Sorglegt að sveitarfélagið standi ekki með Seyðfirðingum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júlí 2023 17:38 Benedikta Guðrún er formaður félagasamtakanna VÁ, sem hefur það markmið að vernda Seyðisfjörð frá laxeldi í opnum sjókvíum. aðsend Fjölmenn mótmæli voru haldin á Seyðisfirði um helgina þar sem áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði var mótmælt. Formaður félagasamtaka á Seyðisfirði segir sorglegt sveitarfélagið standi ekki með meirihluta íbúa, sem eru andvígir áformunum. Félagasamtökin VÁ hafa í um þrjú ár barist gegn áformum um að koma upp um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Fyrr á þessu ári sýndi skoðanakönnun, sem Gallup framkvæmdi að ósk Múlaþings, fram á að um 75 prósent íbúa á Seyðisfirði væru andvígir sjókvíaeldi í firðinum. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir er formaður samtakanna. „Á fimmtudaginn ákvaðum við að blása til samstöðufundar þar sem við heiðrum þessa samstöðu, komum saman og sögðum hátt og skýrt til allra landsmanna, stofnana, ríkis og til fyrirtækisins að við höfum engan áhuga á þessu sjókvíaeldi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stoppa það.“ Áform um uppbyggingu laxeldis í Seyðisfirði eru á vegum Ice Fish Farm. Benedikta segir meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings hafa sent íbúum skýr skilaboð um að ekki sé staðið við bak þeirra sem berjast gegn uppbyggingunni. „Þau hafa bara haldið fram algjöru valdaleysi og látið eins og þau hafi ekkert um málið að segja. En við vitum að svo er ekki, sveitarfélagið er rödd okkar til ríkisins. Þeim hefur verið tíðrætt um fulltrúalýðræði en gátu ekki einu sinni sent út móralska stuðningsyfirlýsingu til Seyðfirðinga í baráttu sinni, eftir að niðurstöður könnunarinnar komu í ljós.“ Hún segir niðurstöðuna hafa komið sveitarfélaginu á óvart og hún hafi verið sett ofan í skúffu í framhaldinu. Samtökin hafa kvartað til umboðsmanns og höfðað mál gegn ríkinu og innviðaráðherra vegna haf- og strandveiðiskipulags, þar sem nýtingarsvæði í firðinum hafi verið samþykkt eftir uppskrift fiskeldisfyrirtækisins. „Við munum halda á lofti þessari miklu valdníðslu og óréttmæti sem verið er að beita Seyðfirðinga.“ Benedikta segir að við stofnun sveitarfélagsins Múlaþings árið 2020, með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, hafi áhersla verið lögð á að minni kjarnar sveitarfélagsins héldu rödd sinni. „Þá voru loforð gefin um að hver kjarni myndi fá að njóta sín og heimastjórnir settar upp til að vernda sjálfstæði hvers kjarna. Hættan við sameiningu er enda að litlu kjarnarnir missi rödd. Í ljósi þess er þetta ótrúlega sorglegt.“ Fiskeldi Múlaþing Umhverfismál Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Félagasamtökin VÁ hafa í um þrjú ár barist gegn áformum um að koma upp um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Fyrr á þessu ári sýndi skoðanakönnun, sem Gallup framkvæmdi að ósk Múlaþings, fram á að um 75 prósent íbúa á Seyðisfirði væru andvígir sjókvíaeldi í firðinum. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir er formaður samtakanna. „Á fimmtudaginn ákvaðum við að blása til samstöðufundar þar sem við heiðrum þessa samstöðu, komum saman og sögðum hátt og skýrt til allra landsmanna, stofnana, ríkis og til fyrirtækisins að við höfum engan áhuga á þessu sjókvíaeldi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stoppa það.“ Áform um uppbyggingu laxeldis í Seyðisfirði eru á vegum Ice Fish Farm. Benedikta segir meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings hafa sent íbúum skýr skilaboð um að ekki sé staðið við bak þeirra sem berjast gegn uppbyggingunni. „Þau hafa bara haldið fram algjöru valdaleysi og látið eins og þau hafi ekkert um málið að segja. En við vitum að svo er ekki, sveitarfélagið er rödd okkar til ríkisins. Þeim hefur verið tíðrætt um fulltrúalýðræði en gátu ekki einu sinni sent út móralska stuðningsyfirlýsingu til Seyðfirðinga í baráttu sinni, eftir að niðurstöður könnunarinnar komu í ljós.“ Hún segir niðurstöðuna hafa komið sveitarfélaginu á óvart og hún hafi verið sett ofan í skúffu í framhaldinu. Samtökin hafa kvartað til umboðsmanns og höfðað mál gegn ríkinu og innviðaráðherra vegna haf- og strandveiðiskipulags, þar sem nýtingarsvæði í firðinum hafi verið samþykkt eftir uppskrift fiskeldisfyrirtækisins. „Við munum halda á lofti þessari miklu valdníðslu og óréttmæti sem verið er að beita Seyðfirðinga.“ Benedikta segir að við stofnun sveitarfélagsins Múlaþings árið 2020, með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, hafi áhersla verið lögð á að minni kjarnar sveitarfélagsins héldu rödd sinni. „Þá voru loforð gefin um að hver kjarni myndi fá að njóta sín og heimastjórnir settar upp til að vernda sjálfstæði hvers kjarna. Hættan við sameiningu er enda að litlu kjarnarnir missi rödd. Í ljósi þess er þetta ótrúlega sorglegt.“
Fiskeldi Múlaþing Umhverfismál Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira