Landlæknir sektaður vegna öryggisbrests í Heilsuveru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2023 10:13 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis harmar að alvarlegur öryggisveikleiki hafi verið til staðar í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is. Embættið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðhæfingum Persónuverndar um að embættið hafi gefið misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins er hafnað. Embættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins. Úrskurður Persónuverndar var birtur á vef stofnunarinnar á ellefta tímanum í morgun. Vísir hefur sent Perónuvernd fyrirspurn vegna málsins. Um er að ræða annað skiptið á stuttum tíma sem Persónuvernd fjallar um öryggis persónuupplýsinga á vegum embættis landlæknis. Fyrir helgi komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Enginn hafi misnotað öryggisveikleikann Í tilkynningu Embættis landlæknis kemur fram að þann 8. júní 2020 hafi uppgötvast alvarlegur öryggisveikleiki í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is sem er í umsjón Embættis landlæknis en þróað og rekið af upplýsingafyrirtækinu Origo. Innan við klukkustund eftir að tilkynnt hafi verið um veikleikann hafi Origo staðreynt tilvist hans og lokað Heilsuveru. Segir landlæknir að á um fimm klukkutímum hafi verið gerðar breytingar á kerfinu sem lagfærðu veikleikann, þær yfirfarnar og staðfestar af öryggisfyrirtækinu Syndis og kerfinu að því loknu komið aftur í notkun. „Embætti landlæknis harmar að framangreindur öryggisveikleiki skyldi hafa verið til staðar og skorast ekki undan ábyrgð hvað það varðar. Brugðist var strax og fumlaust við veikleikanum um leið og vitneskja barst um hann. Strax í kjölfarið á atvikinu var með ítarlegri greiningu staðreynt að enginn misnotaði öryggisveikleikann þann tíma sem hann var til staðar og að persónuupplýsingar notenda Heilsuveru hafi ekki lent í höndum óviðkomandi aðila.“ Hafna því að hafa veitt Persónuvernd misvísandi upplýsingar Þá segist embættið í tilkynningu sinni hafa tilkynnt Persónuvernd samdægurs um eðli og umfang öryggisbrestsins í samræmi við fyrirmæli laga og á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga á þeim tíma. Persónuvernd hafi í kjölfarið hafið athugun á málinu. Í ákvörðun Persónuverndar, þremur árum síðar, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga á hluta vefsvæðis Heilsuveru með fullnægjandi hætti. „Í öllum samskiptum embættisins í tengslum við málið hefur embættið upplýst Persónuvernd um alla þætti málsins af heilindum og samkvæmt bestu aðgengilegum upplýsingum á hverjum tíma. Hafnar embættið alfarið þeim staðhæfingum sem fram koma í ákvörðun Persónuverndar að starfsmenn embættisins hafi gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins.“ Persónuupplýsingar séu tryggar Áréttar embættið aftur að enginn hafi nýtt sér öryggisveikleikann. Embættið hafi í kjölfarið lagt frekari áherslu á þessa þætti með ítarlegri og tíðari öryggisúttektum og bættum ferlum við uppfærslur og viðbætur. Mínar síður á Heilsuvera.is séu eins öruggar og mögulegt er og öryggi heilsufarsupplýsinga Íslendinga tryggt. Embættið segist ætla að fara ítarlega yfir forsendur og niðurstöðu ákvörðunar Persónuverndar á næstu dögum. Embættið hefur verið sektað um tólf milljónir króna vegna þessa. Úrskurður Persónuverndar. Fréttin hefur verið uppfærð með úrskurði Persónuverndar. Heilbrigðismál Persónuvernd Netöryggi Stjórnsýsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Úrskurður Persónuverndar var birtur á vef stofnunarinnar á ellefta tímanum í morgun. Vísir hefur sent Perónuvernd fyrirspurn vegna málsins. Um er að ræða annað skiptið á stuttum tíma sem Persónuvernd fjallar um öryggis persónuupplýsinga á vegum embættis landlæknis. Fyrir helgi komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Enginn hafi misnotað öryggisveikleikann Í tilkynningu Embættis landlæknis kemur fram að þann 8. júní 2020 hafi uppgötvast alvarlegur öryggisveikleiki í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is sem er í umsjón Embættis landlæknis en þróað og rekið af upplýsingafyrirtækinu Origo. Innan við klukkustund eftir að tilkynnt hafi verið um veikleikann hafi Origo staðreynt tilvist hans og lokað Heilsuveru. Segir landlæknir að á um fimm klukkutímum hafi verið gerðar breytingar á kerfinu sem lagfærðu veikleikann, þær yfirfarnar og staðfestar af öryggisfyrirtækinu Syndis og kerfinu að því loknu komið aftur í notkun. „Embætti landlæknis harmar að framangreindur öryggisveikleiki skyldi hafa verið til staðar og skorast ekki undan ábyrgð hvað það varðar. Brugðist var strax og fumlaust við veikleikanum um leið og vitneskja barst um hann. Strax í kjölfarið á atvikinu var með ítarlegri greiningu staðreynt að enginn misnotaði öryggisveikleikann þann tíma sem hann var til staðar og að persónuupplýsingar notenda Heilsuveru hafi ekki lent í höndum óviðkomandi aðila.“ Hafna því að hafa veitt Persónuvernd misvísandi upplýsingar Þá segist embættið í tilkynningu sinni hafa tilkynnt Persónuvernd samdægurs um eðli og umfang öryggisbrestsins í samræmi við fyrirmæli laga og á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga á þeim tíma. Persónuvernd hafi í kjölfarið hafið athugun á málinu. Í ákvörðun Persónuverndar, þremur árum síðar, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga á hluta vefsvæðis Heilsuveru með fullnægjandi hætti. „Í öllum samskiptum embættisins í tengslum við málið hefur embættið upplýst Persónuvernd um alla þætti málsins af heilindum og samkvæmt bestu aðgengilegum upplýsingum á hverjum tíma. Hafnar embættið alfarið þeim staðhæfingum sem fram koma í ákvörðun Persónuverndar að starfsmenn embættisins hafi gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins.“ Persónuupplýsingar séu tryggar Áréttar embættið aftur að enginn hafi nýtt sér öryggisveikleikann. Embættið hafi í kjölfarið lagt frekari áherslu á þessa þætti með ítarlegri og tíðari öryggisúttektum og bættum ferlum við uppfærslur og viðbætur. Mínar síður á Heilsuvera.is séu eins öruggar og mögulegt er og öryggi heilsufarsupplýsinga Íslendinga tryggt. Embættið segist ætla að fara ítarlega yfir forsendur og niðurstöðu ákvörðunar Persónuverndar á næstu dögum. Embættið hefur verið sektað um tólf milljónir króna vegna þessa. Úrskurður Persónuverndar. Fréttin hefur verið uppfærð með úrskurði Persónuverndar.
Heilbrigðismál Persónuvernd Netöryggi Stjórnsýsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira