Staðfestu fulla endurgreiðslu skíðaferða vegna faraldursins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júní 2023 15:46 Til stóð að halda Madonna á Norður-Ítalíu áður en faraldurinn skall á. getty Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Landsréttar sem gerði Ferðaskrifstofu Íslands að endurgreiða viðskiptavinum sínum heildarverð skíðaferðar sem afpöntuð var vegna Covid-19 faraldursins. Ferðaskrifstofan taldi að heimild til að afpanta væri óhóflega íþyngjandi fyrir eignarétt þess. Forsaga málsins er afpöntun þriggja skíðaferða Ferðaskrifstofu Íslands til Ítalíu þann 28. febrúar 2020, sama dag og fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilfellum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Bæði Landsréttur og héraðsdómur komust að þeirri niðurstöðu að ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins á Ítalíu hafi verið þess eðlis að fyrrhugað ferðalag væri ekki öruggt. Þessar óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður leiddu því til þess að viðskiptavinir áttu rétt á endurgreiðslu. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar, sem samþykkti að taka þrjú mál, sem tengjast endurgreiðslu skíðaferða, fyrir á grundvelli þess að úrslit málsins hefðu verulegt gildi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem selji pakkaferðir. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í dag. Umtalsverð áhætta að halda til Norður-Ítalíu Ferðaskrifstofa Íslands hélt því fram að óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður hefðu ekki skapast fyrr en yfirvöld hefðu lagt bann við ferðalögum, sem ekki var fyrir hendi að kvöldi 28. febrúar 2020. Þá var deilt um hvað felist í ófyriséðum og óviðráðanlegum ytri atvikum (force majeure) sem kveðið er á um í lögum um pakkaferðir. Hæstiréttur telur ótvírætt að þegar ferðin var afpöntuð hafi farsótt breiðst út á áfangastaðnum og að aðstæður hefðu bæði verið óvenjulegar og óviðráðanlegar í skilningi laganna. Ferð til Norður-Ítalíu hafi falið í sér umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði þeirra sem afpöntuðu. Litið var til markmiðs fyrrnefndra laga sem sé að auka vernd neytenda með skýrari heimild til að afpanta ferð gegn fullri endurgreiðslu. Var ekki fallist á það með ferðaskrifstofunni að lagareglan um endurgreiðslu sé óhóflega íþyngjandi fyrir eignarrétt eða atvinnustarfsemi hans. Voru skilyrði til að afpanta því talin uppfyllt og niðurstaða héraðsdóms og Landsréttar staðfest. Var ferðaskrifstofunni auk þess gert að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Ferðafélag Íslands ætti í hlut. Hið rétta er að Ferðaskrifstofu Íslands var gert að endurgreiða skíðaferðina. Ferðalög Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. 20. júlí 2021 10:12 Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu. 16. nóvember 2022 08:51 Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða. 13. janúar 2023 13:21 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Forsaga málsins er afpöntun þriggja skíðaferða Ferðaskrifstofu Íslands til Ítalíu þann 28. febrúar 2020, sama dag og fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilfellum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Bæði Landsréttur og héraðsdómur komust að þeirri niðurstöðu að ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins á Ítalíu hafi verið þess eðlis að fyrrhugað ferðalag væri ekki öruggt. Þessar óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður leiddu því til þess að viðskiptavinir áttu rétt á endurgreiðslu. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar, sem samþykkti að taka þrjú mál, sem tengjast endurgreiðslu skíðaferða, fyrir á grundvelli þess að úrslit málsins hefðu verulegt gildi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem selji pakkaferðir. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í dag. Umtalsverð áhætta að halda til Norður-Ítalíu Ferðaskrifstofa Íslands hélt því fram að óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður hefðu ekki skapast fyrr en yfirvöld hefðu lagt bann við ferðalögum, sem ekki var fyrir hendi að kvöldi 28. febrúar 2020. Þá var deilt um hvað felist í ófyriséðum og óviðráðanlegum ytri atvikum (force majeure) sem kveðið er á um í lögum um pakkaferðir. Hæstiréttur telur ótvírætt að þegar ferðin var afpöntuð hafi farsótt breiðst út á áfangastaðnum og að aðstæður hefðu bæði verið óvenjulegar og óviðráðanlegar í skilningi laganna. Ferð til Norður-Ítalíu hafi falið í sér umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði þeirra sem afpöntuðu. Litið var til markmiðs fyrrnefndra laga sem sé að auka vernd neytenda með skýrari heimild til að afpanta ferð gegn fullri endurgreiðslu. Var ekki fallist á það með ferðaskrifstofunni að lagareglan um endurgreiðslu sé óhóflega íþyngjandi fyrir eignarrétt eða atvinnustarfsemi hans. Voru skilyrði til að afpanta því talin uppfyllt og niðurstaða héraðsdóms og Landsréttar staðfest. Var ferðaskrifstofunni auk þess gert að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Ferðafélag Íslands ætti í hlut. Hið rétta er að Ferðaskrifstofu Íslands var gert að endurgreiða skíðaferðina.
Ferðalög Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. 20. júlí 2021 10:12 Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu. 16. nóvember 2022 08:51 Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða. 13. janúar 2023 13:21 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. 20. júlí 2021 10:12
Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu. 16. nóvember 2022 08:51
Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða. 13. janúar 2023 13:21