„Ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. júlí 2023 13:31 Anna Lúðvíksdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. Vísir/Samsett mynd Samráðsgátt stjórnvalda þjónar ekki tilgangi sínum þegar umsagnarfrestur að drögum að breytingu á reglugerðum er settur í miðju sumarfríi þorra landsmanna að sögn framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty. Drög að breytingu á reglugerð um útlendinga þrengi möguleika ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Hagsmunaaðilum og einstaklingum gafst kostur á að skila inn umsögn við drög að breytingu á reglugerð um útlendinga í júlí og rann umsagnarfresturinn út 18. júlí. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty, segir tímasetningu stjórnvalda ekki til þess fallna að auka gagnsæi. Allir í sumarfríi „Okkur fannst vont að því að drög að reglugerð að breytingum væru settar inn á þessum tíma þar sem við teljum að sá fjöldi mannréttindasamtaka og samtaka og einstaklinga sem láta sig þessi mál varða hefðu mögulega viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri en ekki haft tök á vegna þessarar tímasetningar,“ segir Anna. Eðlilegt hefði verið að hafa frestinn fram yfir verslunarmannahelgi fyrst þessi tímasetning hafi orðið fyrir valinu. Unnið gegn markmiðum „Við sjáum það að það voru sex aðilar sem skiluðu umsögn og það er frábært en ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna og bætir við að þau telji markmiðum samráðsgáttarinnar ekki hafa verið náð. „Því markmiðið er að auka gagnsæi og auka möguleika almennings og hagsmunaaðila til að taka þátt í stefnumótun og reglusetningu við ákvörðunartöku hér á landi þannig að við teljum að með þessari tímasetningu er ekki verið að vinna að markmiðum samráðsgáttarinnar með fullnægjandi hætti.“ Þrengja að ákveðnum hópi Íslandsdeild Amnesty hafi tekið undir umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands og athugasemdum þeirra. „Við vildum bara undirstrika það sem kom þar fram að við tökum undir þau sjónarmið og við lítum svo á að þessi breyting á reglugerðinni sé til þess fallin að þrengja möguleiki ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Jafnvel umfram skýran vilja löggjafans, það er eins og það sé verið að þrengja að ákveðnum hópi – við viljum reyna tryggja það að svo sé ekki gert,“ segir Anna. Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Hagsmunaaðilum og einstaklingum gafst kostur á að skila inn umsögn við drög að breytingu á reglugerð um útlendinga í júlí og rann umsagnarfresturinn út 18. júlí. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty, segir tímasetningu stjórnvalda ekki til þess fallna að auka gagnsæi. Allir í sumarfríi „Okkur fannst vont að því að drög að reglugerð að breytingum væru settar inn á þessum tíma þar sem við teljum að sá fjöldi mannréttindasamtaka og samtaka og einstaklinga sem láta sig þessi mál varða hefðu mögulega viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri en ekki haft tök á vegna þessarar tímasetningar,“ segir Anna. Eðlilegt hefði verið að hafa frestinn fram yfir verslunarmannahelgi fyrst þessi tímasetning hafi orðið fyrir valinu. Unnið gegn markmiðum „Við sjáum það að það voru sex aðilar sem skiluðu umsögn og það er frábært en ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna og bætir við að þau telji markmiðum samráðsgáttarinnar ekki hafa verið náð. „Því markmiðið er að auka gagnsæi og auka möguleika almennings og hagsmunaaðila til að taka þátt í stefnumótun og reglusetningu við ákvörðunartöku hér á landi þannig að við teljum að með þessari tímasetningu er ekki verið að vinna að markmiðum samráðsgáttarinnar með fullnægjandi hætti.“ Þrengja að ákveðnum hópi Íslandsdeild Amnesty hafi tekið undir umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands og athugasemdum þeirra. „Við vildum bara undirstrika það sem kom þar fram að við tökum undir þau sjónarmið og við lítum svo á að þessi breyting á reglugerðinni sé til þess fallin að þrengja möguleiki ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Jafnvel umfram skýran vilja löggjafans, það er eins og það sé verið að þrengja að ákveðnum hópi – við viljum reyna tryggja það að svo sé ekki gert,“ segir Anna.
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira