Sorglegt að sveitarfélagið standi ekki með Seyðfirðingum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júlí 2023 17:38 Benedikta Guðrún er formaður félagasamtakanna VÁ, sem hefur það markmið að vernda Seyðisfjörð frá laxeldi í opnum sjókvíum. aðsend Fjölmenn mótmæli voru haldin á Seyðisfirði um helgina þar sem áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði var mótmælt. Formaður félagasamtaka á Seyðisfirði segir sorglegt sveitarfélagið standi ekki með meirihluta íbúa, sem eru andvígir áformunum. Félagasamtökin VÁ hafa í um þrjú ár barist gegn áformum um að koma upp um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Fyrr á þessu ári sýndi skoðanakönnun, sem Gallup framkvæmdi að ósk Múlaþings, fram á að um 75 prósent íbúa á Seyðisfirði væru andvígir sjókvíaeldi í firðinum. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir er formaður samtakanna. „Á fimmtudaginn ákvaðum við að blása til samstöðufundar þar sem við heiðrum þessa samstöðu, komum saman og sögðum hátt og skýrt til allra landsmanna, stofnana, ríkis og til fyrirtækisins að við höfum engan áhuga á þessu sjókvíaeldi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stoppa það.“ Áform um uppbyggingu laxeldis í Seyðisfirði eru á vegum Ice Fish Farm. Benedikta segir meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings hafa sent íbúum skýr skilaboð um að ekki sé staðið við bak þeirra sem berjast gegn uppbyggingunni. „Þau hafa bara haldið fram algjöru valdaleysi og látið eins og þau hafi ekkert um málið að segja. En við vitum að svo er ekki, sveitarfélagið er rödd okkar til ríkisins. Þeim hefur verið tíðrætt um fulltrúalýðræði en gátu ekki einu sinni sent út móralska stuðningsyfirlýsingu til Seyðfirðinga í baráttu sinni, eftir að niðurstöður könnunarinnar komu í ljós.“ Hún segir niðurstöðuna hafa komið sveitarfélaginu á óvart og hún hafi verið sett ofan í skúffu í framhaldinu. Samtökin hafa kvartað til umboðsmanns og höfðað mál gegn ríkinu og innviðaráðherra vegna haf- og strandveiðiskipulags, þar sem nýtingarsvæði í firðinum hafi verið samþykkt eftir uppskrift fiskeldisfyrirtækisins. „Við munum halda á lofti þessari miklu valdníðslu og óréttmæti sem verið er að beita Seyðfirðinga.“ Benedikta segir að við stofnun sveitarfélagsins Múlaþings árið 2020, með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, hafi áhersla verið lögð á að minni kjarnar sveitarfélagsins héldu rödd sinni. „Þá voru loforð gefin um að hver kjarni myndi fá að njóta sín og heimastjórnir settar upp til að vernda sjálfstæði hvers kjarna. Hættan við sameiningu er enda að litlu kjarnarnir missi rödd. Í ljósi þess er þetta ótrúlega sorglegt.“ Fiskeldi Múlaþing Umhverfismál Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Félagasamtökin VÁ hafa í um þrjú ár barist gegn áformum um að koma upp um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Fyrr á þessu ári sýndi skoðanakönnun, sem Gallup framkvæmdi að ósk Múlaþings, fram á að um 75 prósent íbúa á Seyðisfirði væru andvígir sjókvíaeldi í firðinum. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir er formaður samtakanna. „Á fimmtudaginn ákvaðum við að blása til samstöðufundar þar sem við heiðrum þessa samstöðu, komum saman og sögðum hátt og skýrt til allra landsmanna, stofnana, ríkis og til fyrirtækisins að við höfum engan áhuga á þessu sjókvíaeldi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stoppa það.“ Áform um uppbyggingu laxeldis í Seyðisfirði eru á vegum Ice Fish Farm. Benedikta segir meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings hafa sent íbúum skýr skilaboð um að ekki sé staðið við bak þeirra sem berjast gegn uppbyggingunni. „Þau hafa bara haldið fram algjöru valdaleysi og látið eins og þau hafi ekkert um málið að segja. En við vitum að svo er ekki, sveitarfélagið er rödd okkar til ríkisins. Þeim hefur verið tíðrætt um fulltrúalýðræði en gátu ekki einu sinni sent út móralska stuðningsyfirlýsingu til Seyðfirðinga í baráttu sinni, eftir að niðurstöður könnunarinnar komu í ljós.“ Hún segir niðurstöðuna hafa komið sveitarfélaginu á óvart og hún hafi verið sett ofan í skúffu í framhaldinu. Samtökin hafa kvartað til umboðsmanns og höfðað mál gegn ríkinu og innviðaráðherra vegna haf- og strandveiðiskipulags, þar sem nýtingarsvæði í firðinum hafi verið samþykkt eftir uppskrift fiskeldisfyrirtækisins. „Við munum halda á lofti þessari miklu valdníðslu og óréttmæti sem verið er að beita Seyðfirðinga.“ Benedikta segir að við stofnun sveitarfélagsins Múlaþings árið 2020, með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, hafi áhersla verið lögð á að minni kjarnar sveitarfélagsins héldu rödd sinni. „Þá voru loforð gefin um að hver kjarni myndi fá að njóta sín og heimastjórnir settar upp til að vernda sjálfstæði hvers kjarna. Hættan við sameiningu er enda að litlu kjarnarnir missi rödd. Í ljósi þess er þetta ótrúlega sorglegt.“
Fiskeldi Múlaþing Umhverfismál Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira