Staðfestu fulla endurgreiðslu skíðaferða vegna faraldursins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júní 2023 15:46 Til stóð að halda Madonna á Norður-Ítalíu áður en faraldurinn skall á. getty Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Landsréttar sem gerði Ferðaskrifstofu Íslands að endurgreiða viðskiptavinum sínum heildarverð skíðaferðar sem afpöntuð var vegna Covid-19 faraldursins. Ferðaskrifstofan taldi að heimild til að afpanta væri óhóflega íþyngjandi fyrir eignarétt þess. Forsaga málsins er afpöntun þriggja skíðaferða Ferðaskrifstofu Íslands til Ítalíu þann 28. febrúar 2020, sama dag og fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilfellum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Bæði Landsréttur og héraðsdómur komust að þeirri niðurstöðu að ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins á Ítalíu hafi verið þess eðlis að fyrrhugað ferðalag væri ekki öruggt. Þessar óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður leiddu því til þess að viðskiptavinir áttu rétt á endurgreiðslu. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar, sem samþykkti að taka þrjú mál, sem tengjast endurgreiðslu skíðaferða, fyrir á grundvelli þess að úrslit málsins hefðu verulegt gildi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem selji pakkaferðir. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í dag. Umtalsverð áhætta að halda til Norður-Ítalíu Ferðaskrifstofa Íslands hélt því fram að óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður hefðu ekki skapast fyrr en yfirvöld hefðu lagt bann við ferðalögum, sem ekki var fyrir hendi að kvöldi 28. febrúar 2020. Þá var deilt um hvað felist í ófyriséðum og óviðráðanlegum ytri atvikum (force majeure) sem kveðið er á um í lögum um pakkaferðir. Hæstiréttur telur ótvírætt að þegar ferðin var afpöntuð hafi farsótt breiðst út á áfangastaðnum og að aðstæður hefðu bæði verið óvenjulegar og óviðráðanlegar í skilningi laganna. Ferð til Norður-Ítalíu hafi falið í sér umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði þeirra sem afpöntuðu. Litið var til markmiðs fyrrnefndra laga sem sé að auka vernd neytenda með skýrari heimild til að afpanta ferð gegn fullri endurgreiðslu. Var ekki fallist á það með ferðaskrifstofunni að lagareglan um endurgreiðslu sé óhóflega íþyngjandi fyrir eignarrétt eða atvinnustarfsemi hans. Voru skilyrði til að afpanta því talin uppfyllt og niðurstaða héraðsdóms og Landsréttar staðfest. Var ferðaskrifstofunni auk þess gert að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Ferðafélag Íslands ætti í hlut. Hið rétta er að Ferðaskrifstofu Íslands var gert að endurgreiða skíðaferðina. Ferðalög Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. 20. júlí 2021 10:12 Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu. 16. nóvember 2022 08:51 Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða. 13. janúar 2023 13:21 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Forsaga málsins er afpöntun þriggja skíðaferða Ferðaskrifstofu Íslands til Ítalíu þann 28. febrúar 2020, sama dag og fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilfellum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Bæði Landsréttur og héraðsdómur komust að þeirri niðurstöðu að ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins á Ítalíu hafi verið þess eðlis að fyrrhugað ferðalag væri ekki öruggt. Þessar óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður leiddu því til þess að viðskiptavinir áttu rétt á endurgreiðslu. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar, sem samþykkti að taka þrjú mál, sem tengjast endurgreiðslu skíðaferða, fyrir á grundvelli þess að úrslit málsins hefðu verulegt gildi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem selji pakkaferðir. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í dag. Umtalsverð áhætta að halda til Norður-Ítalíu Ferðaskrifstofa Íslands hélt því fram að óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður hefðu ekki skapast fyrr en yfirvöld hefðu lagt bann við ferðalögum, sem ekki var fyrir hendi að kvöldi 28. febrúar 2020. Þá var deilt um hvað felist í ófyriséðum og óviðráðanlegum ytri atvikum (force majeure) sem kveðið er á um í lögum um pakkaferðir. Hæstiréttur telur ótvírætt að þegar ferðin var afpöntuð hafi farsótt breiðst út á áfangastaðnum og að aðstæður hefðu bæði verið óvenjulegar og óviðráðanlegar í skilningi laganna. Ferð til Norður-Ítalíu hafi falið í sér umtalsverða áhættu fyrir heilbrigði þeirra sem afpöntuðu. Litið var til markmiðs fyrrnefndra laga sem sé að auka vernd neytenda með skýrari heimild til að afpanta ferð gegn fullri endurgreiðslu. Var ekki fallist á það með ferðaskrifstofunni að lagareglan um endurgreiðslu sé óhóflega íþyngjandi fyrir eignarrétt eða atvinnustarfsemi hans. Voru skilyrði til að afpanta því talin uppfyllt og niðurstaða héraðsdóms og Landsréttar staðfest. Var ferðaskrifstofunni auk þess gert að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Ferðafélag Íslands ætti í hlut. Hið rétta er að Ferðaskrifstofu Íslands var gert að endurgreiða skíðaferðina.
Ferðalög Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. 20. júlí 2021 10:12 Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu. 16. nóvember 2022 08:51 Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða. 13. janúar 2023 13:21 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til að endurgreiða skíðaferð vegna Covid-19 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum að stórfjölskyldu hafi verið heimilt að afpanta skíðaferð til Madonna Di Campiglio á Ítalíu með dagsfyrirvara. Ferðaskrifstofan var dæmd til að endurgreiða 2,6 milljónir króna. Um er að ræða þrjú dómsmál sem rekin voru samhliða. 20. júlí 2021 10:12
Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu. 16. nóvember 2022 08:51
Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða. 13. janúar 2023 13:21
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?