Hreiðar hyggst setja hótelbyggingu á fullt Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2023 23:16 Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða og Stracta-hótela. Einar Árnason Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða í Skaftárhreppi, segir að framkvæmdir við tíu milljarða króna hótel á jörðinni fari núna fullt en hann hafði betur í dómsmáli um vegtengingu fyrir helgi. Hann vonast til að hótelið verði opnað eftir átján til tuttugu mánuði. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Hreiðar, sem segir þungu fargi af sér létt eftir að Héraðsdómur Suðurlands hafnaði með úrskurði á föstudag kröfu eigenda nágrannajarðarinnar Hraunbóls um að lögbann yrði sett á notkun Hreiðars að einu vegtengingunni að Orustustöðum en þar hyggst hann reisa tvöhundruð herbergja hótel. „Ég mun leggja fram teikningar núna á næstu dögum og óska eftir heimild, framkvæmdaleyfi fyrir greftri, og byggingarleyfi,“ segir Hreiðar. Áætlað er að gistirými verði fyrir um fjögurhundruð gesti á hótelinu.Stracta Hotels Héraðsdómur Suðurlands vísaði meðal annars til fornra vegminja að gamla bæjarstæðinu þegar hann taldi víst að Orustustaðir hefðu haft vegtengingu í gegnum land Hraunbóls í yfir 120 ár og því skapað sér að minnsta kosti umferðarrétt um veginn. Það sem Hreiðar gerði var að láta aka möl í veginn þar sem hann liggur um land Hraunbóls. „Vegurinn er bara eins og hann er, í þokkalegu standi, og nú verður bara haldið áfram og hótelið opnað eftir átján til tuttugu mánuði.“ Vegurinn er þó aðeins bráðabirgðavegur. Samkvæmt skipulagi á að byggja upp varanlegan veg fjær Hraunbóli, sem Hreiðar segir að sé hlutverk Vegagerðarinnar. En er skynsamlegt að hefja uppbyggingu á tíu milljarða króna hóteli á meðan ekki er fengið leyfi til að leggja þangað almennilegan veg? Hér sést hvernig skipulag gerir ráð fyrir að nýr vegur að Orustustöðum verði lagður fjær Hraunbóli.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Ég er með þennan veg samkvæmt skipulagi, samþykktu aðal- og deiliskipulagi. Og hann samkvæmt skipulaginu verður byggður upp þannig að hann þoli þungaumferð. Við þurfum ekkert annan veg. En þetta er ekki bundið slitlag. Þetta eru náttúrlega leiðindi að því leyti, - fyrr en að stjórnvöld kippa í spottana. Maður trúir því ekki að það líði langur tími hjá stjórnvöldum. Þetta er náttúrlega yfirlýst loforð,“ segir Hreiðar og vísar þar til samskipta sinna við ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, Sigurð Inga Jóhannsson. „Þegar menn eru með samgöngu- og sveitarstjórnarmál, - að þeir láti þetta viðgangast. Þetta er svæði, eins og allir sjá, - það er engin uppbygging hér miðað við nokkurt annað svæði á Suðurlandi. Þetta er algjörlega frosið,“ segir Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða og Stracta Hótels. Hótel á Íslandi Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Hreiðar hafði betur í deilu um veg að Orustustöðum Hreiðar Hermannsson, eigandi jarðarinnar Orustustaða í Skaftárhreppi, hafði betur í dómsmáli sem tveir eigendur nágrannajarðarinnar Hraunbóls/Sléttabóls 2 höfðuðu til að meina honum að nota og endurbæta vegslóða sem liggur að Orustustöðum um land Hraunbóls. Lögregla hefur ítrekað verið kölluð til vegna þessara nágrannadeilna og hafa þær sett áform Hreiðars um tíu milljarða króna hótelbyggingu í uppnám. 7. júlí 2023 23:20 Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42 Hótelsmíði í uppnámi vegna nágrannadeilu um vegagerð Tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu. Ítrekað hefur soðið upp úr og lögregla verið kölluð til. 26. júní 2023 22:10 Fjögur ný hótel rísa undir Eyjafjöllum og á Hvolsvelli Fjögur ný hótel eru í undirbúningi í Rangárþingi eystra með gistirými fyrir samtals um tvöþúsund manns. Þrjú hótelanna yrðu undir Eyjafjöllum og eitt á Hvolsvelli. 21. júní 2023 21:51 Illvígar nágrannaerjur orðnar að lögreglumáli Illvígar deilur landeigenda í Skaftárhreppi hafa tafið framkvæmdir annars þeirra á jörð sinni þar sem hann hyggst reisa fjögur til fimm hundruð manna hótel og umfangsmikla ferðaþjónustustarfsemi. 29. maí 2021 09:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Hreiðar, sem segir þungu fargi af sér létt eftir að Héraðsdómur Suðurlands hafnaði með úrskurði á föstudag kröfu eigenda nágrannajarðarinnar Hraunbóls um að lögbann yrði sett á notkun Hreiðars að einu vegtengingunni að Orustustöðum en þar hyggst hann reisa tvöhundruð herbergja hótel. „Ég mun leggja fram teikningar núna á næstu dögum og óska eftir heimild, framkvæmdaleyfi fyrir greftri, og byggingarleyfi,“ segir Hreiðar. Áætlað er að gistirými verði fyrir um fjögurhundruð gesti á hótelinu.Stracta Hotels Héraðsdómur Suðurlands vísaði meðal annars til fornra vegminja að gamla bæjarstæðinu þegar hann taldi víst að Orustustaðir hefðu haft vegtengingu í gegnum land Hraunbóls í yfir 120 ár og því skapað sér að minnsta kosti umferðarrétt um veginn. Það sem Hreiðar gerði var að láta aka möl í veginn þar sem hann liggur um land Hraunbóls. „Vegurinn er bara eins og hann er, í þokkalegu standi, og nú verður bara haldið áfram og hótelið opnað eftir átján til tuttugu mánuði.“ Vegurinn er þó aðeins bráðabirgðavegur. Samkvæmt skipulagi á að byggja upp varanlegan veg fjær Hraunbóli, sem Hreiðar segir að sé hlutverk Vegagerðarinnar. En er skynsamlegt að hefja uppbyggingu á tíu milljarða króna hóteli á meðan ekki er fengið leyfi til að leggja þangað almennilegan veg? Hér sést hvernig skipulag gerir ráð fyrir að nýr vegur að Orustustöðum verði lagður fjær Hraunbóli.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Ég er með þennan veg samkvæmt skipulagi, samþykktu aðal- og deiliskipulagi. Og hann samkvæmt skipulaginu verður byggður upp þannig að hann þoli þungaumferð. Við þurfum ekkert annan veg. En þetta er ekki bundið slitlag. Þetta eru náttúrlega leiðindi að því leyti, - fyrr en að stjórnvöld kippa í spottana. Maður trúir því ekki að það líði langur tími hjá stjórnvöldum. Þetta er náttúrlega yfirlýst loforð,“ segir Hreiðar og vísar þar til samskipta sinna við ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, Sigurð Inga Jóhannsson. „Þegar menn eru með samgöngu- og sveitarstjórnarmál, - að þeir láti þetta viðgangast. Þetta er svæði, eins og allir sjá, - það er engin uppbygging hér miðað við nokkurt annað svæði á Suðurlandi. Þetta er algjörlega frosið,“ segir Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða og Stracta Hótels.
Hótel á Íslandi Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Hreiðar hafði betur í deilu um veg að Orustustöðum Hreiðar Hermannsson, eigandi jarðarinnar Orustustaða í Skaftárhreppi, hafði betur í dómsmáli sem tveir eigendur nágrannajarðarinnar Hraunbóls/Sléttabóls 2 höfðuðu til að meina honum að nota og endurbæta vegslóða sem liggur að Orustustöðum um land Hraunbóls. Lögregla hefur ítrekað verið kölluð til vegna þessara nágrannadeilna og hafa þær sett áform Hreiðars um tíu milljarða króna hótelbyggingu í uppnám. 7. júlí 2023 23:20 Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42 Hótelsmíði í uppnámi vegna nágrannadeilu um vegagerð Tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu. Ítrekað hefur soðið upp úr og lögregla verið kölluð til. 26. júní 2023 22:10 Fjögur ný hótel rísa undir Eyjafjöllum og á Hvolsvelli Fjögur ný hótel eru í undirbúningi í Rangárþingi eystra með gistirými fyrir samtals um tvöþúsund manns. Þrjú hótelanna yrðu undir Eyjafjöllum og eitt á Hvolsvelli. 21. júní 2023 21:51 Illvígar nágrannaerjur orðnar að lögreglumáli Illvígar deilur landeigenda í Skaftárhreppi hafa tafið framkvæmdir annars þeirra á jörð sinni þar sem hann hyggst reisa fjögur til fimm hundruð manna hótel og umfangsmikla ferðaþjónustustarfsemi. 29. maí 2021 09:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Hreiðar hafði betur í deilu um veg að Orustustöðum Hreiðar Hermannsson, eigandi jarðarinnar Orustustaða í Skaftárhreppi, hafði betur í dómsmáli sem tveir eigendur nágrannajarðarinnar Hraunbóls/Sléttabóls 2 höfðuðu til að meina honum að nota og endurbæta vegslóða sem liggur að Orustustöðum um land Hraunbóls. Lögregla hefur ítrekað verið kölluð til vegna þessara nágrannadeilna og hafa þær sett áform Hreiðars um tíu milljarða króna hótelbyggingu í uppnám. 7. júlí 2023 23:20
Sveitarstjórinn hvetur aðila til að semja um hótelveginn Skaftárhreppur styður hóteluppbyggingu á jörðinni Orustustöðum og hefur skipulagt nýjan veg mun fjær þeim nágrönnum sem verða fyrir mestu ónæði. Sveitarstjórinn kveðst vænta þess að deiluaðilar leysi málið sjálfir með samningum. 27. júní 2023 21:42
Hótelsmíði í uppnámi vegna nágrannadeilu um vegagerð Tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu. Ítrekað hefur soðið upp úr og lögregla verið kölluð til. 26. júní 2023 22:10
Fjögur ný hótel rísa undir Eyjafjöllum og á Hvolsvelli Fjögur ný hótel eru í undirbúningi í Rangárþingi eystra með gistirými fyrir samtals um tvöþúsund manns. Þrjú hótelanna yrðu undir Eyjafjöllum og eitt á Hvolsvelli. 21. júní 2023 21:51
Illvígar nágrannaerjur orðnar að lögreglumáli Illvígar deilur landeigenda í Skaftárhreppi hafa tafið framkvæmdir annars þeirra á jörð sinni þar sem hann hyggst reisa fjögur til fimm hundruð manna hótel og umfangsmikla ferðaþjónustustarfsemi. 29. maí 2021 09:30