Sorglegt að sveitarfélagið standi ekki með Seyðfirðingum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júlí 2023 17:38 Benedikta Guðrún er formaður félagasamtakanna VÁ, sem hefur það markmið að vernda Seyðisfjörð frá laxeldi í opnum sjókvíum. aðsend Fjölmenn mótmæli voru haldin á Seyðisfirði um helgina þar sem áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði var mótmælt. Formaður félagasamtaka á Seyðisfirði segir sorglegt sveitarfélagið standi ekki með meirihluta íbúa, sem eru andvígir áformunum. Félagasamtökin VÁ hafa í um þrjú ár barist gegn áformum um að koma upp um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Fyrr á þessu ári sýndi skoðanakönnun, sem Gallup framkvæmdi að ósk Múlaþings, fram á að um 75 prósent íbúa á Seyðisfirði væru andvígir sjókvíaeldi í firðinum. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir er formaður samtakanna. „Á fimmtudaginn ákvaðum við að blása til samstöðufundar þar sem við heiðrum þessa samstöðu, komum saman og sögðum hátt og skýrt til allra landsmanna, stofnana, ríkis og til fyrirtækisins að við höfum engan áhuga á þessu sjókvíaeldi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stoppa það.“ Áform um uppbyggingu laxeldis í Seyðisfirði eru á vegum Ice Fish Farm. Benedikta segir meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings hafa sent íbúum skýr skilaboð um að ekki sé staðið við bak þeirra sem berjast gegn uppbyggingunni. „Þau hafa bara haldið fram algjöru valdaleysi og látið eins og þau hafi ekkert um málið að segja. En við vitum að svo er ekki, sveitarfélagið er rödd okkar til ríkisins. Þeim hefur verið tíðrætt um fulltrúalýðræði en gátu ekki einu sinni sent út móralska stuðningsyfirlýsingu til Seyðfirðinga í baráttu sinni, eftir að niðurstöður könnunarinnar komu í ljós.“ Hún segir niðurstöðuna hafa komið sveitarfélaginu á óvart og hún hafi verið sett ofan í skúffu í framhaldinu. Samtökin hafa kvartað til umboðsmanns og höfðað mál gegn ríkinu og innviðaráðherra vegna haf- og strandveiðiskipulags, þar sem nýtingarsvæði í firðinum hafi verið samþykkt eftir uppskrift fiskeldisfyrirtækisins. „Við munum halda á lofti þessari miklu valdníðslu og óréttmæti sem verið er að beita Seyðfirðinga.“ Benedikta segir að við stofnun sveitarfélagsins Múlaþings árið 2020, með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, hafi áhersla verið lögð á að minni kjarnar sveitarfélagsins héldu rödd sinni. „Þá voru loforð gefin um að hver kjarni myndi fá að njóta sín og heimastjórnir settar upp til að vernda sjálfstæði hvers kjarna. Hættan við sameiningu er enda að litlu kjarnarnir missi rödd. Í ljósi þess er þetta ótrúlega sorglegt.“ Fiskeldi Múlaþing Umhverfismál Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Félagasamtökin VÁ hafa í um þrjú ár barist gegn áformum um að koma upp um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Fyrr á þessu ári sýndi skoðanakönnun, sem Gallup framkvæmdi að ósk Múlaþings, fram á að um 75 prósent íbúa á Seyðisfirði væru andvígir sjókvíaeldi í firðinum. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir er formaður samtakanna. „Á fimmtudaginn ákvaðum við að blása til samstöðufundar þar sem við heiðrum þessa samstöðu, komum saman og sögðum hátt og skýrt til allra landsmanna, stofnana, ríkis og til fyrirtækisins að við höfum engan áhuga á þessu sjókvíaeldi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stoppa það.“ Áform um uppbyggingu laxeldis í Seyðisfirði eru á vegum Ice Fish Farm. Benedikta segir meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings hafa sent íbúum skýr skilaboð um að ekki sé staðið við bak þeirra sem berjast gegn uppbyggingunni. „Þau hafa bara haldið fram algjöru valdaleysi og látið eins og þau hafi ekkert um málið að segja. En við vitum að svo er ekki, sveitarfélagið er rödd okkar til ríkisins. Þeim hefur verið tíðrætt um fulltrúalýðræði en gátu ekki einu sinni sent út móralska stuðningsyfirlýsingu til Seyðfirðinga í baráttu sinni, eftir að niðurstöður könnunarinnar komu í ljós.“ Hún segir niðurstöðuna hafa komið sveitarfélaginu á óvart og hún hafi verið sett ofan í skúffu í framhaldinu. Samtökin hafa kvartað til umboðsmanns og höfðað mál gegn ríkinu og innviðaráðherra vegna haf- og strandveiðiskipulags, þar sem nýtingarsvæði í firðinum hafi verið samþykkt eftir uppskrift fiskeldisfyrirtækisins. „Við munum halda á lofti þessari miklu valdníðslu og óréttmæti sem verið er að beita Seyðfirðinga.“ Benedikta segir að við stofnun sveitarfélagsins Múlaþings árið 2020, með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, hafi áhersla verið lögð á að minni kjarnar sveitarfélagsins héldu rödd sinni. „Þá voru loforð gefin um að hver kjarni myndi fá að njóta sín og heimastjórnir settar upp til að vernda sjálfstæði hvers kjarna. Hættan við sameiningu er enda að litlu kjarnarnir missi rödd. Í ljósi þess er þetta ótrúlega sorglegt.“
Fiskeldi Múlaþing Umhverfismál Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira