Brexit eftirsjá í hæstu hæðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júní 2023 14:23 Ósáttur mótmælandi í Lundúnum á þessu ári. EPA Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tíu ár í Bretlandi. Aðeins í einu kjördæmi eru fleiri á þeirri skoðun að útganga úr Evrópusambandinu hafi verið rétt ákvörðun en röng. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum í Bretlandi vilja 58 prósent svarenda ganga aftur inn í Evrópusambandið. 42 prósent telja það hafa verið rétta ákvörðun að ganga út úr Evrópusambandinu. Síðan Bretar kusu um útgönguna, þann 23. júní árið 2016, hafa þeir sem vilja ganga aftur í Evrópusambandið yfirleitt verið fleiri en þeir sem töldu ákvörðunina rétta. Hefur verið talað um brexit-eftirsjá í því samhengi. Munurinn hefur hins vegar sjaldan verið mikill, hvor blokkin rétt um 50 prósent. Síðan árið 2021 hefur munurinn verið að aukast. Vöruskortur og verðhækkanir Bretland hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika eftir útgönguna, sem var gengið frá með samningum árið 2020. Vöruflutningar til landsins hafa gengið brösuglega og iðulega komið upp vöruskortur. Þá hefur verðlag í landinu hækkað mikið, umfram þær hækkanir sem önnur ríki hafa verið að glíma við, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu og orkukrísuna. Stuðningurinn við aðild er mestur í stórborgum eins og London, Birmingham og Manchester sem og í Skotlandi. Í sumum kjördæmum er stuðningurinn yfir 70 prósent. Fylgi Íhaldsflokksins er í kjallaranum og forsætisráðherranum Rishi Sunak hefur ekki tekist að snúa taflinu við.EPA Aðeins í einu kjördæmi af 650 mælist minni stuðningur með aðild en útgöngu, Boston og Skegness í Lincoln-skíri á austurströnd Bretlands. Óánægja með Íhaldsflokkinn Þá er stuðningurinn við stjórn Íhaldsflokksins, sem studdi útgönguna, í kjallaranum. Flokkurinn hefur mælst með undir 30 prósenta fylgi í tæpt ár á meðan Verkamannaflokkurinn hefur verið að mælast með um 45 prósenta fylgi og Frjálslyndir demókratar yfir 10 prósentum. Þrátt fyrir að stuðningurinn við aðild að Evrópusambandinu hafi rokið upp í Bretlandi er hann ekki jafn mikill og í flestum löndum sem eru enn þá í því. 87 prósent Spánverja styðja veru landsins í sambandinu, 79 prósent Dana, 70 prósent Svía, 69 prósent Þjóðverja, 63 prósent Ítala og 62 prósent Frakka. Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum í Bretlandi vilja 58 prósent svarenda ganga aftur inn í Evrópusambandið. 42 prósent telja það hafa verið rétta ákvörðun að ganga út úr Evrópusambandinu. Síðan Bretar kusu um útgönguna, þann 23. júní árið 2016, hafa þeir sem vilja ganga aftur í Evrópusambandið yfirleitt verið fleiri en þeir sem töldu ákvörðunina rétta. Hefur verið talað um brexit-eftirsjá í því samhengi. Munurinn hefur hins vegar sjaldan verið mikill, hvor blokkin rétt um 50 prósent. Síðan árið 2021 hefur munurinn verið að aukast. Vöruskortur og verðhækkanir Bretland hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika eftir útgönguna, sem var gengið frá með samningum árið 2020. Vöruflutningar til landsins hafa gengið brösuglega og iðulega komið upp vöruskortur. Þá hefur verðlag í landinu hækkað mikið, umfram þær hækkanir sem önnur ríki hafa verið að glíma við, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu og orkukrísuna. Stuðningurinn við aðild er mestur í stórborgum eins og London, Birmingham og Manchester sem og í Skotlandi. Í sumum kjördæmum er stuðningurinn yfir 70 prósent. Fylgi Íhaldsflokksins er í kjallaranum og forsætisráðherranum Rishi Sunak hefur ekki tekist að snúa taflinu við.EPA Aðeins í einu kjördæmi af 650 mælist minni stuðningur með aðild en útgöngu, Boston og Skegness í Lincoln-skíri á austurströnd Bretlands. Óánægja með Íhaldsflokkinn Þá er stuðningurinn við stjórn Íhaldsflokksins, sem studdi útgönguna, í kjallaranum. Flokkurinn hefur mælst með undir 30 prósenta fylgi í tæpt ár á meðan Verkamannaflokkurinn hefur verið að mælast með um 45 prósenta fylgi og Frjálslyndir demókratar yfir 10 prósentum. Þrátt fyrir að stuðningurinn við aðild að Evrópusambandinu hafi rokið upp í Bretlandi er hann ekki jafn mikill og í flestum löndum sem eru enn þá í því. 87 prósent Spánverja styðja veru landsins í sambandinu, 79 prósent Dana, 70 prósent Svía, 69 prósent Þjóðverja, 63 prósent Ítala og 62 prósent Frakka.
Bretland Evrópusambandið Brexit Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira