Greiðir átta milljarða til að komast hjá rannsókn vegna Epstein Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2023 11:20 Leon Black og eiginkona hans Debra í veislu á vegum nýlistasafnsins í New York (MoMA). Hann var um árabil stjórnarformaður safnsins en þurfti að segja af sér í kjölfar hneykslismálsins. Andrew Toth/Getty Leon Black, bandarískur auðjöfur og stofnandi eins stærsta eignastýringafyrirtækis heims, hefur samþykkt að greiða yfirvöldum á Bandarísku Jómfrúaeyjum 8,2 milljarða króna gegn því að þau hætti rannsókn á tengslum hans við Jeffrey Epstein. Líkt og frægt er orðið braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil. Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum hafa haft mál Epsteins til rannsóknar í þrjú ár en hann var grunaður um umfangsmikið mansal á einkaeyju sinni, sem tilheyrir eyjaklasanum. Hann verður þó aldrei dreginn fyrir dóm enda svipti hann sig lífi í fangelsi í New York árið 2019. Tengsl Leons Black, eins fjögurra stofnenda eignastýringafyrirtækisins Apollo Global Management, við Epstein hafa komið honum í klandur frá því að mál Epsteins kom upp. Tengslin voru bæði af félagslegum og viðskiptalegum toga, til að mynda greiddi hann Epstein 158 milljónir Bandaríkjadala fyrir skattaráðgjöf. Black neyddist til þess að hætta sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Apollo árið 2021. Fyrirtækið er eitt hið stærsta sinna tegundar og stýrir eignum sem metnar eru á um 500 milljarða dollara. Sjálfur er Black metinn á tæpa 11 milljarða dollara, og er þar með meðal ríkustu manna heims. Greiddi með reiðufé Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum gerðu samkomulag við dánarbú Epsteins um að það myndi greiða 105 milljónir dala í nóvember síðastliðnum. Skömmu síðar höfðuðu þau mál á hendur bankanum JPMorgan Chase, sem Epstein var í viðskiptum við um árabil. The New York Times greindi frá því í gær að yfirvöld hefðu gert sams konar samkomulag við Leon Black. Miðillinn óskaði eftir upplýsingum frá yfirvöldum um samningaviðræður við Black á grundvelli upplýsingalaga. Samkvæmt gögnum sem miðillinn fékk afhent samþykkti Black að láta 62,5 milljónir dala, um 8,2 milljarða króna, af hendi rakna gegn því að rannsókn á málefnum hans yrði lokið. Það sem meira er samþykkti auðjöfurinn að greiða með reiðufé. New York Times hefur eftir Whit Clay, talsmanni Black, að hann hafi átt í viðskiptum við Epstein en að hann hafi ekkert vitað af kynferðisbrotum hans. Ekkert í samkomulaginu bendi til þess. Hann hafi einfaldlega samið eins og bankar hafa gert vegna þess að fjármunir, sem frá þeim hafa runnið í vasa Epsteins, gætu hafa verið nýttir til þess að fjármagna brotastarfsemi. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12. júlí 2012 08:03 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum hafa haft mál Epsteins til rannsóknar í þrjú ár en hann var grunaður um umfangsmikið mansal á einkaeyju sinni, sem tilheyrir eyjaklasanum. Hann verður þó aldrei dreginn fyrir dóm enda svipti hann sig lífi í fangelsi í New York árið 2019. Tengsl Leons Black, eins fjögurra stofnenda eignastýringafyrirtækisins Apollo Global Management, við Epstein hafa komið honum í klandur frá því að mál Epsteins kom upp. Tengslin voru bæði af félagslegum og viðskiptalegum toga, til að mynda greiddi hann Epstein 158 milljónir Bandaríkjadala fyrir skattaráðgjöf. Black neyddist til þess að hætta sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Apollo árið 2021. Fyrirtækið er eitt hið stærsta sinna tegundar og stýrir eignum sem metnar eru á um 500 milljarða dollara. Sjálfur er Black metinn á tæpa 11 milljarða dollara, og er þar með meðal ríkustu manna heims. Greiddi með reiðufé Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum gerðu samkomulag við dánarbú Epsteins um að það myndi greiða 105 milljónir dala í nóvember síðastliðnum. Skömmu síðar höfðuðu þau mál á hendur bankanum JPMorgan Chase, sem Epstein var í viðskiptum við um árabil. The New York Times greindi frá því í gær að yfirvöld hefðu gert sams konar samkomulag við Leon Black. Miðillinn óskaði eftir upplýsingum frá yfirvöldum um samningaviðræður við Black á grundvelli upplýsingalaga. Samkvæmt gögnum sem miðillinn fékk afhent samþykkti Black að láta 62,5 milljónir dala, um 8,2 milljarða króna, af hendi rakna gegn því að rannsókn á málefnum hans yrði lokið. Það sem meira er samþykkti auðjöfurinn að greiða með reiðufé. New York Times hefur eftir Whit Clay, talsmanni Black, að hann hafi átt í viðskiptum við Epstein en að hann hafi ekkert vitað af kynferðisbrotum hans. Ekkert í samkomulaginu bendi til þess. Hann hafi einfaldlega samið eins og bankar hafa gert vegna þess að fjármunir, sem frá þeim hafa runnið í vasa Epsteins, gætu hafa verið nýttir til þess að fjármagna brotastarfsemi.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12. júlí 2012 08:03 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12. júlí 2012 08:03