„Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 30. júní 2023 21:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost. Breiðablik skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og seinni hálfleikur var formsatriði. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigurinn. „Ég átti ekki von á þessu ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Menn lögðu mikla vinnu í þennan leik og menn hættu aldrei. Í 90 mínútur var gríðarleg vinnsla í liðinu og þetta var engin gönguferð í garðinum en úrslitin endurspegluðu framlag leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Óskar talaði um það í aðdraganda leiks að hann vildi sjá mikla ákefð í sínu liði og hann var ánægður með hvernig hans menn svöruðu kallinu. „Þeir svöruðu kallinu. Orkustigið var rétt og þá erum við mjög góðir. Þegar varnarleikurinn er góður allstaðar á vellinum þá fylgir sóknarleikurinn með. Við gerðum það sem hefur skipt sköpum í svona stórum leikjum þar sem þú verður að refsa fyrir mistök og við gerðum það í fyrri hálfleik þar sem við vorum sterkir í báðum teigum.“ „Við getum verið mjög ánægðir með þessa frammistöðu. Hún rímaði vel við sjálfsmyndina sem liðið hefur sem er dugnaður og ákefð. Þegar það er í lagi þá fylgir hitt með.“ Óskar Hrafn fór yfir félagaskipti Stefáns Inga Sigurðarsonar til Patro Eisden í Belgíu. Stefán Ingi fer 5.júlí frá Blikum til Patro Eisden í Belgíu er það sem ég er að heyra þannig hann nær úrslitaleiknum gegn Buducnost á föstudaginn. Getum orðað það þannig hann fær aðeins betri laun í Belgíu en í Smáranum. Fair play Stebbi💰🇧🇪 pic.twitter.com/jZVYNXeLDE— Arnar Laufdal (@AddiLauf) June 28, 2023 „Ég veit ekki hvort þetta var hans síðasti leikur fyrir Breiðablik á tímabilinu. Það er ekki mitt að svara fyrir það en það er líklegt.“ „Stefán Ingi á möguleika á að spila fyrir lið í Belgíu með mikinn metnað. Við verðum að vera heiðarlegir með það að hann er að fara í stærri deild og í stærra verkefni. Hann hefur staðið sig frábærlega og lagt mikið á sig. Hann er búinn að klára háskólanám og er á leið í atvinnumennsku. Við þurfum líka að passa upp á það að við erum í þessu til að ýta undir menn en ekki bara til að standa á öxlunum og ýta mönnum niður. Það þarf að leyfa þeim að fljúga líka og Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu og við erum þakklát fyrir tímann sem hann eyddi með okkur. Ég er ekki fúll yfir því að hann fari. Ég er bara stoltur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Ég átti ekki von á þessu ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Menn lögðu mikla vinnu í þennan leik og menn hættu aldrei. Í 90 mínútur var gríðarleg vinnsla í liðinu og þetta var engin gönguferð í garðinum en úrslitin endurspegluðu framlag leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Óskar talaði um það í aðdraganda leiks að hann vildi sjá mikla ákefð í sínu liði og hann var ánægður með hvernig hans menn svöruðu kallinu. „Þeir svöruðu kallinu. Orkustigið var rétt og þá erum við mjög góðir. Þegar varnarleikurinn er góður allstaðar á vellinum þá fylgir sóknarleikurinn með. Við gerðum það sem hefur skipt sköpum í svona stórum leikjum þar sem þú verður að refsa fyrir mistök og við gerðum það í fyrri hálfleik þar sem við vorum sterkir í báðum teigum.“ „Við getum verið mjög ánægðir með þessa frammistöðu. Hún rímaði vel við sjálfsmyndina sem liðið hefur sem er dugnaður og ákefð. Þegar það er í lagi þá fylgir hitt með.“ Óskar Hrafn fór yfir félagaskipti Stefáns Inga Sigurðarsonar til Patro Eisden í Belgíu. Stefán Ingi fer 5.júlí frá Blikum til Patro Eisden í Belgíu er það sem ég er að heyra þannig hann nær úrslitaleiknum gegn Buducnost á föstudaginn. Getum orðað það þannig hann fær aðeins betri laun í Belgíu en í Smáranum. Fair play Stebbi💰🇧🇪 pic.twitter.com/jZVYNXeLDE— Arnar Laufdal (@AddiLauf) June 28, 2023 „Ég veit ekki hvort þetta var hans síðasti leikur fyrir Breiðablik á tímabilinu. Það er ekki mitt að svara fyrir það en það er líklegt.“ „Stefán Ingi á möguleika á að spila fyrir lið í Belgíu með mikinn metnað. Við verðum að vera heiðarlegir með það að hann er að fara í stærri deild og í stærra verkefni. Hann hefur staðið sig frábærlega og lagt mikið á sig. Hann er búinn að klára háskólanám og er á leið í atvinnumennsku. Við þurfum líka að passa upp á það að við erum í þessu til að ýta undir menn en ekki bara til að standa á öxlunum og ýta mönnum niður. Það þarf að leyfa þeim að fljúga líka og Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu og við erum þakklát fyrir tímann sem hann eyddi með okkur. Ég er ekki fúll yfir því að hann fari. Ég er bara stoltur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira