Bjarni ósammála ákvörðun Svandísar um strandveiðar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júlí 2023 14:00 Bjarni kennir starfsfólki matvælaráðuneytisins um styttingu strandveiðitímabilsins en hvetur ráðherra til að breyta ákvörðuninni. Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn Bjarni Jónsson segist vera ósammála flokkssystur sinni, matvælaráðherranum Svandísi Svavarsdóttur, varðandi strandveiðar. Hann gagnrýnir ráðuneytið fyrir styttingu tímabilsins og hvetur það til þess að auka við strandveiðikvótann. Segir Bjarni að hægt sé að gera það strax í ár. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í morgun þar sem Bjarni og Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, ræddu um málið. „Með því að fara vel yfir þetta í upphafi sumars þá er hægt að sjá heimildir hér og þar sem hægt er að nýta sem annars féllu niður á fiskveiðiárinu og bæta þeim við strandveiðipottinn. Það gerði núverandi ráðherra með myndarbrag síðastliðið sumar og forveri hennar á árinu undan. Ég er ekki á sama stað og matvælaráðuneytið núna, að það hefði ekki verið hægt að gera slíkt hið sama þetta fiskveiðiárið,“ sagði Bjarni. Aumlegt og lúalegt viðtal Bæði Bjarni og Kjartan sögðu það aumlegt og lúalegt af Þorsteini Sigurðssyni,forstjóra Hafrannsóknarstofnunar að segja í viðtali við RÚV að kvótakerfið væri í uppnámi ef nokkur hundruð tonnum yrði bætt við strandveiðarnar. Ekki múkk hefði heyrst frá sömu stofnun varðandi stórútgerðina. Kjartan var mjög ómyrkur í máli í garð stórútgerðarinnar og SFS hvað varðar umræðuna um skiptingu aflans. Strandveiðimenn hefðu einungis 0,88 prósent kvótans. „Ef það væri ekki fyrir SFS og stórútgerðina þá væri þetta lagað með einu pennastriki. Við verðum að athuga hvers vegna þeir hata okkur svona gjörsamlega eins og pestina. Samningurinn við þjóðina út frá þeirra sjónarhorni er að íslenskur sjávarútvegur sé arðbær en fá þá að vera svolitlir bastarðar á móti. Það er díllinn. Ef það þarf að leggja nokkur sjávarpláss í rúst og skrapa nokkur kóralrif þá er það í lagi,“ sagði Kjartan. ATH: Fréttin hefur verið uppfærð Vinstri græn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Síðasti dagur strandveiða Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. 11. júlí 2023 14:39 Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. 15. júlí 2023 15:15 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í morgun þar sem Bjarni og Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, ræddu um málið. „Með því að fara vel yfir þetta í upphafi sumars þá er hægt að sjá heimildir hér og þar sem hægt er að nýta sem annars féllu niður á fiskveiðiárinu og bæta þeim við strandveiðipottinn. Það gerði núverandi ráðherra með myndarbrag síðastliðið sumar og forveri hennar á árinu undan. Ég er ekki á sama stað og matvælaráðuneytið núna, að það hefði ekki verið hægt að gera slíkt hið sama þetta fiskveiðiárið,“ sagði Bjarni. Aumlegt og lúalegt viðtal Bæði Bjarni og Kjartan sögðu það aumlegt og lúalegt af Þorsteini Sigurðssyni,forstjóra Hafrannsóknarstofnunar að segja í viðtali við RÚV að kvótakerfið væri í uppnámi ef nokkur hundruð tonnum yrði bætt við strandveiðarnar. Ekki múkk hefði heyrst frá sömu stofnun varðandi stórútgerðina. Kjartan var mjög ómyrkur í máli í garð stórútgerðarinnar og SFS hvað varðar umræðuna um skiptingu aflans. Strandveiðimenn hefðu einungis 0,88 prósent kvótans. „Ef það væri ekki fyrir SFS og stórútgerðina þá væri þetta lagað með einu pennastriki. Við verðum að athuga hvers vegna þeir hata okkur svona gjörsamlega eins og pestina. Samningurinn við þjóðina út frá þeirra sjónarhorni er að íslenskur sjávarútvegur sé arðbær en fá þá að vera svolitlir bastarðar á móti. Það er díllinn. Ef það þarf að leggja nokkur sjávarpláss í rúst og skrapa nokkur kóralrif þá er það í lagi,“ sagði Kjartan. ATH: Fréttin hefur verið uppfærð
Vinstri græn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Síðasti dagur strandveiða Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. 11. júlí 2023 14:39 Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. 15. júlí 2023 15:15 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Síðasti dagur strandveiða Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. 11. júlí 2023 14:39
Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. 15. júlí 2023 15:15
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent