Vestmanneyingar velkomnir í Grímsey að redda sér lunda Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2023 20:26 Sæmundur Ólason, bjargveiðimaður í Grímsey. Grímseyingar segja skýr merki þess að lunda hafi fjölgað í eynni. Svo mikið er þar af lunda að von er á hópum Vestmanneyinga norður til að redda eigin lundaballi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um lundann í Grímsey en hann er meðal þess sem helst dregur erlenda ferðamenn út í eyjuna. Þar virðist nóg af honum. „Það sem við upplifun hérna að er búið að gerast í tuttugu ár er að honum bara fjölgar ár frá ári,“ segir Sæmundur Ólason, bjargveiðimaður í Grímsey. Lundinn er gæfur í Grímsey og hægt að komast býsna nálægt honum.Egill Aðalsteinsson Skýrasta dæmið segir hann að áður hafi lundinn bara verið á austanverðri eynni en núna sé hann einnig kominn á vesturströndina þar sem þorpið er. „Fyrir 25 árum þá var enginn lundi hér en núna er hann kominn allan hringinn á eyjunni og kominn alveg að hafnarsvæðinu.“ Þá segir hann engin merki sjást um að honum hafi fækkað á austurhlutanum. „Okkar kenning er sú að þetta sé bara náttúruleg fjölgun.“ Grímsey séð úr norðaustri. Mestu fuglabjörgin eru á austurströndinni.KMU Sjálfur sígur Sæmundur í björg á vorin eftir svartfuglseggjum, álku og langvíu, og segir að þeim tegundum hafi ennig fjölgað. Og Grímseyingar háfa enn lunda. „Ég fullyrði að það er brotabrot af fjölguninni sem að við tökum. Hvað þá að við séum eitthvað að seilast í höfuðstólinn,“ segir Sæmundur. Við vitann syðst í Grímsey. Horft norður eftir björgunum við austanverða eyjuna.Egill Aðalsteinsson Kannski hafa Vestmanneyingar verið þekktustu lundaætur landsins. Núna fara þeir út í Grímsey. „Þeir koma hérna, vinir okkar úr Vestmannaeyjum, sumir hérna í júlí. Koma svona hópar. Og í nokkur ár hafa þeir komið og reddað lundaballinu hérna af því að þeir ná ekki í lunda til að hafa á ballinu,“ segir Sæmundur. Takmörkuð lundaveiði í fimmtán daga í Vestmannaeyjum í ágústmánuði muni ekki duga þeim. „Við óskum eftir að þeir komi sem oftast. Og fleiri heldur en hitt. Séu þeir bara alltaf velkomnir,“ segir bjargveiðimaðurinn í Grímsey. Grímsey Vestmannaeyjar Fuglar Akureyri Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. 21. maí 2023 23:40 Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. 2. júlí 2023 22:11 Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um lundann í Grímsey en hann er meðal þess sem helst dregur erlenda ferðamenn út í eyjuna. Þar virðist nóg af honum. „Það sem við upplifun hérna að er búið að gerast í tuttugu ár er að honum bara fjölgar ár frá ári,“ segir Sæmundur Ólason, bjargveiðimaður í Grímsey. Lundinn er gæfur í Grímsey og hægt að komast býsna nálægt honum.Egill Aðalsteinsson Skýrasta dæmið segir hann að áður hafi lundinn bara verið á austanverðri eynni en núna sé hann einnig kominn á vesturströndina þar sem þorpið er. „Fyrir 25 árum þá var enginn lundi hér en núna er hann kominn allan hringinn á eyjunni og kominn alveg að hafnarsvæðinu.“ Þá segir hann engin merki sjást um að honum hafi fækkað á austurhlutanum. „Okkar kenning er sú að þetta sé bara náttúruleg fjölgun.“ Grímsey séð úr norðaustri. Mestu fuglabjörgin eru á austurströndinni.KMU Sjálfur sígur Sæmundur í björg á vorin eftir svartfuglseggjum, álku og langvíu, og segir að þeim tegundum hafi ennig fjölgað. Og Grímseyingar háfa enn lunda. „Ég fullyrði að það er brotabrot af fjölguninni sem að við tökum. Hvað þá að við séum eitthvað að seilast í höfuðstólinn,“ segir Sæmundur. Við vitann syðst í Grímsey. Horft norður eftir björgunum við austanverða eyjuna.Egill Aðalsteinsson Kannski hafa Vestmanneyingar verið þekktustu lundaætur landsins. Núna fara þeir út í Grímsey. „Þeir koma hérna, vinir okkar úr Vestmannaeyjum, sumir hérna í júlí. Koma svona hópar. Og í nokkur ár hafa þeir komið og reddað lundaballinu hérna af því að þeir ná ekki í lunda til að hafa á ballinu,“ segir Sæmundur. Takmörkuð lundaveiði í fimmtán daga í Vestmannaeyjum í ágústmánuði muni ekki duga þeim. „Við óskum eftir að þeir komi sem oftast. Og fleiri heldur en hitt. Séu þeir bara alltaf velkomnir,“ segir bjargveiðimaðurinn í Grímsey.
Grímsey Vestmannaeyjar Fuglar Akureyri Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. 21. maí 2023 23:40 Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. 2. júlí 2023 22:11 Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. 21. maí 2023 23:40
Vel hægt að fá ferðamenn út í Grímsey að vetrarlagi Lundinn, fuglalífið og heimskautsbaugurinn eru það sem helst dregur ferðamenn út í Grímsey. Gistihússeigandi segist hafa fulla trú á því að hægt sé laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi. 2. júlí 2023 22:11
Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. 24. júní 2023 21:36
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44