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans hafa um nokkuð skeið reynt að gera umfangsmiklar og verulega umdeildar breytingar á dómstólum Ísraels. Frumvarpið felur í stuttu máli sagt í sér að ríkisstjórnin fengi frjálsari hendur við val á dómurum og hlutverk hæstaréttar í að úrskurða um lögmæti laga yrði útþynnt. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Benjamín Netanjahú á þingi í morgun. Fyrr í morgun var hann á sjúkrahúsi eftir aðgerð þar sem gangþráður var settur í hann.AP/Maya Alleruzzo Þessum ætlunum hefur verið mótmælt víða í Ísrael og í mjög umfangsmiklum mótmælum frá því í vetur. Hundruð þúsunda hafa mótmælt frumvarpinu og margir hermenn og varaliðshermenn hafa gert það einnig. Netanjahú frestaði atkvæðagreiðslu um frumvarpið fyrr á árinu, vegna mikilla mótmæla. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur í morgun fyrir að ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu, þó hann segi það ógna öryggi landsins. Þá hafa erlendir þjóðhöfðingjar, eins og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gagnrýnt frumvarpið. Viðræðum milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um málamiðlun var slitið nýverið. Netanjahú, sem er 73 ára gamall og stendur frammi fyrir ýmsum ákærum og rannsóknum, fékk nýverið gangþráð en hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í morgun, eftir skurðaðgerð, svo hann gæti tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Búist er við því að atkvæðagreiðslan muni taka um þrjá tíma en hún hófst um klukkan ellefu. Í vakt Times of Israel segir að meðlimir ríkisstjórnarflokkanna séu þó enn að deila sín á milli og leita að einhvers konar samkomulagi um framhaldið, þó að atkvæðagreiðslan sé hafin.
Ísrael Tengdar fréttir Níu bornir til grafar í Jenin eftir innrás Ísraelsmanna Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenin á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu báru þá sem féllu í innrás Ísraelshers á búðirnar til grafar í dag. 5. júlí 2023 20:01 Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. 5. júlí 2023 07:30 Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. 4. júlí 2023 19:21 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
Níu bornir til grafar í Jenin eftir innrás Ísraelsmanna Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenin á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu báru þá sem féllu í innrás Ísraelshers á búðirnar til grafar í dag. 5. júlí 2023 20:01
Ísraelsmenn segja aðgerðum í Jenín lokið Ísraelsmenn segjast hafa hætt aðgerðum sínum í flóttamannabúðunum í Jenín á Vesturbakkanum eftir tveggja sólarhringa átök. 5. júlí 2023 07:30
Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. 4. júlí 2023 19:21
Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30