Fullyrðingar Bjarna Jónassonar hjá Umhverfisstofnun hraktar Ole Anton Bieltvedt skrifar 6. júlí 2023 13:00 Vísir birti 5. júlí frétt um hreindýraveiðar, en Fagráð um velferð dýra, sem á, skv. lögum, að veita stjórnvöldum leiðsögn og ráðgjöf um veiðar viltra dýra og velferð þeirra, hafði endurtekið beint þeim tilmælum til Umhverfistofnunar og umhverfisráðherra, að griðartími hreinkálfa yrði lengdur, en báðir aðilar höfðu hunzað þessi tilmæli Fagráðs, nú árum saman. Nú er farið að skjóta hreinkýr 1. ágúst, ár hvert, þegar yngstu kálfar eru rétt 6-8 vikna. Fagráðið mæltist fyrst til þess, í september 2019, að hreinkýr yrðu ekki veiddar fyrr en kálfar væru orðnir minnst 3ja mánaða, sem hefði verið 1. september. Í janúar 2020 herti Fagráðið á þessari afstöðu, og beindi þeim tilmælum til Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar og umhverfisráðherra, að hreinkýr yrðu ekki veiddar frá kálfum, meðan kýrnar væru mjólkandi. Voru þessi tilmæli auðvitað eðlileg og náttúruleg; „ráðstöfun náttúrunnar“ var, að kýr væru mjólkandi svo lengi, sem kálfar þyrftu á mjólkinni og vernd móður að halda. Þessi tilmæli þýddu, að ekki hefði mátt veiða hreinkýr fyrr en 1. nóvember, ár hvert. Hefðu þá hreinkúaveiðar færst úr haustveiðum í vetrarveiðar, eins og t.a.m. rjúpnaveiðar. Um þetta var fjallað í ágætri frétt hér í blaðinu 5. júlí, en Bjarni Jónasson, teymisstjóri Umhverfisstofnunar, setti þar þó fram alls kyns upplýsingar og fullyrðingar, sem ekki standast, og gera verður athugasemdir við og leiðrétta. Skal það nú gert:. 1. Bjarni fullyrðir um tilmæli Fagráðs frá 2019: „Vegna mannlegra mistaka bárust tilmælin ekki fyrr en of seint það árið“. Fagráðið ályktaði 3. september 2019, „að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða...“. Þarna er því um rangfærslu Bjarna að ræða, því veiðitímabið var nánast afstaðið, þegar ályktunin var gerð, en auðvitað hefði hún átt að gilda fyrir veiðitímabilið frá hausti 2020; til þess var nægur aðlögunartími. Þarna voru engin „mannleg mistök“ í gangi, heldur mótþrói og viljaleysi Umhverfissofnunar og ráðherra til að fylgja leiðsögn Fagráðs, eins og þeim hefði borið. 2.Bjarni fullyrðir, að dánartíðni kálfa, fyrir og eftir friðun þeirra, 2010, bendi ekki til, að hærra hlutfall móðurlausra kálfa hafi farizt að vetri eftir friðun. Ég fullyrði á móti, eftir áralöng samskipti við Skarphéðinn G. Þórisson/Náttúrustofu Austurlands, UST og ráðuneytið, að þessi samanburður sé ekki til í neinu faglegu eða vísindalegu formi; þessi fullyrðing Bjarna er því staðlausir stafir. 3. „Ekkert bendir enn til þess, að munaðarlausir kálfar (vegna veiða) geti ekki bjargað sér og lifað flesta vetur...“ fullyrðir Bjarni. Ég er marg búinn að benda Náttúrustofu Austurlands, Umhverfisstofnun og ráðuneytinu á ganstæðar staðreyndir, en það eru til margvíslegar heimildir, vísindagreinar, sem sýna og sanna, hversu erfitt uppdráttar ungviði, sem misst hafa móður sína, eiga sér. Hér nokkrar slíkar: „Kálfur, sem missir móður sína, hefur minni lífslíkur að vetri, þar sem hann nýtur ekki mjólkur né leiðsagnar hennar við beitina“ (Sjennberg and Slagsvold“ (1968)). „Það hefur afgerandi þýðingu fyrir afkomumöguleika afkvæma stórra spendýra á norðurhveli jarðar og möguleika þeirra til að lifa af, hversu lengi og í miklum mæli þau njóta umhyggju og umönnunar foreldra“ (Stearns (1992)). „Niðurstaðan var, að færri móðurlausir kálfar lifðu af en þeir, sem móður áttu (Joly (2000)). „Munaðarleysingjum, sem eru lægstir í goggunarröðinni, er oft ýtt út í jaðar hópsins“ (Green et al. (1989)). „Kostir náins sambands móður og afkvæmis, umfram mjólkurgjöf, felast í umönnun, vernd og kennslu móður á grunn venjum, nýtingu beitilands, leiða til að lifa af og leita sér skjóls“ (Lent (1974)). 4. Um þau tilmæli Umhverfisstofnunar til veiðimanna, að geldar kýr verði einkum skotnar fyrstu 2 vikurnar í ágúst, til að þyrma kálfum, er þetta að segja: Þessi tilmæli standast ekki, því hreindýr eru hjarðdýr, í hópum, dýrin hvert innan um annað, og geldar kýr ekki nema 10-15% af kúahópnum. Því er nánast ómögulegt að greina þær geldu frá hinum kúnum, munur nánast enginn, nema helzt á júgrum, en hvernig á að sjá hann úr 200-300m fjarlægð? Kálfar ráfa svo um. Þessi ráðstöfun er bara tilraun UST og veiðimanna til að fegra þessar veiðar; smink á ljótar veiðivenjur. 5.Náttúrustofa Austurlands hefur ekki gert ítarlega rannsókn á afkomu kálfa, þannig, að hún gæti talizt marktæk, nema veturinn 2018-2019, en þá veitti ráðherra, þá Guðmundur Ingi, sérstaka fjárveitingu til rannsóknarinnar. Skv. niðurstöðugögnum Náttúrustofu Austurlands, var meðaldánartíðni hreinkálfa þann vetur 21%. Var dánartíðnin frá 9% upp í 45% eftir svæðum. Talan 45% er auðvitað yfirþyrmandi; annar hver kálfur fórst úr hungri og vosbúð! Skv. öðrum upplýsingum Náttúrustofu Austurlands, taldist undirrituðum til, að 600 kálfar hefðu farizt þennan vetur, sem þó var mildur. Ætla má, að flestir hafi þessir kálfar verið móðurlausir ræflar. 6. Blaðamaður kemur inn á, að veiðitímabilið hefjist seinna t.a.m. í Noregi. Hér kemur yfirlit yfir veiðitímaramma í Noregi og Svíþjóð: Í Noregi má ekki byrja að drepa hreindýrakýr fyrr en 20. ágúst, og þar sem kálfar fæðast nokkru fyrr í Noregi en hér - þar vorar fyrr - eru þeir því a.m.k. 3ja mánaða, þegar dráp mæðra þeirra hefst. Elgskálfar fæðast á sama tíma í Svíþjóð; um miðjan maí. Elgsveiðar hefjast þar þó ekki fyrr en 3. september, þegar yngstu kálfar eru 3,5 mánaða. Dádýr eru líka náskyld hreindýrum. Í Svíþjóð fæðast kálfar þeirra líka um miðjan maí. Dádýrakýr má hins vegar ekki veiða þar fyrr en 1. október; þegar yngstu kálfar eru um 4,5 mánaða. Allir, sem eitthvað þekkja til spendýra, vita, að það er mikill munur á burðum 2ja mánaða og 3-4 mánaða ungviðis. Taka ungviðin miklum framförum 3ja og 4ða mánuðinn og styrkjast til muna. Þetta virða frændur okkar, Norðmenn og Svíar, enda gildir hjá þeim „jegeretikk“, veiðisiðfræði, sem hér virðist hér lítið þekkt. Fagráðið vildi þó einmitt taka af skarið með þetta, innleiða hér loks nútímalegt veiðisiðfræði, með þeirri ályktun sinni, frá í janúar 2020, að ekki skyldi veiða mjólkandi kýr, en þannig væri „ráðstöfun náttúrunnar“ virt. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skotveiði Dýraheilbrigði Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Vísir birti 5. júlí frétt um hreindýraveiðar, en Fagráð um velferð dýra, sem á, skv. lögum, að veita stjórnvöldum leiðsögn og ráðgjöf um veiðar viltra dýra og velferð þeirra, hafði endurtekið beint þeim tilmælum til Umhverfistofnunar og umhverfisráðherra, að griðartími hreinkálfa yrði lengdur, en báðir aðilar höfðu hunzað þessi tilmæli Fagráðs, nú árum saman. Nú er farið að skjóta hreinkýr 1. ágúst, ár hvert, þegar yngstu kálfar eru rétt 6-8 vikna. Fagráðið mæltist fyrst til þess, í september 2019, að hreinkýr yrðu ekki veiddar fyrr en kálfar væru orðnir minnst 3ja mánaða, sem hefði verið 1. september. Í janúar 2020 herti Fagráðið á þessari afstöðu, og beindi þeim tilmælum til Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar og umhverfisráðherra, að hreinkýr yrðu ekki veiddar frá kálfum, meðan kýrnar væru mjólkandi. Voru þessi tilmæli auðvitað eðlileg og náttúruleg; „ráðstöfun náttúrunnar“ var, að kýr væru mjólkandi svo lengi, sem kálfar þyrftu á mjólkinni og vernd móður að halda. Þessi tilmæli þýddu, að ekki hefði mátt veiða hreinkýr fyrr en 1. nóvember, ár hvert. Hefðu þá hreinkúaveiðar færst úr haustveiðum í vetrarveiðar, eins og t.a.m. rjúpnaveiðar. Um þetta var fjallað í ágætri frétt hér í blaðinu 5. júlí, en Bjarni Jónasson, teymisstjóri Umhverfisstofnunar, setti þar þó fram alls kyns upplýsingar og fullyrðingar, sem ekki standast, og gera verður athugasemdir við og leiðrétta. Skal það nú gert:. 1. Bjarni fullyrðir um tilmæli Fagráðs frá 2019: „Vegna mannlegra mistaka bárust tilmælin ekki fyrr en of seint það árið“. Fagráðið ályktaði 3. september 2019, „að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða...“. Þarna er því um rangfærslu Bjarna að ræða, því veiðitímabið var nánast afstaðið, þegar ályktunin var gerð, en auðvitað hefði hún átt að gilda fyrir veiðitímabilið frá hausti 2020; til þess var nægur aðlögunartími. Þarna voru engin „mannleg mistök“ í gangi, heldur mótþrói og viljaleysi Umhverfissofnunar og ráðherra til að fylgja leiðsögn Fagráðs, eins og þeim hefði borið. 2.Bjarni fullyrðir, að dánartíðni kálfa, fyrir og eftir friðun þeirra, 2010, bendi ekki til, að hærra hlutfall móðurlausra kálfa hafi farizt að vetri eftir friðun. Ég fullyrði á móti, eftir áralöng samskipti við Skarphéðinn G. Þórisson/Náttúrustofu Austurlands, UST og ráðuneytið, að þessi samanburður sé ekki til í neinu faglegu eða vísindalegu formi; þessi fullyrðing Bjarna er því staðlausir stafir. 3. „Ekkert bendir enn til þess, að munaðarlausir kálfar (vegna veiða) geti ekki bjargað sér og lifað flesta vetur...“ fullyrðir Bjarni. Ég er marg búinn að benda Náttúrustofu Austurlands, Umhverfisstofnun og ráðuneytinu á ganstæðar staðreyndir, en það eru til margvíslegar heimildir, vísindagreinar, sem sýna og sanna, hversu erfitt uppdráttar ungviði, sem misst hafa móður sína, eiga sér. Hér nokkrar slíkar: „Kálfur, sem missir móður sína, hefur minni lífslíkur að vetri, þar sem hann nýtur ekki mjólkur né leiðsagnar hennar við beitina“ (Sjennberg and Slagsvold“ (1968)). „Það hefur afgerandi þýðingu fyrir afkomumöguleika afkvæma stórra spendýra á norðurhveli jarðar og möguleika þeirra til að lifa af, hversu lengi og í miklum mæli þau njóta umhyggju og umönnunar foreldra“ (Stearns (1992)). „Niðurstaðan var, að færri móðurlausir kálfar lifðu af en þeir, sem móður áttu (Joly (2000)). „Munaðarleysingjum, sem eru lægstir í goggunarröðinni, er oft ýtt út í jaðar hópsins“ (Green et al. (1989)). „Kostir náins sambands móður og afkvæmis, umfram mjólkurgjöf, felast í umönnun, vernd og kennslu móður á grunn venjum, nýtingu beitilands, leiða til að lifa af og leita sér skjóls“ (Lent (1974)). 4. Um þau tilmæli Umhverfisstofnunar til veiðimanna, að geldar kýr verði einkum skotnar fyrstu 2 vikurnar í ágúst, til að þyrma kálfum, er þetta að segja: Þessi tilmæli standast ekki, því hreindýr eru hjarðdýr, í hópum, dýrin hvert innan um annað, og geldar kýr ekki nema 10-15% af kúahópnum. Því er nánast ómögulegt að greina þær geldu frá hinum kúnum, munur nánast enginn, nema helzt á júgrum, en hvernig á að sjá hann úr 200-300m fjarlægð? Kálfar ráfa svo um. Þessi ráðstöfun er bara tilraun UST og veiðimanna til að fegra þessar veiðar; smink á ljótar veiðivenjur. 5.Náttúrustofa Austurlands hefur ekki gert ítarlega rannsókn á afkomu kálfa, þannig, að hún gæti talizt marktæk, nema veturinn 2018-2019, en þá veitti ráðherra, þá Guðmundur Ingi, sérstaka fjárveitingu til rannsóknarinnar. Skv. niðurstöðugögnum Náttúrustofu Austurlands, var meðaldánartíðni hreinkálfa þann vetur 21%. Var dánartíðnin frá 9% upp í 45% eftir svæðum. Talan 45% er auðvitað yfirþyrmandi; annar hver kálfur fórst úr hungri og vosbúð! Skv. öðrum upplýsingum Náttúrustofu Austurlands, taldist undirrituðum til, að 600 kálfar hefðu farizt þennan vetur, sem þó var mildur. Ætla má, að flestir hafi þessir kálfar verið móðurlausir ræflar. 6. Blaðamaður kemur inn á, að veiðitímabilið hefjist seinna t.a.m. í Noregi. Hér kemur yfirlit yfir veiðitímaramma í Noregi og Svíþjóð: Í Noregi má ekki byrja að drepa hreindýrakýr fyrr en 20. ágúst, og þar sem kálfar fæðast nokkru fyrr í Noregi en hér - þar vorar fyrr - eru þeir því a.m.k. 3ja mánaða, þegar dráp mæðra þeirra hefst. Elgskálfar fæðast á sama tíma í Svíþjóð; um miðjan maí. Elgsveiðar hefjast þar þó ekki fyrr en 3. september, þegar yngstu kálfar eru 3,5 mánaða. Dádýr eru líka náskyld hreindýrum. Í Svíþjóð fæðast kálfar þeirra líka um miðjan maí. Dádýrakýr má hins vegar ekki veiða þar fyrr en 1. október; þegar yngstu kálfar eru um 4,5 mánaða. Allir, sem eitthvað þekkja til spendýra, vita, að það er mikill munur á burðum 2ja mánaða og 3-4 mánaða ungviðis. Taka ungviðin miklum framförum 3ja og 4ða mánuðinn og styrkjast til muna. Þetta virða frændur okkar, Norðmenn og Svíar, enda gildir hjá þeim „jegeretikk“, veiðisiðfræði, sem hér virðist hér lítið þekkt. Fagráðið vildi þó einmitt taka af skarið með þetta, innleiða hér loks nútímalegt veiðisiðfræði, með þeirri ályktun sinni, frá í janúar 2020, að ekki skyldi veiða mjólkandi kýr, en þannig væri „ráðstöfun náttúrunnar“ virt. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun