„Við höfum ekkert að fela“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júní 2023 13:01 Árni Stefánsson er forstjóri Húsasmiðjunnar. Húsasmiðjan/Vísir/Vilhelm Forstjóri Húsasmiðjunnar hafnar því að vörur hafi verið hækkaðar í verði til þess eins að telja neytendum trú um að afsláttur á sumarútsölu væri meiri. Valdar vörur í sumarbæklingi hafi farið á almennt listaverð í nokkra daga áður en allsherjarútsala hófst. Fyrirtækið hafi ekkert að fela. Í gærkvöldi ræddi Vísir við verkefnastjóra verðlagseftirlits hjá ASÍ sem sagðist hafa, með hjálp sjálfvirks gagnagrunns verðlags, nappað Húsasmiðjuna við að hækka vörur til þess eins að lækka þær aftur nokkrum dögum síðar og láta þannig afsláttinn virðast meiri. Forstjóri Húsasmiðjunnar vísar því hins vegar til föðurhúsanna. Sumarbæklingur verslunarkeðjunnar hafi komið út 8. júní, þar sem valdar vörur hafi verið á afslætti til 25. júní. Í kjölfarið hafi vörurnar farið á almennt listaverð. Í gær hafi hins vegar hafist sumarútsala, þar sem mun fleiri vörur væru á afslætti, sem væri almennt hærri en í bæklingnum. „Stóra málið í þessu er það að það eru engar verðlistahækkanir sem hafa verið síðustu daga á þessum vörum, og okkur þykir þetta alveg skammarleg framsetning,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Ósanngjörn framsetning Það sé ósanngjarnt að setja málið upp á þann hátt að Húsasmiðjan hafi ætlað sér að blekkja neytendur. „Ég ber virðingu fyrir því að menn vilji sýna aðhald og kanna verð, en það fylgir því líka ábyrgð að slá svona hlutum fram. Við höfum ekkert að fela.“ Í framsetningu ASÍ hafi aðeins verið að finna vörur sem voru í sumarbæklingnum, en ekki vörur sem voru á almennu listaverði áður en þær fóru á sumarútsölu. „Það er hægt að setja tölur fram á allan hátt. Það hefði allt eins mátt skrifa sömu frétt og nefna dæmi um að nú væru þúsundir vara komin á mun lægra verð en þær voru fyrir viku. Það er svolítið sérstakt að þarna eru bara pikkaðar út vörur sem voru á tilboði fyrir í ákveðnum bæklingi,“ segir Árni. Verðlag ASÍ Verslun Neytendur Tengdar fréttir Vörur á mesta afslættinum voru hækkaðar í verði í vikunni Verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ kom sér upp sjálfvirkum gagnagrunni verðlags hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á dögunum. Á innan við viku nappaði hann stórfyrirtæki sem hækkaði verð fjölda vara til þess eins að blása til útsölu þremur dögum seinna. 29. júní 2023 22:08 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Sjá meira
Í gærkvöldi ræddi Vísir við verkefnastjóra verðlagseftirlits hjá ASÍ sem sagðist hafa, með hjálp sjálfvirks gagnagrunns verðlags, nappað Húsasmiðjuna við að hækka vörur til þess eins að lækka þær aftur nokkrum dögum síðar og láta þannig afsláttinn virðast meiri. Forstjóri Húsasmiðjunnar vísar því hins vegar til föðurhúsanna. Sumarbæklingur verslunarkeðjunnar hafi komið út 8. júní, þar sem valdar vörur hafi verið á afslætti til 25. júní. Í kjölfarið hafi vörurnar farið á almennt listaverð. Í gær hafi hins vegar hafist sumarútsala, þar sem mun fleiri vörur væru á afslætti, sem væri almennt hærri en í bæklingnum. „Stóra málið í þessu er það að það eru engar verðlistahækkanir sem hafa verið síðustu daga á þessum vörum, og okkur þykir þetta alveg skammarleg framsetning,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Ósanngjörn framsetning Það sé ósanngjarnt að setja málið upp á þann hátt að Húsasmiðjan hafi ætlað sér að blekkja neytendur. „Ég ber virðingu fyrir því að menn vilji sýna aðhald og kanna verð, en það fylgir því líka ábyrgð að slá svona hlutum fram. Við höfum ekkert að fela.“ Í framsetningu ASÍ hafi aðeins verið að finna vörur sem voru í sumarbæklingnum, en ekki vörur sem voru á almennu listaverði áður en þær fóru á sumarútsölu. „Það er hægt að setja tölur fram á allan hátt. Það hefði allt eins mátt skrifa sömu frétt og nefna dæmi um að nú væru þúsundir vara komin á mun lægra verð en þær voru fyrir viku. Það er svolítið sérstakt að þarna eru bara pikkaðar út vörur sem voru á tilboði fyrir í ákveðnum bæklingi,“ segir Árni.
Verðlag ASÍ Verslun Neytendur Tengdar fréttir Vörur á mesta afslættinum voru hækkaðar í verði í vikunni Verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ kom sér upp sjálfvirkum gagnagrunni verðlags hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á dögunum. Á innan við viku nappaði hann stórfyrirtæki sem hækkaði verð fjölda vara til þess eins að blása til útsölu þremur dögum seinna. 29. júní 2023 22:08 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Sjá meira
Vörur á mesta afslættinum voru hækkaðar í verði í vikunni Verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ kom sér upp sjálfvirkum gagnagrunni verðlags hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á dögunum. Á innan við viku nappaði hann stórfyrirtæki sem hækkaði verð fjölda vara til þess eins að blása til útsölu þremur dögum seinna. 29. júní 2023 22:08