Eiginkona mannsins sem fannst látinn í Hafnarfirði: „Þú varst mín trú á ástina“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. júlí 2023 15:16 Frá vettvangi í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði aðfaranótt 17. júní síðastliðinn hét Jaroslaw Kaminski og var pólskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Hann átti eiginkonu og stjúpbarn í Póllandi. Pólski fjölmiðilinn Super Express greinir frá þessu. Fram kemur að Jaroslaw hafi verið frá borginni Chelm í Póllandi en ekki kemur fram hversu lengi hann hafði verið búsettur hér á landi. Þekkti hinn grunaða Vísir greindi frá því þann 17. júní síðastliðinn að tveir menn væri í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði. Tilkynning um málið barst lögreglu á sjötta tímanum um nóttina og haldið var þegar á vettvang. Í kjölfarið voru tveir karlar handteknir í tengslum við málið, annar í húsi við vettvanginn og hinn þar nærri. Annar mannanna var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins en hinn var látinn laus úr haldi. Fram hefur komið að Jaroslaw og sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald hafi þekkst og munu þeir hafa verið meðleigjendur. Þá hefur komið fram að Jaroslaw hafi að öllum líkindum verið stunginn með hníf. Þá greindi Vísir frá því þann 22. júní síðastliðinn að hinn grunaði hefði verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. júlí næstkomandi. Fram kom í tilkynningu lögreglu að rannsókn málsins miðaði vel. „Ég trúi þessu ekki“ Í fyrrnefndri frétt Super Express kemur fram að eiginkona Jarowslaw, Ewa Kamińska, sé búsett í bænum Przeworsk og hann hafi nýtt hvert tækifæri sem gafst til að fara út og heimsækja hana. Þess á milli hafi þau verið í stöðugum samskiptum í gegnum netið. Samkvæmt upplýsingum Super Express á Ewa barn úr fyrra sambandi sem Jaroslaw gekk í föðurstað. Þá kemur fram í frétt miðilisins að enn sé ekki búið að flytja lík Jaroslaw til Póllands. Haft er eftir heimildum að Jaroslaw „hafi mögulega átt óvini í sínum hópi.“ Þá er vitnað í færslu sem eiginkonan Ewa birti á Facebook-síðu Jaroslaw þann 19. júní síðastliðinn en þar ritar hún: „Elskan mín, hvers vegna? Hvers vegna gerðist þetta? Hvers vegna fórstu frá okkur? Öll plönin sem við vorum búin að gera saman. Ég trúi þessu ekki. Ég sakna þín svo mikið. Þú ert og þú varst mín trú á ástina og ég mun aldrei hætta að elska þig. Ég þakka þér frá innstu hjartarótum fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Bíddu eftir okkur og hlúðu að okkur. Hvíldu í friði ástin mín.“ Manndráp í Drangahrauni Lögreglumál Hafnarfjörður Pólland Tengdar fréttir Bylgja manndrápsmála gengur yfir Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. 25. júní 2023 19:21 Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns um síðustu helgi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 22. júní 2023 14:45 Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 18. júní 2023 23:59 Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin. 18. júní 2023 20:01 Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Einn í gæsluvarðhald en öðrum sleppt Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu. 17. júní 2023 23:29 Tveir í haldi grunaðir um manndráp í Hafnarfirði Tveir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði í nótt eða í morgun. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 17. júní 2023 15:48 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Pólski fjölmiðilinn Super Express greinir frá þessu. Fram kemur að Jaroslaw hafi verið frá borginni Chelm í Póllandi en ekki kemur fram hversu lengi hann hafði verið búsettur hér á landi. Þekkti hinn grunaða Vísir greindi frá því þann 17. júní síðastliðinn að tveir menn væri í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði. Tilkynning um málið barst lögreglu á sjötta tímanum um nóttina og haldið var þegar á vettvang. Í kjölfarið voru tveir karlar handteknir í tengslum við málið, annar í húsi við vettvanginn og hinn þar nærri. Annar mannanna var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins en hinn var látinn laus úr haldi. Fram hefur komið að Jaroslaw og sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald hafi þekkst og munu þeir hafa verið meðleigjendur. Þá hefur komið fram að Jaroslaw hafi að öllum líkindum verið stunginn með hníf. Þá greindi Vísir frá því þann 22. júní síðastliðinn að hinn grunaði hefði verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. júlí næstkomandi. Fram kom í tilkynningu lögreglu að rannsókn málsins miðaði vel. „Ég trúi þessu ekki“ Í fyrrnefndri frétt Super Express kemur fram að eiginkona Jarowslaw, Ewa Kamińska, sé búsett í bænum Przeworsk og hann hafi nýtt hvert tækifæri sem gafst til að fara út og heimsækja hana. Þess á milli hafi þau verið í stöðugum samskiptum í gegnum netið. Samkvæmt upplýsingum Super Express á Ewa barn úr fyrra sambandi sem Jaroslaw gekk í föðurstað. Þá kemur fram í frétt miðilisins að enn sé ekki búið að flytja lík Jaroslaw til Póllands. Haft er eftir heimildum að Jaroslaw „hafi mögulega átt óvini í sínum hópi.“ Þá er vitnað í færslu sem eiginkonan Ewa birti á Facebook-síðu Jaroslaw þann 19. júní síðastliðinn en þar ritar hún: „Elskan mín, hvers vegna? Hvers vegna gerðist þetta? Hvers vegna fórstu frá okkur? Öll plönin sem við vorum búin að gera saman. Ég trúi þessu ekki. Ég sakna þín svo mikið. Þú ert og þú varst mín trú á ástina og ég mun aldrei hætta að elska þig. Ég þakka þér frá innstu hjartarótum fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Bíddu eftir okkur og hlúðu að okkur. Hvíldu í friði ástin mín.“
Manndráp í Drangahrauni Lögreglumál Hafnarfjörður Pólland Tengdar fréttir Bylgja manndrápsmála gengur yfir Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. 25. júní 2023 19:21 Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns um síðustu helgi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 22. júní 2023 14:45 Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 18. júní 2023 23:59 Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin. 18. júní 2023 20:01 Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Einn í gæsluvarðhald en öðrum sleppt Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu. 17. júní 2023 23:29 Tveir í haldi grunaðir um manndráp í Hafnarfirði Tveir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði í nótt eða í morgun. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 17. júní 2023 15:48 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Bylgja manndrápsmála gengur yfir Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. 25. júní 2023 19:21
Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns um síðustu helgi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 22. júní 2023 14:45
Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 18. júní 2023 23:59
Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin. 18. júní 2023 20:01
Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42
Einn í gæsluvarðhald en öðrum sleppt Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu. 17. júní 2023 23:29
Tveir í haldi grunaðir um manndráp í Hafnarfirði Tveir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði í nótt eða í morgun. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 17. júní 2023 15:48