„Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. nóvember 2025 20:01 Megan Prescott, stjórnarformaður National Ugly Mugs. vísir/Bjarni Ráðstefna kynlífsverkafólks fór fram í fyrsta skipti hér á landi í gær. Rauða regnhlífin sem stóð fyrir ráðstefnunni kallar eftir því að umræðan verði opnuð og reglur og lög varðandi kynlífsverkafólk endurskoðað. Sérstök ráðstefna kynlífsverkafólks fór fram í Norræna húsinu í fyrsta skipti hér á landi og lagði almenningur leið sína hingað til að fræðast um raunveruleika þessarar starfsstéttar. Ráðstefnan fór fram í gær og var á vegum Rauðu regnhlífarinnar í samstarfi Old Pros, bandarísk baráttusamtök, og fleiri erlend samtök. Þar var fjallað um afglæpavæðingu með kynningum, pallborðsumræðum og leiksýningu. Forvígismenn ráðstefnunnar sem hafa bæði reynslu af kynflísverkavinnu segja mikilvægt að kynlífsverkafólk hafi vettvang til að segja sögu sínu. „Það er svo mikil skömm sem við fáum frá samfélaginu og þetta er svo grafið. Þetta er svo falið í samfélaginu að fólk einhvern veginn hefur enga hugmynd um hvernig þetta er í rauninni,“ segir Renata Sara Arnórsdóttir hjá Rauðu regnhlífinni. „Staðreyndin er sú að það er til kynlífsverkafólk og það eru til þolendur vændis. Við þurfum að taka þessi samtöl,“ segir Logn Blómdal hjá Rauðu regnhlífinni. Renata Sara Arnórsdóttir hjá Rauðu regnhlífinnivísir/bjarni Of mikið sé um mýtur og smánun að þeirra mati. Kynlífsverkafólk veigri sér við því að tilkynna ofbeldi til lögreglu. „Fólk sem hefur reynt að tilkynna ofbeldi hefur verið sektað fyrir að auglýsa og jafnvel verið vaktað til þess að ná kúnnum,“ sagði Renata. „Við viljum að lögin hafi hag seljanda, sama hvort þau séu þolendur vændis eða kynlífsverkafólks, að leiðarljósi,“ sagði Logn. Logn Blómdal hjá Rauðu regnhlífinni.Vísir/Einar Megan Prescott, baráttukona hjá breskum samtökum fyrir kynlífsverkafólk og OnlyFans-stjarna, segir ráðstefnu sem þessa geta opnað umræðuna sem geti skipt sköpum. „Til að draga úr ofbeldi gegn kynlífsverkafólki geta allir gert eitthvað. Ef þú upplifir smánun í garð kynlífsverkafólks, jafnvel þótt þú sért í samræðum þar sem einhver segir brandara á kostnað kynlífsverkafólks eða horfir á vafasama fjölmiðlaumfjöllun um kynlífsverkafólk eða það er hluti af sögufléttu án þess að hafa persónuleika getur þú risið gegn því. Þú gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði.“ Vændi Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Sérstök ráðstefna kynlífsverkafólks fór fram í Norræna húsinu í fyrsta skipti hér á landi og lagði almenningur leið sína hingað til að fræðast um raunveruleika þessarar starfsstéttar. Ráðstefnan fór fram í gær og var á vegum Rauðu regnhlífarinnar í samstarfi Old Pros, bandarísk baráttusamtök, og fleiri erlend samtök. Þar var fjallað um afglæpavæðingu með kynningum, pallborðsumræðum og leiksýningu. Forvígismenn ráðstefnunnar sem hafa bæði reynslu af kynflísverkavinnu segja mikilvægt að kynlífsverkafólk hafi vettvang til að segja sögu sínu. „Það er svo mikil skömm sem við fáum frá samfélaginu og þetta er svo grafið. Þetta er svo falið í samfélaginu að fólk einhvern veginn hefur enga hugmynd um hvernig þetta er í rauninni,“ segir Renata Sara Arnórsdóttir hjá Rauðu regnhlífinni. „Staðreyndin er sú að það er til kynlífsverkafólk og það eru til þolendur vændis. Við þurfum að taka þessi samtöl,“ segir Logn Blómdal hjá Rauðu regnhlífinni. Renata Sara Arnórsdóttir hjá Rauðu regnhlífinnivísir/bjarni Of mikið sé um mýtur og smánun að þeirra mati. Kynlífsverkafólk veigri sér við því að tilkynna ofbeldi til lögreglu. „Fólk sem hefur reynt að tilkynna ofbeldi hefur verið sektað fyrir að auglýsa og jafnvel verið vaktað til þess að ná kúnnum,“ sagði Renata. „Við viljum að lögin hafi hag seljanda, sama hvort þau séu þolendur vændis eða kynlífsverkafólks, að leiðarljósi,“ sagði Logn. Logn Blómdal hjá Rauðu regnhlífinni.Vísir/Einar Megan Prescott, baráttukona hjá breskum samtökum fyrir kynlífsverkafólk og OnlyFans-stjarna, segir ráðstefnu sem þessa geta opnað umræðuna sem geti skipt sköpum. „Til að draga úr ofbeldi gegn kynlífsverkafólki geta allir gert eitthvað. Ef þú upplifir smánun í garð kynlífsverkafólks, jafnvel þótt þú sért í samræðum þar sem einhver segir brandara á kostnað kynlífsverkafólks eða horfir á vafasama fjölmiðlaumfjöllun um kynlífsverkafólk eða það er hluti af sögufléttu án þess að hafa persónuleika getur þú risið gegn því. Þú gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði.“
Vændi Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent