Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 2. nóvember 2025 15:48 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir Fulltrúar verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur kjörbúða í minni bæjarstæðum á landsbyggðinni. Um félagslegt byggðarmál sé að ræða. Án þessar grunnþjónustu sé hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki. Samtök verslunar og þjónustu hafa kallað eftir breytingum á rekstrarumhverfi kjörbúða í bæjarplássum á landsbyggðinni. Þau nefna lokun verslunarinnar Hamonu á Þingeyri sem eitt dæmi um afleiðingar erfiðs rekstrarumhverfis. Hammona var eina verslun bæjarins en nú þurfa íbúar þar að ferðast meira en fimmtíu kílómetra til að sækja næstu verslun. Ferð sem geti verið erfið og jafnvel varasöm í vetrarfærð. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að rekstur verslana á landsbyggðinni sé oft háður ferðamannastraumi og geti því reksturinn yfir vetrarmánuðina oft reynst erfiður. „Það er náttúrlega hvernig svona rekstur hefur þróast almennt. Stærsti hluti svona kjörbúðna sem eru starfandi eru orðnar lágvöruverslanir,“ segir Benedikt. Hann segir að um félagslegt byggðarmál sé að ræða. „Þú þarft að geta sótt nauðsynjavörur á einhvern stað. Án þess að þurfa að keyra fimmtíu kílómetra eða hvað það er. Síðan er þessi þáttur sem íbúar landsbyggðarinnar þekkja. Þessar búðir og þessar sjoppur, þetta er náttúrulega samkomustaður. Þarna hittist fólk,“ segir hann. „Ég held að það sé bara bráðnauðsynlegt. Það þarf að vera eitthvað lágmarksaðgengi að verslunarvöru á hverjum stað. Annars er bara hætt við að þessir staðir þrífist ekki.“ Benedikt hvetur stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur umræddra verslana. „Ríkið er nú þegar að stunda verslun í þessum bæjum, hvort sem það er beint eða óbeint. Það er náttúrulega áfengisverslunin og þar er velta og þar er framleið sem er í mörgum tilvikum jafnvel helmingurinn af veltu verslunarinnar sem er þar til staðar og er í vanda,“ segir Benedikt. „Skoða þarf að færa þessa verslun til þeirrar verslunar sem er þar starfandi í staðinn fyrir að hún sér í höndum ríkisstofnunar í Reykjavík.“ Byggðamál Verslun Ísafjarðarbær Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu hafa kallað eftir breytingum á rekstrarumhverfi kjörbúða í bæjarplássum á landsbyggðinni. Þau nefna lokun verslunarinnar Hamonu á Þingeyri sem eitt dæmi um afleiðingar erfiðs rekstrarumhverfis. Hammona var eina verslun bæjarins en nú þurfa íbúar þar að ferðast meira en fimmtíu kílómetra til að sækja næstu verslun. Ferð sem geti verið erfið og jafnvel varasöm í vetrarfærð. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að rekstur verslana á landsbyggðinni sé oft háður ferðamannastraumi og geti því reksturinn yfir vetrarmánuðina oft reynst erfiður. „Það er náttúrlega hvernig svona rekstur hefur þróast almennt. Stærsti hluti svona kjörbúðna sem eru starfandi eru orðnar lágvöruverslanir,“ segir Benedikt. Hann segir að um félagslegt byggðarmál sé að ræða. „Þú þarft að geta sótt nauðsynjavörur á einhvern stað. Án þess að þurfa að keyra fimmtíu kílómetra eða hvað það er. Síðan er þessi þáttur sem íbúar landsbyggðarinnar þekkja. Þessar búðir og þessar sjoppur, þetta er náttúrulega samkomustaður. Þarna hittist fólk,“ segir hann. „Ég held að það sé bara bráðnauðsynlegt. Það þarf að vera eitthvað lágmarksaðgengi að verslunarvöru á hverjum stað. Annars er bara hætt við að þessir staðir þrífist ekki.“ Benedikt hvetur stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur umræddra verslana. „Ríkið er nú þegar að stunda verslun í þessum bæjum, hvort sem það er beint eða óbeint. Það er náttúrulega áfengisverslunin og þar er velta og þar er framleið sem er í mörgum tilvikum jafnvel helmingurinn af veltu verslunarinnar sem er þar til staðar og er í vanda,“ segir Benedikt. „Skoða þarf að færa þessa verslun til þeirrar verslunar sem er þar starfandi í staðinn fyrir að hún sér í höndum ríkisstofnunar í Reykjavík.“
Byggðamál Verslun Ísafjarðarbær Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira