Greiðir átta milljarða til að komast hjá rannsókn vegna Epstein Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2023 11:20 Leon Black og eiginkona hans Debra í veislu á vegum nýlistasafnsins í New York (MoMA). Hann var um árabil stjórnarformaður safnsins en þurfti að segja af sér í kjölfar hneykslismálsins. Andrew Toth/Getty Leon Black, bandarískur auðjöfur og stofnandi eins stærsta eignastýringafyrirtækis heims, hefur samþykkt að greiða yfirvöldum á Bandarísku Jómfrúaeyjum 8,2 milljarða króna gegn því að þau hætti rannsókn á tengslum hans við Jeffrey Epstein. Líkt og frægt er orðið braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil. Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum hafa haft mál Epsteins til rannsóknar í þrjú ár en hann var grunaður um umfangsmikið mansal á einkaeyju sinni, sem tilheyrir eyjaklasanum. Hann verður þó aldrei dreginn fyrir dóm enda svipti hann sig lífi í fangelsi í New York árið 2019. Tengsl Leons Black, eins fjögurra stofnenda eignastýringafyrirtækisins Apollo Global Management, við Epstein hafa komið honum í klandur frá því að mál Epsteins kom upp. Tengslin voru bæði af félagslegum og viðskiptalegum toga, til að mynda greiddi hann Epstein 158 milljónir Bandaríkjadala fyrir skattaráðgjöf. Black neyddist til þess að hætta sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Apollo árið 2021. Fyrirtækið er eitt hið stærsta sinna tegundar og stýrir eignum sem metnar eru á um 500 milljarða dollara. Sjálfur er Black metinn á tæpa 11 milljarða dollara, og er þar með meðal ríkustu manna heims. Greiddi með reiðufé Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum gerðu samkomulag við dánarbú Epsteins um að það myndi greiða 105 milljónir dala í nóvember síðastliðnum. Skömmu síðar höfðuðu þau mál á hendur bankanum JPMorgan Chase, sem Epstein var í viðskiptum við um árabil. The New York Times greindi frá því í gær að yfirvöld hefðu gert sams konar samkomulag við Leon Black. Miðillinn óskaði eftir upplýsingum frá yfirvöldum um samningaviðræður við Black á grundvelli upplýsingalaga. Samkvæmt gögnum sem miðillinn fékk afhent samþykkti Black að láta 62,5 milljónir dala, um 8,2 milljarða króna, af hendi rakna gegn því að rannsókn á málefnum hans yrði lokið. Það sem meira er samþykkti auðjöfurinn að greiða með reiðufé. New York Times hefur eftir Whit Clay, talsmanni Black, að hann hafi átt í viðskiptum við Epstein en að hann hafi ekkert vitað af kynferðisbrotum hans. Ekkert í samkomulaginu bendi til þess. Hann hafi einfaldlega samið eins og bankar hafa gert vegna þess að fjármunir, sem frá þeim hafa runnið í vasa Epsteins, gætu hafa verið nýttir til þess að fjármagna brotastarfsemi. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12. júlí 2012 08:03 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum hafa haft mál Epsteins til rannsóknar í þrjú ár en hann var grunaður um umfangsmikið mansal á einkaeyju sinni, sem tilheyrir eyjaklasanum. Hann verður þó aldrei dreginn fyrir dóm enda svipti hann sig lífi í fangelsi í New York árið 2019. Tengsl Leons Black, eins fjögurra stofnenda eignastýringafyrirtækisins Apollo Global Management, við Epstein hafa komið honum í klandur frá því að mál Epsteins kom upp. Tengslin voru bæði af félagslegum og viðskiptalegum toga, til að mynda greiddi hann Epstein 158 milljónir Bandaríkjadala fyrir skattaráðgjöf. Black neyddist til þess að hætta sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Apollo árið 2021. Fyrirtækið er eitt hið stærsta sinna tegundar og stýrir eignum sem metnar eru á um 500 milljarða dollara. Sjálfur er Black metinn á tæpa 11 milljarða dollara, og er þar með meðal ríkustu manna heims. Greiddi með reiðufé Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum gerðu samkomulag við dánarbú Epsteins um að það myndi greiða 105 milljónir dala í nóvember síðastliðnum. Skömmu síðar höfðuðu þau mál á hendur bankanum JPMorgan Chase, sem Epstein var í viðskiptum við um árabil. The New York Times greindi frá því í gær að yfirvöld hefðu gert sams konar samkomulag við Leon Black. Miðillinn óskaði eftir upplýsingum frá yfirvöldum um samningaviðræður við Black á grundvelli upplýsingalaga. Samkvæmt gögnum sem miðillinn fékk afhent samþykkti Black að láta 62,5 milljónir dala, um 8,2 milljarða króna, af hendi rakna gegn því að rannsókn á málefnum hans yrði lokið. Það sem meira er samþykkti auðjöfurinn að greiða með reiðufé. New York Times hefur eftir Whit Clay, talsmanni Black, að hann hafi átt í viðskiptum við Epstein en að hann hafi ekkert vitað af kynferðisbrotum hans. Ekkert í samkomulaginu bendi til þess. Hann hafi einfaldlega samið eins og bankar hafa gert vegna þess að fjármunir, sem frá þeim hafa runnið í vasa Epsteins, gætu hafa verið nýttir til þess að fjármagna brotastarfsemi.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12. júlí 2012 08:03 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12. júlí 2012 08:03