Hæstiréttur lækkaði laun verjenda um margar milljónir Árni Sæberg skrifar 23. júní 2023 14:02 Verjendur í Rauðagerðismálinu frá vinstri til hægri: Sveinn Guðmundsson, Geir Gestsson, Karl Georg Sigurbjörnsson og Oddgeir Einarsson. Vísir/Vilhelm Formaður Lögmannafélags Íslands segir aukna tilhneigingu dómstóla til þess að virða framlagðar tímaskýrslur verjenda að vettugi hættulega þróun. Svo gæti farið að aðeins þeir efnameiri fái góða málsvörn í sakamálum. Í fyrradag var kveðinn upp dómur í einu umfangsmesta sakamáli síðari ára, Rauðagerðismálinu. Sakborningar fengu allir töluverða mildun í sínum málum en verjendur þeirra eru sennilega ekkert sérstaklega ánægðir með málsvarnarlaun sín. Verjendurnir fjórir í málinu fengu á bilinu 1,5 milljón króna til þrjár milljónir króna í málsvarnarlaun. Heimildir Vísis herma að allir verjendur utan eins hafi lagt fram tímaskýrslu þar sem kom fram að þeir hafi unnið allt að fjórum sinnum fleiri tíma en þeir fengu greitt fyrir. Fékk eina vinnuviku greidda Til dæmis má taka málsvarnarlaun Oddgeirs Einarssonar, verjanda Angjelins Sterkaj, sem voru ein og hálf milljón króna að virðisaukaskatti meðtöldum. Samkvæmt lögum um málsvarnarlaun skal tímakaup verjanda vera 24.300 krónur. Með snöggum reikningi má því sjá að Hæstiréttur gerir ráð fyrir því að Oddgeir hafi varið fimmtíu klukkustundum við undirbúning málatilbúnaðar síns. Oddgeir Einarsson var verjandi Angjelins Sterkaj i Rauðagerðismálinu.Vísir/Vilhelm Þeir sem fylgdust náið með málflutningi í Hæstarétti muna kannski eftir því að þegar Oddgeir minntist á þann tímafjölda sem hann hafði varið í málið, miklum mun fleiri en fimmtíu, stöðvaði Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar mál hans og minnti hann á að um meðferð fyrir Hæstarétti og játningarmál væri að ræða og spurði nánar út í tímafjöldann. „Við ákvörðun málsvarnarlauna verjenda er tekið mið af því hvort þeir hafi jafnframt annast varnir ákærðu á fyrri dómstigum og þess að einn ákærðu játaði brot sitt þegar fyrir héraðsdómi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Óttast atgervisflótta Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir í samtali við Vísi að aðstæður sem þessar komi sífellt oftar upp. Lögmannafélagið hafi í mörg ár gert alvarlegar athugasemdir við verjendalaun og til að mynda hafi það óskað eftir gögnum frá félagsmönnum sínum til þess að rýna enn betur í málið. Sigurður Örn er formaður Lögmannafélagsins og lögmaður á Rétti.Stöð 2/Arnar Hann segir að málið geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið. Vörn sakborninga í sakamálum sé gríðarlega mikil og erfið vinna. „Það sem ég óttast, ef þetta verður reglan, er að hæfustu lögmennirnir biðjast undan því að vera skipaðir verjendur og taka þessi mál ekki að sér. Það er ekki gott.“ Aðeins auðmenn fái almennilega málsvörn Sigurður Örn bendir á hrunmálin svokölluðu máli sínu til stuðnings. Þar fylgdu dómendur almennt tímaskýrslum verjenda upp á mínútu og dæmdu þeim himinhá málsvarnarlaun. Til að mynda fékk Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, 48 milljónir króna greiddar. „Í þeim tilfellum, flestum, þá voru bankamennirnir borgunarmenn fyrir sakarkostnaðinum. Sem er ekki þarna [Rauðagerðismálinu]. Ég vil ekki búa í samfélagi þar sem eingöngu hinir efnameiri hafi möguleika á því að ráða sér verjanda til þess að verjast kröfum þess opinbera um fangelsisrefsingu,“ segir Sigurður Örn. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal ákveðið hvort sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, falli á ríkissjóð eða sakborning. Séu menn sakfelldir þurfa þeir almennt að greiða sakarkostnað en séu þeir sýknaðir greiðir ríkissjóður brúsann. Þá er það svo að laun verjenda eru ávallt greidd af ríkissjóði, sem eignast endurkröfu á hendur sakborningi. Verjandi einn á móti mörgum Annað sem skipti máli í þessum efnum sé jafnræði aðila fyrir dómi, sem er grundvallaratriði stjórnarskrárinnar um réttláta málsmeðferð. „Staðreyndin er sú að að baki svona sakamáli liggur ómæld vinna fjölda lögreglumann og ákærenda, sem hafa það hlutverk að upplýsa málið og gera þessar kröfur fyrir dómi. Svo er það einn verjandi hinum megin, hann gegnir þessu trúnaðarhlutverki fyrir sakborninginn, á að tefla fram málsvörn hans, benda dómnum á þau atriði sem hafa farið aflaga eða eru óupplýst. Og eins og sést á þessum dómum, það er veruleg breyting frá niðurstöðu Landsréttar fyrir Hæstarétti, svo allt var þetta til einhvers. En einhverra hluta vegna, þá er ekki tekið tillit til þess við ákvörðun verjendalauna.“ Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Vísir/Vilhelm Hægt að vinna vörn með vinstri Sigurður Örn segir að mikilvægt sé að samtal sé tekið um málsvarnarlaun verjenda. Greinilegt sé að ósamræmi sé milli dómstóla og lögmanna um það hversu mikla vinnu þarf til að smíða almennilega málsvörn. Þá segir hann einnig ósamræmi á milli einstakra dómara hvað það mat varðar. „Þetta er spurning um hvað telst eðlilegt, hver gæði vinnunnar eigi að vera. Það er hægt að taka til varna í morðmáli og gera það með vinstri höndinni. En þá verður kannski saklaus maður dæmdur í fangelsi og við viljum það ekki. Þess vegna er mjög eðlilegt að verjandi sinni þessari skyldu sinni, sem fylgir skipuninni, og gera það vel í samræmi við þær faglegu kröfur sem við gerum til lögmanna. En þarna virðist vera eitthvað ósamræmi,“ segir Sigurður Örn. Kallar eftir rökstuðningi Sigurður Örn segir að auðvitað geti það gerst að lögmenn skrái á sig fleiri tíma en voru raunverulega unnir. Það sé grafalvarlegt og nauðsynlegt og sjálfsagt að dómarar taki á því. „Rekstur sakamála fyrir dómstólum er eitt mikilvægsta hlutverkið sem við fáumst við sem samfélag. Við viljum að þetta sé gert vel. Ef menn hafa einhverja ólíka sýn á því hvað sé eðlilegt vinnuframlag í svona málum, þá þarf að rökstyðja það. Við í Lögmannafélaginu höfum kallað eftir því að menn rökstyðji það hvers vegna það sé þetta ósamræmi milli tímaskýrslna og ákvörðun dómsins. Það er sjaldnast gert.“ Dómsmál Dómstólar Kjaramál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi“ Hæstiréttur staðfesti í dag sekt allra fjögurra sakborninga í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar, morðinu í Rauðagerði. Sakborningar hlutu töluvert mildari dóma en í Landsrétti. 21. júní 2023 19:53 Claudia ein mætt í Hæstarétt og farið fram á sextán ár yfir Angjelin Málflutningur í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Hæstarétti í morgun og heldur áfram fram eftir degi. Landsréttur dæmdi í málinu í október í fyrra og sakfelldi þar þrjá sakborninga, sem höfðu verið sýknaðir í héraði, og þyngdi dóm Angjelins Sterkaj, sem hefur játað að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. 24. maí 2023 11:16 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Í fyrradag var kveðinn upp dómur í einu umfangsmesta sakamáli síðari ára, Rauðagerðismálinu. Sakborningar fengu allir töluverða mildun í sínum málum en verjendur þeirra eru sennilega ekkert sérstaklega ánægðir með málsvarnarlaun sín. Verjendurnir fjórir í málinu fengu á bilinu 1,5 milljón króna til þrjár milljónir króna í málsvarnarlaun. Heimildir Vísis herma að allir verjendur utan eins hafi lagt fram tímaskýrslu þar sem kom fram að þeir hafi unnið allt að fjórum sinnum fleiri tíma en þeir fengu greitt fyrir. Fékk eina vinnuviku greidda Til dæmis má taka málsvarnarlaun Oddgeirs Einarssonar, verjanda Angjelins Sterkaj, sem voru ein og hálf milljón króna að virðisaukaskatti meðtöldum. Samkvæmt lögum um málsvarnarlaun skal tímakaup verjanda vera 24.300 krónur. Með snöggum reikningi má því sjá að Hæstiréttur gerir ráð fyrir því að Oddgeir hafi varið fimmtíu klukkustundum við undirbúning málatilbúnaðar síns. Oddgeir Einarsson var verjandi Angjelins Sterkaj i Rauðagerðismálinu.Vísir/Vilhelm Þeir sem fylgdust náið með málflutningi í Hæstarétti muna kannski eftir því að þegar Oddgeir minntist á þann tímafjölda sem hann hafði varið í málið, miklum mun fleiri en fimmtíu, stöðvaði Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar mál hans og minnti hann á að um meðferð fyrir Hæstarétti og játningarmál væri að ræða og spurði nánar út í tímafjöldann. „Við ákvörðun málsvarnarlauna verjenda er tekið mið af því hvort þeir hafi jafnframt annast varnir ákærðu á fyrri dómstigum og þess að einn ákærðu játaði brot sitt þegar fyrir héraðsdómi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Óttast atgervisflótta Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir í samtali við Vísi að aðstæður sem þessar komi sífellt oftar upp. Lögmannafélagið hafi í mörg ár gert alvarlegar athugasemdir við verjendalaun og til að mynda hafi það óskað eftir gögnum frá félagsmönnum sínum til þess að rýna enn betur í málið. Sigurður Örn er formaður Lögmannafélagsins og lögmaður á Rétti.Stöð 2/Arnar Hann segir að málið geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið. Vörn sakborninga í sakamálum sé gríðarlega mikil og erfið vinna. „Það sem ég óttast, ef þetta verður reglan, er að hæfustu lögmennirnir biðjast undan því að vera skipaðir verjendur og taka þessi mál ekki að sér. Það er ekki gott.“ Aðeins auðmenn fái almennilega málsvörn Sigurður Örn bendir á hrunmálin svokölluðu máli sínu til stuðnings. Þar fylgdu dómendur almennt tímaskýrslum verjenda upp á mínútu og dæmdu þeim himinhá málsvarnarlaun. Til að mynda fékk Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, 48 milljónir króna greiddar. „Í þeim tilfellum, flestum, þá voru bankamennirnir borgunarmenn fyrir sakarkostnaðinum. Sem er ekki þarna [Rauðagerðismálinu]. Ég vil ekki búa í samfélagi þar sem eingöngu hinir efnameiri hafi möguleika á því að ráða sér verjanda til þess að verjast kröfum þess opinbera um fangelsisrefsingu,“ segir Sigurður Örn. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal ákveðið hvort sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, falli á ríkissjóð eða sakborning. Séu menn sakfelldir þurfa þeir almennt að greiða sakarkostnað en séu þeir sýknaðir greiðir ríkissjóður brúsann. Þá er það svo að laun verjenda eru ávallt greidd af ríkissjóði, sem eignast endurkröfu á hendur sakborningi. Verjandi einn á móti mörgum Annað sem skipti máli í þessum efnum sé jafnræði aðila fyrir dómi, sem er grundvallaratriði stjórnarskrárinnar um réttláta málsmeðferð. „Staðreyndin er sú að að baki svona sakamáli liggur ómæld vinna fjölda lögreglumann og ákærenda, sem hafa það hlutverk að upplýsa málið og gera þessar kröfur fyrir dómi. Svo er það einn verjandi hinum megin, hann gegnir þessu trúnaðarhlutverki fyrir sakborninginn, á að tefla fram málsvörn hans, benda dómnum á þau atriði sem hafa farið aflaga eða eru óupplýst. Og eins og sést á þessum dómum, það er veruleg breyting frá niðurstöðu Landsréttar fyrir Hæstarétti, svo allt var þetta til einhvers. En einhverra hluta vegna, þá er ekki tekið tillit til þess við ákvörðun verjendalauna.“ Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Vísir/Vilhelm Hægt að vinna vörn með vinstri Sigurður Örn segir að mikilvægt sé að samtal sé tekið um málsvarnarlaun verjenda. Greinilegt sé að ósamræmi sé milli dómstóla og lögmanna um það hversu mikla vinnu þarf til að smíða almennilega málsvörn. Þá segir hann einnig ósamræmi á milli einstakra dómara hvað það mat varðar. „Þetta er spurning um hvað telst eðlilegt, hver gæði vinnunnar eigi að vera. Það er hægt að taka til varna í morðmáli og gera það með vinstri höndinni. En þá verður kannski saklaus maður dæmdur í fangelsi og við viljum það ekki. Þess vegna er mjög eðlilegt að verjandi sinni þessari skyldu sinni, sem fylgir skipuninni, og gera það vel í samræmi við þær faglegu kröfur sem við gerum til lögmanna. En þarna virðist vera eitthvað ósamræmi,“ segir Sigurður Örn. Kallar eftir rökstuðningi Sigurður Örn segir að auðvitað geti það gerst að lögmenn skrái á sig fleiri tíma en voru raunverulega unnir. Það sé grafalvarlegt og nauðsynlegt og sjálfsagt að dómarar taki á því. „Rekstur sakamála fyrir dómstólum er eitt mikilvægsta hlutverkið sem við fáumst við sem samfélag. Við viljum að þetta sé gert vel. Ef menn hafa einhverja ólíka sýn á því hvað sé eðlilegt vinnuframlag í svona málum, þá þarf að rökstyðja það. Við í Lögmannafélaginu höfum kallað eftir því að menn rökstyðji það hvers vegna það sé þetta ósamræmi milli tímaskýrslna og ákvörðun dómsins. Það er sjaldnast gert.“
Dómsmál Dómstólar Kjaramál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi“ Hæstiréttur staðfesti í dag sekt allra fjögurra sakborninga í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar, morðinu í Rauðagerði. Sakborningar hlutu töluvert mildari dóma en í Landsrétti. 21. júní 2023 19:53 Claudia ein mætt í Hæstarétt og farið fram á sextán ár yfir Angjelin Málflutningur í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Hæstarétti í morgun og heldur áfram fram eftir degi. Landsréttur dæmdi í málinu í október í fyrra og sakfelldi þar þrjá sakborninga, sem höfðu verið sýknaðir í héraði, og þyngdi dóm Angjelins Sterkaj, sem hefur játað að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. 24. maí 2023 11:16 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi“ Hæstiréttur staðfesti í dag sekt allra fjögurra sakborninga í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar, morðinu í Rauðagerði. Sakborningar hlutu töluvert mildari dóma en í Landsrétti. 21. júní 2023 19:53
Claudia ein mætt í Hæstarétt og farið fram á sextán ár yfir Angjelin Málflutningur í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Hæstarétti í morgun og heldur áfram fram eftir degi. Landsréttur dæmdi í málinu í október í fyrra og sakfelldi þar þrjá sakborninga, sem höfðu verið sýknaðir í héraði, og þyngdi dóm Angjelins Sterkaj, sem hefur játað að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. 24. maí 2023 11:16
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent