Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 15:51 Starfsmaður Fukushima-kjarnorkuversins sýnir búnað sem á að nota til þess að þynna og á endanum sleppa geislavirku kælivatni út í sjó. AP/Kyodo News Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lagði blessun sína yfir áform japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó. Vatnið er talið hafa hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu. Kælivatn kjarnorkuversins varð geislavirkt þegar þrír ofnar þess bráðnuðu í gríðarlega öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í mars árið 2011. Vatninu hefur verið safnað saman, unnið og geymt í um þúsund tönkum við orkuverið. Búist er við að þeir fyllist snemma á næsta ári. Sesín og fleiri geislavirkar kjarnategundir er að finna í kælivatninu. Japönsk stjórnvöld hyggjast sía vatnið til þess að lækka styrk þeirra. Það verður svo þynnt út með hundraðföldu magni af sjó áður en því verður sleppt. Ekki verður þó hægt að lækka styrk geislavirka efnisins þrívetnis áður en vatnið fer út í sjó. Áformunum hefur verið mótmælt í Suður-Kóreu, Kína og á Kyrrahafseyjum. Þá hafa samtök fiskimanna í Japan mótmælt þar sem þeir óttast orðsporshnekki jafnvel þótt að afli þeirra verði ekki mengaður. Sumir vísindamenn segja óljóst hvaða áhrif smáir en langvarandi skammtar af geislavirku efni geta haft og vilja bíða með að losa vatnið. Aðrir telja öruggt að sleppa því en krefjast aukin gegnsæis í eftirliti með geislavirkninni, að sögn AP-fréttastofunnar. Japönsk stjórnvöld hafa sóst eftir samþykki Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar til þess að gefa áformum sínum aukinn trúverðugleika. Rafael Mariano Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, afhenti Fumio Kishida, forsætisráðherra, lokaskýrslu hennar um áætlunina í dag. Stofnunin segir að áformin veki upp félagslegar, pólitískar og umhverfislegar spurningar. Áhrif kælivatnsins á heilsu og umhverfi ættu þó að vera hverfandi miðað við núverandi áætlanir Japana. Þær séu í samræmi við alþjóðleg viðmið. Japan Kjarnorka Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Kælivatn kjarnorkuversins varð geislavirkt þegar þrír ofnar þess bráðnuðu í gríðarlega öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í mars árið 2011. Vatninu hefur verið safnað saman, unnið og geymt í um þúsund tönkum við orkuverið. Búist er við að þeir fyllist snemma á næsta ári. Sesín og fleiri geislavirkar kjarnategundir er að finna í kælivatninu. Japönsk stjórnvöld hyggjast sía vatnið til þess að lækka styrk þeirra. Það verður svo þynnt út með hundraðföldu magni af sjó áður en því verður sleppt. Ekki verður þó hægt að lækka styrk geislavirka efnisins þrívetnis áður en vatnið fer út í sjó. Áformunum hefur verið mótmælt í Suður-Kóreu, Kína og á Kyrrahafseyjum. Þá hafa samtök fiskimanna í Japan mótmælt þar sem þeir óttast orðsporshnekki jafnvel þótt að afli þeirra verði ekki mengaður. Sumir vísindamenn segja óljóst hvaða áhrif smáir en langvarandi skammtar af geislavirku efni geta haft og vilja bíða með að losa vatnið. Aðrir telja öruggt að sleppa því en krefjast aukin gegnsæis í eftirliti með geislavirkninni, að sögn AP-fréttastofunnar. Japönsk stjórnvöld hafa sóst eftir samþykki Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar til þess að gefa áformum sínum aukinn trúverðugleika. Rafael Mariano Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, afhenti Fumio Kishida, forsætisráðherra, lokaskýrslu hennar um áætlunina í dag. Stofnunin segir að áformin veki upp félagslegar, pólitískar og umhverfislegar spurningar. Áhrif kælivatnsins á heilsu og umhverfi ættu þó að vera hverfandi miðað við núverandi áætlanir Japana. Þær séu í samræmi við alþjóðleg viðmið.
Japan Kjarnorka Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03