Mismunaði svörtum og frumbyggjum kerfisbundið fyrir dauða Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2023 15:40 Drápið á George Floyd varð kveikjan að mótmælum gegn kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi víða um heim. AP/Julio Cortez Lögreglan í Minneapolis í Bandaríkjunum sýndi almenna tilhneigingu til þess að brjóta stjórnarskrárbundin réttindi og mismuna svörtum og frumbyggjum. Þetta er niðurstaða rannsóknar dómsmálaráðuneytisins sem var hrint af stað eftir að lögreglumenn urðu George Floyd að bana árið 2020. Kerfislæg vandamál innan lögreglunnar í Minneapolis gerðu örlög Floyd mögulega samkvæmt skýrslunni. Lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi Floyd í níu og hálfa mínútu þar til hann lést. Skeytti lögreglumaðurinn engu um að Floyd segðist ekki ná andanum né um mótbárur vegfarenda sem urðu vitni að aðförunum. Vegfarandi náði myndband af drápinu sem vakti mikla reiði í Bandaríkjunum og varð kveikjan að mótmælum gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi bæði þar og víða um heim. Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem hélt Floyd niðri, var sakfelldur fyrir morð og manndráp. Hann hlaut 22 og hálfs árs fangelsisdóm fyrir morðið og 21 árs dóm fyrir að brjóta á borgararéttindum Floyd. Dómana afplánar hann samtímis. Lögreglan er sögð hafa notað ólíkar aðferðir við eftirlit í hverfum eftir kynþætti íbúa þar. Fólki hafi verið mismunað eftir kynþætti þegar leitað var á því, það handjárnað eða beitt valdi. George Floyd var handtekinn vegna gruns um að hann hefði notað falsaðan seðil til að greiða fyrir vindlinga í verslun. Hann streittist á móti þegar lögreglumenn ætluðu að stinga honum inn í bíl. Þeir þvinguðu hann niður í jörðinni þrátt fyrir að hann væri í handjárnum. Einn lögreglumannanna hélt honum svo niðri með því að hvíl hné sitt á hálsi hans þar til hann lést.Getty Refsuðu fólki sem fór í taugarnar á þeim Auk þess að brjóta á svörtum og frumbyggjum komust skýrsluhöfundar ráðuneytisins að því að lögreglumenn í Minneapolis hefðu beitt óhóflegu ofbeldi og brotið réttindi fólks sem nýtti stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt. Þeir hefðu meðal annars valdið óréttlætanlegum dauða fólks. „Um árabil beittu lögreglumenn í Minneapolis hættulegri tækni og vopnum gegn fólki sem framdi smávægulegustu afbrot og stundum alls engin brot,“ segir í skýrslunni. Lögreglumenn hafi beitt valdi til þess að refsa fólki sem reitti þá til reiði eða gagnrýndi lögregluna. Þá er eru borgaryfirvöld átalin fyrir að senda lögreglumenn til að sinna útköllum sem gætu tengst geðrænum vandamálum jafnvel þegar það væri ekki nauðsynlegt eða við hæfi. Þetta hefði sett bæði lögreglumenn og borgara í hættu. Dómsmálaráðuneytið segir að yfirvöld í Minneapolis hafi nú þegar innleitt vissar umbætur. Til dæmis sé lögregluþjónum nú bannað að þrengja að hálsi fólks líkt og Chauvin gerði við Floyd. Þá séu nú þjálfað geðheilbrigðisstarfsfólk sent í sum útköll frekar en lögreglumenn. Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Segja fordóma í kerfinu og óttast um unga fólkið Stór meirihluti svartra Bandaríkjamanna telja innbyggða fordóma í efnahagslega kerfinu og meirihluti telur að rasismi muni aukast á þeirra líftíma. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Washington Post og Ipsos. 16. júní 2023 11:52 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Kerfislæg vandamál innan lögreglunnar í Minneapolis gerðu örlög Floyd mögulega samkvæmt skýrslunni. Lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi Floyd í níu og hálfa mínútu þar til hann lést. Skeytti lögreglumaðurinn engu um að Floyd segðist ekki ná andanum né um mótbárur vegfarenda sem urðu vitni að aðförunum. Vegfarandi náði myndband af drápinu sem vakti mikla reiði í Bandaríkjunum og varð kveikjan að mótmælum gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi bæði þar og víða um heim. Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem hélt Floyd niðri, var sakfelldur fyrir morð og manndráp. Hann hlaut 22 og hálfs árs fangelsisdóm fyrir morðið og 21 árs dóm fyrir að brjóta á borgararéttindum Floyd. Dómana afplánar hann samtímis. Lögreglan er sögð hafa notað ólíkar aðferðir við eftirlit í hverfum eftir kynþætti íbúa þar. Fólki hafi verið mismunað eftir kynþætti þegar leitað var á því, það handjárnað eða beitt valdi. George Floyd var handtekinn vegna gruns um að hann hefði notað falsaðan seðil til að greiða fyrir vindlinga í verslun. Hann streittist á móti þegar lögreglumenn ætluðu að stinga honum inn í bíl. Þeir þvinguðu hann niður í jörðinni þrátt fyrir að hann væri í handjárnum. Einn lögreglumannanna hélt honum svo niðri með því að hvíl hné sitt á hálsi hans þar til hann lést.Getty Refsuðu fólki sem fór í taugarnar á þeim Auk þess að brjóta á svörtum og frumbyggjum komust skýrsluhöfundar ráðuneytisins að því að lögreglumenn í Minneapolis hefðu beitt óhóflegu ofbeldi og brotið réttindi fólks sem nýtti stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt. Þeir hefðu meðal annars valdið óréttlætanlegum dauða fólks. „Um árabil beittu lögreglumenn í Minneapolis hættulegri tækni og vopnum gegn fólki sem framdi smávægulegustu afbrot og stundum alls engin brot,“ segir í skýrslunni. Lögreglumenn hafi beitt valdi til þess að refsa fólki sem reitti þá til reiði eða gagnrýndi lögregluna. Þá er eru borgaryfirvöld átalin fyrir að senda lögreglumenn til að sinna útköllum sem gætu tengst geðrænum vandamálum jafnvel þegar það væri ekki nauðsynlegt eða við hæfi. Þetta hefði sett bæði lögreglumenn og borgara í hættu. Dómsmálaráðuneytið segir að yfirvöld í Minneapolis hafi nú þegar innleitt vissar umbætur. Til dæmis sé lögregluþjónum nú bannað að þrengja að hálsi fólks líkt og Chauvin gerði við Floyd. Þá séu nú þjálfað geðheilbrigðisstarfsfólk sent í sum útköll frekar en lögreglumenn.
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Segja fordóma í kerfinu og óttast um unga fólkið Stór meirihluti svartra Bandaríkjamanna telja innbyggða fordóma í efnahagslega kerfinu og meirihluti telur að rasismi muni aukast á þeirra líftíma. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Washington Post og Ipsos. 16. júní 2023 11:52 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Segja fordóma í kerfinu og óttast um unga fólkið Stór meirihluti svartra Bandaríkjamanna telja innbyggða fordóma í efnahagslega kerfinu og meirihluti telur að rasismi muni aukast á þeirra líftíma. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Washington Post og Ipsos. 16. júní 2023 11:52
Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58
Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01