Tekinn með fimm hundruð töflur af Oxycontin innan klæða Atli Ísleifsson skrifar 10. júlí 2023 07:40 Maðurinn játaði brot sín. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fimm hundruð töflur af Oxycontin, 80 milligramma, til landsins með flugi í apríl síðastliðinn. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot, en hann kom með efnin með flugi frá Stokkhólmi í Svíþjóð til Keflavíkurflugvallar þann 30. apríl síðastliðinn í pakkningu sem hann hafði falið innan klæða. Hafi efnin verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn játaði brot sín, en samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Af framburði mannsins mátti ráða að hann hafi sjálfur verið eigandi efnanna og staðið að smyglinu að eigin frumkvæði. Í málinu lá fyrir bréf yfirlæknis frá árinu 2019 þar sem hann svaraði fyrir hönd landlæknis fyrirspurn lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi lyfið OxyContin. Þar sagði meðal annars að á árinu 2018 hafi verið skráð alls 39 lyfjatengd dauðsföll á Íslandi, þar af vegna ópíóða 23 dauðsföll. Í niðurstöðukafla bréfsins sagði svo að tvær til þrjár töflur af OxyContin, 80 milligramma, geti verið banvænar og að hjá óreyndum neytendum sem mylji töflurnar, eða einstaklingum sem séu undir áhrifum annarra slævandi efna, geti jafnvel ein tafla verið lífshættuleg. Dómari í málinu mat hæfilega refsingu níu mánuða fangelsi, en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem maðurinn var látinn sæta í eina viku eftir komuna til landsins. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða sakarkostnað, alls rúmlega 800 þúsund krónur. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot, en hann kom með efnin með flugi frá Stokkhólmi í Svíþjóð til Keflavíkurflugvallar þann 30. apríl síðastliðinn í pakkningu sem hann hafði falið innan klæða. Hafi efnin verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn játaði brot sín, en samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Af framburði mannsins mátti ráða að hann hafi sjálfur verið eigandi efnanna og staðið að smyglinu að eigin frumkvæði. Í málinu lá fyrir bréf yfirlæknis frá árinu 2019 þar sem hann svaraði fyrir hönd landlæknis fyrirspurn lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi lyfið OxyContin. Þar sagði meðal annars að á árinu 2018 hafi verið skráð alls 39 lyfjatengd dauðsföll á Íslandi, þar af vegna ópíóða 23 dauðsföll. Í niðurstöðukafla bréfsins sagði svo að tvær til þrjár töflur af OxyContin, 80 milligramma, geti verið banvænar og að hjá óreyndum neytendum sem mylji töflurnar, eða einstaklingum sem séu undir áhrifum annarra slævandi efna, geti jafnvel ein tafla verið lífshættuleg. Dómari í málinu mat hæfilega refsingu níu mánuða fangelsi, en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem maðurinn var látinn sæta í eina viku eftir komuna til landsins. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða sakarkostnað, alls rúmlega 800 þúsund krónur.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent