Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2023 15:33 Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði. stjórnarráðið Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í morgun. Innrás Rússa var til umræðu og ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þá ákvörðun sína að leggja niður starfsemina í sendiráði Íslands í Moskvu sem tilkynnt var um í liðinni viku. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að árlegur sumarfundur í samstarfi ráðherrana hafi farið fram hér á landi þar sem Ísland er í formennsku norrænnar samvinnu í ár, þar á meðal í utanríkispólitísku samstarfi Norðurlanda. „Þótt Ísland sé eina ríki Norðurlanda sem ákveðið hefur að leggja niður starfsemina í sendiráði sínu í Moskvu hafa öll Norðurlöndin gripið til aðgerða gagnvart rússneskum diplómötum í höfuðborgum sínum,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu. „Hér eftir sem hingað til er gagnlegt að ræða hvernig hin norrænu ríkin nálgast samskiptin við Rússland en ekki síður var gott að finna þann stuðning sem ríkir um samstarf Norðurlanda við þessar aðstæður, til dæmis á sviði borgaraþjónustu en samkvæmt Helsingforssamningnum veita Norðurlöndin gagnkvæma aðstoð í borgaraþjónustumálum,“ segir hún ennfremur. Ráðherrarnir heimsóttu útsýnispallinn á Bolafjalli. Á einu máli um stuðning við konur í Afganistan Til umræðu var áróður og upplýsingaóreiða Rússlands utan Vesturlanda og hvernig megi koma í veg fyrir hana. Samskiptin við Kína voru einnig til umræðu. Ráðherrarnir ræddu þá ástandið í Afganistan en frá því að talibanar náðu völdum þar á ný fyrir tæpum tveimur árum hafa þeir hert tökin og þrengt að réttindum borgara í landinu, sérstaklega kvenna og stúlkna. „Þrátt fyrir að ástand mannúðarmála sé óvíða verra en í Afganistan hefur gengið mjög erfiðlega að afla framlaga til lífsbjargandi aðstoðar þar. Til að bæta gráu ofan á svart er hjálpar- og mannúðarsamtökum gert nánast ómögulegt að starfa í landinu, nú síðast með banni talibana við þátttöku kvenna í starfi slíkra samtaka. Við ráðherrarnir vorum á einu máli að Norðurlöndin yrðu að nota rödd sína og áhrif til að styðja við konur og stúlkur í Afganistan. Hvað sem okkur kann að finnast um ömurleg stjórnvöld í landinu má fólkið þar ekki gleymast,“ segir Þórdís Kolbrún Nothing like our Nordic friendship With @Haavisto @thordiskolbrun @larsloekke on Iceland for meeting of Nordic FM. But we miss you @AHuitfeldt pic.twitter.com/VmhwyOW6B5— Tobias Billström (@TobiasBillstrom) June 12, 2023 Alþingi Utanríkismál Afganistan Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Norðurslóðir Tengdar fréttir Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp. 13. júní 2023 07:54 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að árlegur sumarfundur í samstarfi ráðherrana hafi farið fram hér á landi þar sem Ísland er í formennsku norrænnar samvinnu í ár, þar á meðal í utanríkispólitísku samstarfi Norðurlanda. „Þótt Ísland sé eina ríki Norðurlanda sem ákveðið hefur að leggja niður starfsemina í sendiráði sínu í Moskvu hafa öll Norðurlöndin gripið til aðgerða gagnvart rússneskum diplómötum í höfuðborgum sínum,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu. „Hér eftir sem hingað til er gagnlegt að ræða hvernig hin norrænu ríkin nálgast samskiptin við Rússland en ekki síður var gott að finna þann stuðning sem ríkir um samstarf Norðurlanda við þessar aðstæður, til dæmis á sviði borgaraþjónustu en samkvæmt Helsingforssamningnum veita Norðurlöndin gagnkvæma aðstoð í borgaraþjónustumálum,“ segir hún ennfremur. Ráðherrarnir heimsóttu útsýnispallinn á Bolafjalli. Á einu máli um stuðning við konur í Afganistan Til umræðu var áróður og upplýsingaóreiða Rússlands utan Vesturlanda og hvernig megi koma í veg fyrir hana. Samskiptin við Kína voru einnig til umræðu. Ráðherrarnir ræddu þá ástandið í Afganistan en frá því að talibanar náðu völdum þar á ný fyrir tæpum tveimur árum hafa þeir hert tökin og þrengt að réttindum borgara í landinu, sérstaklega kvenna og stúlkna. „Þrátt fyrir að ástand mannúðarmála sé óvíða verra en í Afganistan hefur gengið mjög erfiðlega að afla framlaga til lífsbjargandi aðstoðar þar. Til að bæta gráu ofan á svart er hjálpar- og mannúðarsamtökum gert nánast ómögulegt að starfa í landinu, nú síðast með banni talibana við þátttöku kvenna í starfi slíkra samtaka. Við ráðherrarnir vorum á einu máli að Norðurlöndin yrðu að nota rödd sína og áhrif til að styðja við konur og stúlkur í Afganistan. Hvað sem okkur kann að finnast um ömurleg stjórnvöld í landinu má fólkið þar ekki gleymast,“ segir Þórdís Kolbrún Nothing like our Nordic friendship With @Haavisto @thordiskolbrun @larsloekke on Iceland for meeting of Nordic FM. But we miss you @AHuitfeldt pic.twitter.com/VmhwyOW6B5— Tobias Billström (@TobiasBillstrom) June 12, 2023
Alþingi Utanríkismál Afganistan Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Norðurslóðir Tengdar fréttir Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp. 13. júní 2023 07:54 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp. 13. júní 2023 07:54