Mátulegt „túristagos“ gott fyrir krónuna og verðbólguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2023 12:02 Magnús Tumi jarðfræðingur sagði á Bylgjunni í morgun að líklega yrði gos nú svipað og fyrri gos. Björn segir „túristagos“ almennt hafa góð áhrif á verðbólguna. „Ferðaþjónustan er orðin mjög mikilvæg atvinnugrein og hjálpar okkur sannarlega í baráttunni við verðbólguna,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi um möguleg áhrif elgoss á stöðu efnahagsmála. Fréttastofa hafði samband við Björn og bað hann um að gefa sér að jarðhræringarnar sem nú standa yfir enduðu í gosi og að gosið myndi verða til þess að auka ferðamannastrauminn hingað til lands. Hvaða áhrif hefði það, til dæmis á verðbólguna? Björn segir tvö svör við spurningunni. Langa svarið sé að menn hafi reynt að leggja mat á virði einstaka ferðamanns í krónum og aurum en það væri flókið og ylti meðal annars á því hvaðan menn væru að koma og hversu lengi þeir dveldu. „Stutta svarið er að ferðamennska er okkar helsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein í dag og sem gjaldeyrisskapandi atvinnugrein þá styður hún mjög við krónuna. Við fáum mikinn gjaldeyri inn í vösunum á ferðamönnum og hversu mikill sá fjöldi er og hversu miklu þessir ferðamenn eyða hefur mjög mikil áhrif á krónuna okkar og þar með á verðlag á innfluttum vörum,“ segir Björn. „Og það vegur ansi þung í innkaupakörfunni okkar og verðbólgunni.“ Með styrkingu krónunnar verði ódýrara að flytja vörur inn, sem dragi svo úr verðbólgunni. Þannig að eldgos er ekki endilega það versta? „Nei, ekki þannig lagað,“ svarar Björn og hlær. „En manstu umræðuna um það hvernig þetta getur nú snúist í höndunum á okkur ef þetta fer að hafa neikvæð áhrif á getu okkar til að taka á móti ferðamönnum, ef þetta fer til dæmis að hafa áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar? Þá getur þetta snúist upp í andhverfu sína.“ Björn segir hins vegar að síðustu gos, sem menn töluðu um sem „túristagos“, hefðu líklega haft töluverð jákvæð áhrif á efnhaginn. „Bæði vegna þess að þau vöktu athygli á landinu en líka vegna þess að þau fjölguðu komum ferðamanna til landsins. Og það er jákvætt fyrir okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Efnahagsmál Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Björn og bað hann um að gefa sér að jarðhræringarnar sem nú standa yfir enduðu í gosi og að gosið myndi verða til þess að auka ferðamannastrauminn hingað til lands. Hvaða áhrif hefði það, til dæmis á verðbólguna? Björn segir tvö svör við spurningunni. Langa svarið sé að menn hafi reynt að leggja mat á virði einstaka ferðamanns í krónum og aurum en það væri flókið og ylti meðal annars á því hvaðan menn væru að koma og hversu lengi þeir dveldu. „Stutta svarið er að ferðamennska er okkar helsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein í dag og sem gjaldeyrisskapandi atvinnugrein þá styður hún mjög við krónuna. Við fáum mikinn gjaldeyri inn í vösunum á ferðamönnum og hversu mikill sá fjöldi er og hversu miklu þessir ferðamenn eyða hefur mjög mikil áhrif á krónuna okkar og þar með á verðlag á innfluttum vörum,“ segir Björn. „Og það vegur ansi þung í innkaupakörfunni okkar og verðbólgunni.“ Með styrkingu krónunnar verði ódýrara að flytja vörur inn, sem dragi svo úr verðbólgunni. Þannig að eldgos er ekki endilega það versta? „Nei, ekki þannig lagað,“ svarar Björn og hlær. „En manstu umræðuna um það hvernig þetta getur nú snúist í höndunum á okkur ef þetta fer að hafa neikvæð áhrif á getu okkar til að taka á móti ferðamönnum, ef þetta fer til dæmis að hafa áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar? Þá getur þetta snúist upp í andhverfu sína.“ Björn segir hins vegar að síðustu gos, sem menn töluðu um sem „túristagos“, hefðu líklega haft töluverð jákvæð áhrif á efnhaginn. „Bæði vegna þess að þau vöktu athygli á landinu en líka vegna þess að þau fjölguðu komum ferðamanna til landsins. Og það er jákvætt fyrir okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Efnahagsmál Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira