Tekinn með fimm hundruð töflur af Oxycontin innan klæða Atli Ísleifsson skrifar 10. júlí 2023 07:40 Maðurinn játaði brot sín. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fimm hundruð töflur af Oxycontin, 80 milligramma, til landsins með flugi í apríl síðastliðinn. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot, en hann kom með efnin með flugi frá Stokkhólmi í Svíþjóð til Keflavíkurflugvallar þann 30. apríl síðastliðinn í pakkningu sem hann hafði falið innan klæða. Hafi efnin verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn játaði brot sín, en samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Af framburði mannsins mátti ráða að hann hafi sjálfur verið eigandi efnanna og staðið að smyglinu að eigin frumkvæði. Í málinu lá fyrir bréf yfirlæknis frá árinu 2019 þar sem hann svaraði fyrir hönd landlæknis fyrirspurn lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi lyfið OxyContin. Þar sagði meðal annars að á árinu 2018 hafi verið skráð alls 39 lyfjatengd dauðsföll á Íslandi, þar af vegna ópíóða 23 dauðsföll. Í niðurstöðukafla bréfsins sagði svo að tvær til þrjár töflur af OxyContin, 80 milligramma, geti verið banvænar og að hjá óreyndum neytendum sem mylji töflurnar, eða einstaklingum sem séu undir áhrifum annarra slævandi efna, geti jafnvel ein tafla verið lífshættuleg. Dómari í málinu mat hæfilega refsingu níu mánuða fangelsi, en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem maðurinn var látinn sæta í eina viku eftir komuna til landsins. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða sakarkostnað, alls rúmlega 800 þúsund krónur. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot, en hann kom með efnin með flugi frá Stokkhólmi í Svíþjóð til Keflavíkurflugvallar þann 30. apríl síðastliðinn í pakkningu sem hann hafði falið innan klæða. Hafi efnin verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn játaði brot sín, en samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Af framburði mannsins mátti ráða að hann hafi sjálfur verið eigandi efnanna og staðið að smyglinu að eigin frumkvæði. Í málinu lá fyrir bréf yfirlæknis frá árinu 2019 þar sem hann svaraði fyrir hönd landlæknis fyrirspurn lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi lyfið OxyContin. Þar sagði meðal annars að á árinu 2018 hafi verið skráð alls 39 lyfjatengd dauðsföll á Íslandi, þar af vegna ópíóða 23 dauðsföll. Í niðurstöðukafla bréfsins sagði svo að tvær til þrjár töflur af OxyContin, 80 milligramma, geti verið banvænar og að hjá óreyndum neytendum sem mylji töflurnar, eða einstaklingum sem séu undir áhrifum annarra slævandi efna, geti jafnvel ein tafla verið lífshættuleg. Dómari í málinu mat hæfilega refsingu níu mánuða fangelsi, en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem maðurinn var látinn sæta í eina viku eftir komuna til landsins. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða sakarkostnað, alls rúmlega 800 þúsund krónur.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira