„Vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik" Ásgeir Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2023 22:45 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin þrjú sem hans lið hlaut gegn Fram. Valur komst snemma yfir og bar mikla yfirburði í upphafi en spilamennskan dalaði svo töluvert í seinni hálfleiknum, þeim tókst þó að halda þetta út og klára leikinn 1-0. Valsmenn koma sér með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings. „Mér fannst þetta svolítið leikur tveggja hálfleika, í fyrri hálfleik spiluðum við frábæran fótbolta, bárum algjöra yfirburði og sköpuðum okkur helling af færum en nýttum bara eitt. Ég átti von á því að við myndum koma aðeins sterkari út í seinni en vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik.“ Þrátt fyrir sigurinn var áhyggjutónn í rödd þjálfarans þegar seinni hálfleikur leiksins var ræddur. Hann segir sitt lið hafa átt að ganga frá leiknum meðan tækifærið gafst í fyrri hálfleik. „Það er alltaf þannig, þú getur ekki verið með yfirburði í nítíu mínútur og þarft að nýta þann tíma í leik sem þú ert miklu betri og skapa þér færi, sem við gerðum ekki nógu mikið í fyrri hálfleik... Við vorum bara ekki nógu góðir í seinni, fáum samt tvö dauðafæri í seinni hálfleik en það er eitthvað smá bras á okkur í síðustu leikjum. Sköpum helling af færum á móti Stjörnunni en nýttum ekkert, hér sköpum við helling af færum en skorum bara eitt mark.“ En af hverju stafar þessi mikli munur á spilamennsku liðsins milli hálfleika? „Stundum er það bara þannig, ég veit það ekki, menn fara kannski í einhvern varnargír og ætla að halda eitthvað, þó menn ætli sér ekkert að gera það. Svo er það líka þannig að við erum að spila á móti góðu liði... á einhverjum tímapunkti stígur Fram upp, þeir eru með hörku fótboltamenn sem geta spilað góðan bolta og hafa oft sýnt það. Það var alveg viðbúið að þeir myndu fá einhvern kafla í leiknum, sem betur fer voru þeir ekki margir en þeir sköpuðu sér færi og hefðu getað skorað.“ Valur á næst leik við KR, mánudaginn 31. júlí, þar má gera ráð fyrir hörkuleik milli þessara tveggja Reykjavíkurstórvelda. „Þeir sem þekkja eitthvað til þessara tveggja liða vita að það þarf ekkert að peppa menn upp fyrir þann leik. Þetta er svona alvöru ‘‘derby‘‘ leikur og það verða allir vel gíraðir í þann leik. Ég á bara von á hörkuleik, KR var að tapa núna og ég geri ráð fyrir því að fá þá vel gíraða á móti okkur. En við ætlum að reyna vera þarna uppi og berjast við Víking, þá þurfum við að sækja þrjú stig þangað.“ sagði Arnar að lokum. Valur Besta deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
„Mér fannst þetta svolítið leikur tveggja hálfleika, í fyrri hálfleik spiluðum við frábæran fótbolta, bárum algjöra yfirburði og sköpuðum okkur helling af færum en nýttum bara eitt. Ég átti von á því að við myndum koma aðeins sterkari út í seinni en vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik.“ Þrátt fyrir sigurinn var áhyggjutónn í rödd þjálfarans þegar seinni hálfleikur leiksins var ræddur. Hann segir sitt lið hafa átt að ganga frá leiknum meðan tækifærið gafst í fyrri hálfleik. „Það er alltaf þannig, þú getur ekki verið með yfirburði í nítíu mínútur og þarft að nýta þann tíma í leik sem þú ert miklu betri og skapa þér færi, sem við gerðum ekki nógu mikið í fyrri hálfleik... Við vorum bara ekki nógu góðir í seinni, fáum samt tvö dauðafæri í seinni hálfleik en það er eitthvað smá bras á okkur í síðustu leikjum. Sköpum helling af færum á móti Stjörnunni en nýttum ekkert, hér sköpum við helling af færum en skorum bara eitt mark.“ En af hverju stafar þessi mikli munur á spilamennsku liðsins milli hálfleika? „Stundum er það bara þannig, ég veit það ekki, menn fara kannski í einhvern varnargír og ætla að halda eitthvað, þó menn ætli sér ekkert að gera það. Svo er það líka þannig að við erum að spila á móti góðu liði... á einhverjum tímapunkti stígur Fram upp, þeir eru með hörku fótboltamenn sem geta spilað góðan bolta og hafa oft sýnt það. Það var alveg viðbúið að þeir myndu fá einhvern kafla í leiknum, sem betur fer voru þeir ekki margir en þeir sköpuðu sér færi og hefðu getað skorað.“ Valur á næst leik við KR, mánudaginn 31. júlí, þar má gera ráð fyrir hörkuleik milli þessara tveggja Reykjavíkurstórvelda. „Þeir sem þekkja eitthvað til þessara tveggja liða vita að það þarf ekkert að peppa menn upp fyrir þann leik. Þetta er svona alvöru ‘‘derby‘‘ leikur og það verða allir vel gíraðir í þann leik. Ég á bara von á hörkuleik, KR var að tapa núna og ég geri ráð fyrir því að fá þá vel gíraða á móti okkur. En við ætlum að reyna vera þarna uppi og berjast við Víking, þá þurfum við að sækja þrjú stig þangað.“ sagði Arnar að lokum.
Valur Besta deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira